miðvikudagur, október 08, 2008

Kreppan hefur áhrif víða...

Fjármlálakreppa í landinu og bloggkreppa hjá Löfunni. Eins og þið hafið kannski gert ykkur í hugarlund þá er ég komin á klakan og hið ljúfa líf á Kosta Ríka er minningin ein. Bitið góða og það skemmtilega ör sem það skildi eftir sig er hins vegar dagleg minning um það hve heppin ég er að það hætttulegasta í mínu umhverfi eru grýlukerti á húsþökum...

Núna þegar útlitið er svart og fréttirnar segja okkur ekkert annað en hve svart það sé held ég að það sé ráð að lyfta sér aðeins upp. Þá á ég ekki við "partý" eða "djamm" (því jú það er svo dýrt) heldur ódýrt, skemmtilegt ekta íslenskt fönn!

Ég er að stinga upp á því að við tökum okkur saman og tökum slátur!!!!!!!! Áhugasamir endilega skráið ykkur í kommentum að neðan og við látum verða af þessu!!!!

Einnig vil ég óska eftir stúlkum á Reykjavíkursvæðinu til þess að hittast einu sinni í viku og spila fótbolta, sem komið er erum við 5 stk. sem erum komnar en okkur vantar a.m.k. 10-15 svo þetta geti verið skemmtó!

Nóg komið af tilkynningum og vænti ég þess að koma að kommentaboxinu yfirfullu næst þegar ég sest fyrir framan tölvuna.

Slátur- ódýr og góður matur í kreppunni, svo er svo gaman að búa það til!

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er game í sláturgerð!
Hef meira að segja tekið þátt í slíkum gjörningi áður..
En hvar ætlarðu að fá það sem til þarf?
Er svo græn í þessu krepputali að ég hef ekki einu sinni vit á að hafa áhyggjur ;)

Nafnlaus sagði...

já ég er til í slátur þó ég borði það nú ekki sjálf..en kallinn verður nú ánægður með mig þá.. bara svo lengi sem hann fær ekki að matreiða það! -maður hefur ekki efni á að missa húsið í reyk aftur svona í þessari víðfrægu kreppu!
En svo er ég líka geim í bolta!!

Nafnlaus sagði...

þið fáið slátur í Hagkaup í skeifunni.Ella ráðskona kaupir alltaf þar hehe
kv.Aníta

Nafnlaus sagði...

haha djofull vari eg til i slaturgerd taeki mig vel ut blodug uppa olboga og langar ad sja moggu kuast,folna og svo lida yfir hana haha

miss ju guy's

p.s. myndi maeta i boltan ef eg vaeri bara ekki i astraliu;) hehe

Lafan sagði...

sælar...

Dúna, eins og Aníta sagði þá getum við fengið þetta í Hagkaup Skeifunni!! Eigum við að panta og láta verða af þessu?? Magga þú sagðist vera geim, Aníta þú ert reynsluboltinn og ættir að sjálfsögðu að mæta og Bobby getum við ekki haft þig í myndsímtali á meðan við erum að þessu ??? Hehe hvenær kemst mannskapurinn, er ekki best að gera þetta um helgi eða?

Og Bobbs þú mætir í boltann þegar á klakann er komið :)

Nafnlaus sagði...

Hvað segiði um þar næstu helgi???
Er ekki Magga fyrir norðan núna um helgina... Sleppa djammi og gera sér staðin góða bæjarferð og taka slátur í leiðinni..

Lafan sagði...

Júhú! Eigum við ekki bara að negla næsta laugardag til verksins, panta stöffið, manna pleisið og slátr´essu???

Nafnlaus sagði...

Glæsó!!!
Þú græjar þetta :)

Nafnlaus sagði...

Jahérna hér... Það var nú alveg kominn tími á blogg, en kommon slátursblogg. Ég held að ég neiðist til að joina. Allar flottustu og bestu vinkonurnar að hittast og taka slátur. Count me in. Það er að segja þar næstu helgi, ekki núna, er að fara norður á morgun og fram á sunnudag. :D

Kv, Bjögga...

Nafnlaus sagði...

hahaha thetta er of fyndid elsku bonda konunar minar takid fullt af myndum svo eg geti synt astrolonum hvernig alvoru islendingar elda mat!

Nafnlaus sagði...

hahaha thetta er of fyndid elsku bonda konunar minar takid fullt af myndum svo eg geti synt astrolonum hvernig alvoru islendingar elda mat!

Nafnlaus sagði...

oojjjj pant EKKI vera með!!!! en ég er samt allveg til í a hitta ykkur eftir á :)