föstudagur, maí 23, 2008

Hið fullkomna líf.

Hver fékk ekki gæsahúð/kjánahroll þegar Ísland komst áfram, öllum að óvörum eftir hrakfarir síðustu ára???

Allavegana ég. Og Magga syss. Við hoppuðum upp úr sófanum og fögnuðum líkt og við værum staddar í íþróttahúsinu á Dalvík. Þegar við sáum að Danmörk komst líka áfram var aftur hoppað og skoppað. Sjarmörinn áfram og komst hún Dúna mín svona skemmtilega að orði að nýtt "bjórlag" hafi fæðst. All night long...

En það er ekki bara gleði í Júróvisjon, því hún Gebba mín er að útskrifast í dag, fyrst af þeim Jónasarbörnum til að afreka það. Til hamingju elsku besta Gebba mín. Ingó and das Veðurguðir eru þér hliðhollir í dag og flúgja suður í sæluna á morgun þegar Eurobandið freistar gæfunnar. Ætli ég skutlist ekki þangað líka ef mér er boðið???

blééé

all night long

þriðjudagur, maí 20, 2008

sá einhver evróvisjon áðan?

bosnía hersegóvinía er klárega með eitt albesta lagið í ár.
en spánn kemur til með að vinna með el miguiyakson.
grikkland teflir fram uppskrift a la beyoncé með bootyshakin að vopni sem ég held að fari ekki langt.
armenía fær stig frá mér fyrir flotta dansara en endar í 3ja sæti.
norska lagið kemur til með að hljóma í útvarpi landans eftir keppni en mun ekki vera mjög ofarlega.

eftirminnilegasta atriði kvöldsins voru án efa rússarnir en þeir telfdu fram vinsælum poppara, fiðluleikara á svelli og skautakóngi!
spái engu nema frægð og frama fyrir svona takta!

annars bíð ég spennt eftir fimmtudeginum....
farin að sofa í man utd náttfötunum og strauja búninginn.

don´t work on a sunday....

sunnudagur, maí 18, 2008

nýjasti meðlimur löfunnar.is

nýtt ár hófst með nýjungum hjá löfunni. hún fjárfesti í sínum fyrsta bíl, sem ber heitið ZAD12 þar til annað nafn ber sigur úr bítum í nafnakeppninni miklu (sem er í gangi btw)

svo náði lafan sér í nýja alvöru vinnu, sem er algjörlega út úr karakter fyrir mig en einhverntímann verður maður að fullorðnast...

en nýjasti meðlimurinn í löfu-fjölskyldunni er hún LÆÐA en hún er 21s gíra stelpuhjól, grátt og bleikt með körfu að framan! (myndin á alls óskylt við textann)


en sumt breytist aldrei og er ég hrædd um að myndirnar sem teknar voru á ferðalaginu í ekvadorinni séu týndar a la ólöf en leit stendur nú yfir.

með von um gott veður á morgun.
lafan og hinir meðlimirnir.

laugardagur, maí 10, 2008






múahahahaha.
nei ég er ekki hætt að blogga, er að vinna í ferðasögunni. ingó og veðurguðasögunni. vinnusögunni. spænskuhittingssögunni og nýjustu fréttum. vinsamlegast sýnið biðlund :)