mánudagur, júní 28, 2004

Bloggrot...

Ég ligg í bloggroti
líkt ég hafi orðið fyrir skoti,

höfuð og fingur farnir í verkfall
og lyklaborðið í gólfið skall.

Nú er ég farin vinnu minn að sinna
og það er vonandi að þessu verkfalli fari að linna.

fimmtudagur, júní 24, 2004

Baldur á Bessastaði?

Ég hef verið að velta fyrir mér undanfarna daga, svona rétt eins og aðrir Íslendingar, hvað ég ætli nú að kjósa laugardaginn 26. júní. Árið 1997 sá ég ekki sólina fyrir Ólafi, bauð honum meira að segja í Biblíumaraþon Grindavíkurkirkju okkar 8.bekkinga það árið og hann mætti með bros á vör, enda sá maður græðgisglampann í agunum á honum "allavegana 40 atkvæði að fá hér eftir 4 ár". Í dag eru tímarnir breyttir og finnst mér sem forsetaembættið hafi glatað þeirri virðingu sem, að mér finnst, það hafi haft þegar Vigdís stóð fyrir aftan mig á lýðveldisafmælinu 1994. Pólitísk afskipti er ekki eitthvað sem forseti Íslands ætti að vera þekktur fyrir. Hann á heldur ekki að tilheyra einhverjum flokki eða vera á móti þessu og hinu. Forsetinn á að hlúa að mannúðarmálum og vera sáttur og ósatttur við hitt og þetta, en hann verður að treysta þeim 63 þingmönnum sem við, fólkið í landinu kusum sjálf og passa sig að taka ekki afstöðu, því að forsetinn er jú sameiningartákn okkar Íslendinga, en ekki brjálaður pólítíkus sem vill heimsyfirráð.

Því spyr ég mig, vil ég Ólaf Ragnar áfram sem forseta? Nei. Hvern þá? Annað hvort Ástþór eða Baldur. Ástþór er nú bara gangandi geðsveiflusprengja sem gæti ómögulega staðið sig í því virta embætti að vera forseti. Baldur? Veit ekki, virkar á mig sem mjög góður maður sem leggur áherslu á fíkniefnamál og málefni unga fólksins en er bara ekki nógu þekktur til þess að ná öllum þeim atkvæðum sem hann ætti í raunnni skilið. Þá er annað hvort að skila auðu eða slá þessu bara upp í kæruleysi og kjósa Baldur og treysta á Guð og gæfuna.

Ég held ég taki seinni kostinn, sérstaklega eftir að hafa séð Baldur í 70 mínútum þeirra popptíví bræðra fara gjörsamlega á kostum, tók áskorun (heil matskeið af smjöri eins og ekkert væri betra, enda er maðurinn vel í holdum...) hann drakk ógeðisdrykk og svaraði öllum illkvittnis spurningum Audda um að vera of feitur með stakri prýði og ég er ekki frá því að hann hafi stungið upp í sjónvarpsmennina nokkrum sinnum... Sem sagt stóð sig mjög vel og ég er ánægð með að sjá kannski-mögulega-vonandi-tilvonandi-forseta okkar sparka svona í rassa:)

Svo væru líka gaman, ef hann næði kjöri að landinn færi í átak með honum svo hann komist nú ósveittur á milli staða í framtíðinni, hvað segiði með það?

X við Baldur á Bessastaði.

þriðjudagur, júní 22, 2004

Jiiiiiiiiiii......

Ég fór uppí sveit, að elta gamla geit... Fór í heimsókn til Bárunnar í góðu yfirlæti í gær í bústaðnum þarna rétt hjá Laugarvatni. Byrjðum á því að villast (tja villast og ekki villast) og það tók okkur næstum þrjá tíma að ná áttum, en ekki varð okkur meint af og hlógum framan í hætturnar hahahahahaha...

to be continued...

