miðvikudagur, júní 02, 2004

What you bitchez want from a nigga

North Carolina BABY!!

Halló, halló, halló. Þá er maður lentur á klakanum og bara mættur í vinnuna, eða starfsþjálfunina réttara sagt. Aníta og Mæja hafa aldeilis kennt mér eitt og annað, svo sem að fylla vatnskönnur, rífa upp póstinn og setja launaseðla í umslög. Já, best að nota tækifærið og biðja Emmu á Djúpavogi afsökunar á krumpaða launaseðlinum, smá ruglingur í mér...

En snúum okkur að alvörunni. Eins og þið vitið þá fórum við Erla til Norður Karólínu í nokkra daga áður en við fórum heim. Við fengum ódýrt flug á netinu og bjuggum hjá vini okkar, Andrew Wissler og fjölskyldu hans, en pabbi hans er í hernum og er hershöfðingi þar á bæ. Okkur var svolítið brugðið þegar við mættum, verðir í hliðinu með byssur og öllu tilheyrandi. Annars slagið mátti svo heyra í herþyrlum (hljóðið í HERþyrlum er nottla allt öðruvísi en hljóðið í venjulegum þyrlum, man vots wrong with me) og byssuskotum því herinn var að þjálfa fyrir Íraksför!!! Á leiðinni á ströndina urðum við svo vitni að einhverri herdeild vera að æfa fangatöku... Okkur dauðlangaði að taka myndir en höfðum engan kubb, nei djók, við hreinlega þorðum því ekki af ótta við að vera sendar úr landi með skít og skömm. Umhverfið þarna á The Marine Base var eins og í regnskógi, há og löng tré og hitinn um 30 stig. Hvert tré var svo merkt blátt eða rautt og okkur var sagt að það væri vegna þess að herinn æfði inni í skóginum. Demmit, engin ævintýraför í skóginn.. Okkur var líka sagt að eiginlega allur búnaðurinn væri í Írak en við fengum smjörþefinn af því hvert sem við fórum, risastórir hummerar, vopnageymslur, gaddavírar, just name it. Svo seinasta daginn þá lágum við kylliflatar á ströndinni þegar við sjáum flugvél með hummer hangandi í henni! Ég huxaði með mér, jæja Ólöf, nú er nóg komið af sólinni, þú ert farin að sjá flugvélar með bíla hangandi úr þeim, en neibb, það var bara verið að prófa hvað flugvélin þoldi. Svo var víst viku áður en við komum svona "drop-off" æfing hjá nýliðunum og var þeim hent út úr flugvélinni í sjóinn og svo áttu þeir að koma sér í land. Í næstu viku eru svo þýski og enski sjóherinn að fara að æfa við ströndina sem við vorum á!! Ég hef ekki lent í öðru eins, að vera svona nálægt mest virta her Bandaríkjanna og sjá öll þessi ósköp... præsless. Það er líka fáránlegt að ímynda sér að þessir gaurar eru sennilega á leið til Íraks núna...

En jæja, farin að breyta nafni, heimilisfangi og sérkennum ef ske kynni að Bush kunni íslensku, sem er, lets face it, mjög ólíklegt.

Aníta er líka farin að gefa mér illt auga, farin að vinna.

video killed teh radio star... video killed the radio star...

Engin ummæli: