fimmtudagur, október 23, 2008

Já, við tókum slátur og mössuðum þetta með Dúnu bóndó og Ágústu húsó á kantinum :)

Hérna er mynd af herlegheitunum (stolnar frá Dúnu duggönd á fésbókinni)



Ekki sé ég neinn ælusvip á þessum myndum og hef ég ekki séð hana Dúnu svona glaða lengi og prófessionalismi Ágústu var ótrúlegur. Þetta var algjört hitt og ekki spurning um að gera þetta sama að ári, þá kannski bara að vera doldið wild og taka 5 slátur.. og vera kannski með annað en heftara til að loka gervivömbunum (og kannski nóg af vömbum en síðustu tveir keppirnir af blóðmörinni fengu að dúsa í fyrrverandi nælonsokkabuxunum mínum....)

Svo er það bara að smakka, hef ekki þorað það ennþá....

föstudagur, október 17, 2008

Slátur-slátur-slátur

Mæting klukkan 15:00 á Þórsgötuna... blóð, vambir, nýru, Nói Albinói...

Hahaha, hlakka mikið til!

Mun að sjálfsögðu dokjúmentera herlegheitin með myndavél sem má skemmast...

Sá ég spóa út í móa.....

miðvikudagur, október 08, 2008

Kreppan hefur áhrif víða...

Fjármlálakreppa í landinu og bloggkreppa hjá Löfunni. Eins og þið hafið kannski gert ykkur í hugarlund þá er ég komin á klakan og hið ljúfa líf á Kosta Ríka er minningin ein. Bitið góða og það skemmtilega ör sem það skildi eftir sig er hins vegar dagleg minning um það hve heppin ég er að það hætttulegasta í mínu umhverfi eru grýlukerti á húsþökum...

Núna þegar útlitið er svart og fréttirnar segja okkur ekkert annað en hve svart það sé held ég að það sé ráð að lyfta sér aðeins upp. Þá á ég ekki við "partý" eða "djamm" (því jú það er svo dýrt) heldur ódýrt, skemmtilegt ekta íslenskt fönn!

Ég er að stinga upp á því að við tökum okkur saman og tökum slátur!!!!!!!! Áhugasamir endilega skráið ykkur í kommentum að neðan og við látum verða af þessu!!!!

Einnig vil ég óska eftir stúlkum á Reykjavíkursvæðinu til þess að hittast einu sinni í viku og spila fótbolta, sem komið er erum við 5 stk. sem erum komnar en okkur vantar a.m.k. 10-15 svo þetta geti verið skemmtó!

Nóg komið af tilkynningum og vænti ég þess að koma að kommentaboxinu yfirfullu næst þegar ég sest fyrir framan tölvuna.

Slátur- ódýr og góður matur í kreppunni, svo er svo gaman að búa það til!