(er að fara í kaffi)


föstudagur, júní 18, 2004

Þjóðhátíðarnefnd

Tók 17 júní bara með ró í gær, kíkti bara upp í Festi í 5 mínútur, svo sem ekkert nýtt að sjá, væri ekki þjóðráð að fara að stokka upp í þessum hátíðarhöldum hérna í Grindavík?? Maður hreinlega spyr sig, það hlýtur að vera hægt að brydda upp á einhverju nýju á hverju ári, kommon. Ég man hérna í gömlu góðu daga þegar það mættu allir upp á skólaplan fram eftir degi og kvöldi til þess að skemmta sér og sjá aðra. Ef ég væri nú búsett á landinu á hverju ári, þá myndi ég taka það að mér að sjá um skemmtanir Grindavíkurbúa, en það er ekki á allt kosið og ég skora hér með á einhvern til þess að koma þessu fyrir nefnina og skipuleggja e-ð skemmtilegt fyrir næsta ár. Bára Hlín, ég held að þú værir tilvalin :)

En áður en ég sleppi mér í pólítíkinni þá ætla ég að fara að kalla þetta gott. Fór á Hverfis og Prikið á laugardaginn og ég segi það og skrifa að ég stíg aldrei fæti þarna inn aftur, uppa lið og óhæfir dyraverðir eru meðal annars ástæðurnar, svo var ekkert klipið eða blikkað mann, er ég búin að missa tötsið??

Og hananú.

Magga er að klára prófin í dag, til hamingju með að vera orðin snyrtifræðingur, demmit þarf ég að fara að borga fyrir lit og plokk núna??? Jæja, farin að þykjast vera að vinna og ætla svo á Þingvelli um helgina í grill til gömlu, shhhhhavúppssssa.

Bæó. Í bili þó.

miðvikudagur, júní 16, 2004

Karerkarerkarerkarer húan mín?

Ný klipping.

Grindavík-kr.

17.júní í sextugasta sinn.

Solleðis er dagskráin hjá mér, þetta með Saltfisksetrið var bara hugdetta (ein af mörgum) sem ekki varð mikið úr en er samt enn í geymslu á sparibókinni inni í Hugmyndabankanum.

Díí við verðum að vinna þessa röndóttu hænur svo að það verði gaman í kvöld. Á morgun er svo þetta blessaða afmæli lýðveldisins og í tilefni dagsins ætla ég að fara á stúfana og leita að gestabókinni frá því á Þingvöllum '94 því að ég kvittaði nebbla í hana á eftir Frú Vigdísi Finnbogadóttur og mig langar eitthvað svo að rifja upp þessa stund þegar að ég sneri mér við, 11 ára gömul, og bauð henni innilega pennann minn en hún afþakkaði pent og sagði "nei takk, þetta er allt í lagi, ég er með minn eigin penna" vá hvað ég varð vandræðaleg þegar ég sá 18 karata gullpennann hennar og lét mig hverfa inn í þvöguna...

En jæja, nóg komið af nautaskít, farin að gera mig klára í stríðið á pöllunum.

Gleðilega Hátíð, og endilega kíkið á 17 júní skemmtun fyrir utan Festi, það er búið að koppía og peista dagskrána frá því í fyrra svo að þið vitið nú hvað verði í gangi...

smell yas leiter playazzzzz

sunnudagur, júní 13, 2004

Weekend update

Þá er enn ein helgin flogin eins og fuglinn inn í fortíðina og framundan fótboltaleikur og 60 ára afmæli lýðveldisins. Það var nú svo sem ekkert merkilegt gert um helgina, nema ég kíkti aðeins á Ara í Ögri með Grindvíkingum, jafnast ekkert á við Grindavíkurhjörtu í borginni. Æ lof itt. Þar var enginn annar en Hallur ævintýramaður með meiru að spila og var hann þess heiðurs aðnjótandi að taka lagið með Koppnum sem spilaði eins og svo oft áður á skeiðar með mikilli snilld. Svo inn á milli laga var spilað og sungið "Við viljum bikarinn heim Grindavík, við viljum bikarinn heim Grindavík, við viljum biiiiiiikarinn heim, við viljum bikarinn heim Grindavík, Ólei!" Maður sá tárin í augunum á þyrstum Halli og hvert svipbrigði í andliti hans gaf til kynna að hann saknar Grindavíkur og hver veit nema að bikardraumur hans með Grindavík verði að veruleika einn daginn. Upphaflega ætluðum við bara að kíkja aðeins á Ara og fara svo eitthvað og hrista þessa dillurassa en Hallur og félagi voru bara svo magnaðir, farnir að öskra áfram Grindavík og svona að það var bara ekki hægt að fara. Maður fékk svona netta þjóðhátíðarstemningu í magann og var stoltur af því að vera Grindvíkingur. Já, bæ ðe vei, það er 17 júní á fimmtudaginn og lítill fugl hvíslaði því að mér að það sé verið að planeleggja eitthvað dæmi fyrir aftan Saltfisksetrið á miðvikudaginn, er eitthvað til í þessu? Það væri nottla bara gaman ef þetta yrði að veruleika... oh það er svo gaman að svona delluköllum sem dettur svona lagað í hug:) Allavega, iff its trú, þá er ég geim. Já, en á leiðinni heim þá deildum við leigara með Rakel og Jóa (Danmerkurgenginu) og það var gaman að rifja upp gamlar og góðar stundir í Vísi í denn og ef þið lesið þetta skötuhjú þá óska ég ykkur bara góðrar ferðar aftur út... Jú mæ boí blú!

En núna er mér ekki til setunnar boðið, farin að skrúbba gólf og þrífa klósett. Spinning í fyrramálið, vinna um daginn og fótbolti um kvöldið. Vho ses æm not próduktíf.

Hasta manana sugabeibs.

fimmtudagur, júní 10, 2004

SKRIFSTOFU óVEÐRIÐ!!!!!

Það er rosalegt með þetta óveður skrifstofufólksins sem hefur geysað hérna í Víkinni sem kennd er við Grindur síðustu daga... Þetta er bara búið að vera kvöl og pína, þó að ég kvarti ekki yfir því að sitja og hanga á netinu alla daga, þá er bara erfitt að horfa á ameríku brúnkuna mína hverfa eins og dögg fyrir sólu (BTW ég hef aldrei fattað hvað þau meina með dögg fyrir sólu, ok kallið mig bara Möggu eða Gebbu) Henyways, sólin kallar, ég er komin með nógu mörg F í kladdann að ég verð endilega að fara að drífa mig í sund.

Framundan: Fara í spinning kl 6, ná í Mollie (kanavinkonan hennar Erlu), vinna (hanga á netinu), fara á æfingu og svo kannski gera eitthvað skemmtilegt um helgina.

Sounds like a plan to me.

Later alligator.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Insane in the midbrain... whot u sayin u got no brain

Ekki mikið að gerst hjá Löfunni, bara að vinna á fullu í Vísi að neita blönkum sjómönnum um pening og svona, you know how it is... Ég er bara alveg ágæt í þessu djobbi þó að ég sé ekki alltaf alveg með hjartað í mér til að segja nei við svona fallegar sjarmerandi raddir, þá hendi ég þeim bara í Anítu og skelli upp úr:)

Svo er ég líka á fullu að reyna að koma mér í form og er í hálfgerðum sjálfsblekkingarleik með það... æi ég ætla að sofa aðeins lengur... æi nei ji ég er svo þreytt (tímamismunurinn sko), dsssjö ég er alveg að dsssepast í löppinni osfv!!

Jæja, núna verð ég að fara að vinna eitthvað, en ég ætla að enda þetta á spakmæli sem ég rakst á í Grunnskólablaðinu eftir Magnús nokkurn Bjarna. Here you go:

Sagt er að maður lifi í sjálfsblekkingu. Ekki geri ég það, enda er ég fallegur.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Ekki á morgun, heldur hinn

Fór að sjá The Day After Tomorrow í gær og var bara nokkuð sátt, soldið Hollywoodlegt en ég hef alltaf verið sucker fyrir svona myndum þannig að ég mæli eindregið með henni. Á leiðinni heim lenti ég líka í smá ævintýri, bílinn hennar mömmu var í einhverri fýlu út í mig fyrir að fá ekkert bensín að drekka að hann gafst bara upp í miðjum Kópavoginum, þannig að ég þurfti að hringja í góðan félaga og biðja hann um smá "ayuda"... Takk takk.

En núna er ég farin heim að leggja mig fyrir æfingu...

Bæó, í bili þó.

miðvikudagur, júní 02, 2004

What you bitchez want from a nigga

North Carolina BABY!!

Halló, halló, halló. Þá er maður lentur á klakanum og bara mættur í vinnuna, eða starfsþjálfunina réttara sagt. Aníta og Mæja hafa aldeilis kennt mér eitt og annað, svo sem að fylla vatnskönnur, rífa upp póstinn og setja launaseðla í umslög. Já, best að nota tækifærið og biðja Emmu á Djúpavogi afsökunar á krumpaða launaseðlinum, smá ruglingur í mér...

En snúum okkur að alvörunni. Eins og þið vitið þá fórum við Erla til Norður Karólínu í nokkra daga áður en við fórum heim. Við fengum ódýrt flug á netinu og bjuggum hjá vini okkar, Andrew Wissler og fjölskyldu hans, en pabbi hans er í hernum og er hershöfðingi þar á bæ. Okkur var svolítið brugðið þegar við mættum, verðir í hliðinu með byssur og öllu tilheyrandi. Annars slagið mátti svo heyra í herþyrlum (hljóðið í HERþyrlum er nottla allt öðruvísi en hljóðið í venjulegum þyrlum, man vots wrong with me) og byssuskotum því herinn var að þjálfa fyrir Íraksför!!! Á leiðinni á ströndina urðum við svo vitni að einhverri herdeild vera að æfa fangatöku... Okkur dauðlangaði að taka myndir en höfðum engan kubb, nei djók, við hreinlega þorðum því ekki af ótta við að vera sendar úr landi með skít og skömm. Umhverfið þarna á The Marine Base var eins og í regnskógi, há og löng tré og hitinn um 30 stig. Hvert tré var svo merkt blátt eða rautt og okkur var sagt að það væri vegna þess að herinn æfði inni í skóginum. Demmit, engin ævintýraför í skóginn.. Okkur var líka sagt að eiginlega allur búnaðurinn væri í Írak en við fengum smjörþefinn af því hvert sem við fórum, risastórir hummerar, vopnageymslur, gaddavírar, just name it. Svo seinasta daginn þá lágum við kylliflatar á ströndinni þegar við sjáum flugvél með hummer hangandi í henni! Ég huxaði með mér, jæja Ólöf, nú er nóg komið af sólinni, þú ert farin að sjá flugvélar með bíla hangandi úr þeim, en neibb, það var bara verið að prófa hvað flugvélin þoldi. Svo var víst viku áður en við komum svona "drop-off" æfing hjá nýliðunum og var þeim hent út úr flugvélinni í sjóinn og svo áttu þeir að koma sér í land. Í næstu viku eru svo þýski og enski sjóherinn að fara að æfa við ströndina sem við vorum á!! Ég hef ekki lent í öðru eins, að vera svona nálægt mest virta her Bandaríkjanna og sjá öll þessi ósköp... præsless. Það er líka fáránlegt að ímynda sér að þessir gaurar eru sennilega á leið til Íraks núna...

En jæja, farin að breyta nafni, heimilisfangi og sérkennum ef ske kynni að Bush kunni íslensku, sem er, lets face it, mjög ólíklegt.

Aníta er líka farin að gefa mér illt auga, farin að vinna.

video killed teh radio star... video killed the radio star...