sunnudagur, júní 13, 2004

Weekend update

Þá er enn ein helgin flogin eins og fuglinn inn í fortíðina og framundan fótboltaleikur og 60 ára afmæli lýðveldisins. Það var nú svo sem ekkert merkilegt gert um helgina, nema ég kíkti aðeins á Ara í Ögri með Grindvíkingum, jafnast ekkert á við Grindavíkurhjörtu í borginni. Æ lof itt. Þar var enginn annar en Hallur ævintýramaður með meiru að spila og var hann þess heiðurs aðnjótandi að taka lagið með Koppnum sem spilaði eins og svo oft áður á skeiðar með mikilli snilld. Svo inn á milli laga var spilað og sungið "Við viljum bikarinn heim Grindavík, við viljum bikarinn heim Grindavík, við viljum biiiiiiikarinn heim, við viljum bikarinn heim Grindavík, Ólei!" Maður sá tárin í augunum á þyrstum Halli og hvert svipbrigði í andliti hans gaf til kynna að hann saknar Grindavíkur og hver veit nema að bikardraumur hans með Grindavík verði að veruleika einn daginn. Upphaflega ætluðum við bara að kíkja aðeins á Ara og fara svo eitthvað og hrista þessa dillurassa en Hallur og félagi voru bara svo magnaðir, farnir að öskra áfram Grindavík og svona að það var bara ekki hægt að fara. Maður fékk svona netta þjóðhátíðarstemningu í magann og var stoltur af því að vera Grindvíkingur. Já, bæ ðe vei, það er 17 júní á fimmtudaginn og lítill fugl hvíslaði því að mér að það sé verið að planeleggja eitthvað dæmi fyrir aftan Saltfisksetrið á miðvikudaginn, er eitthvað til í þessu? Það væri nottla bara gaman ef þetta yrði að veruleika... oh það er svo gaman að svona delluköllum sem dettur svona lagað í hug:) Allavega, iff its trú, þá er ég geim. Já, en á leiðinni heim þá deildum við leigara með Rakel og Jóa (Danmerkurgenginu) og það var gaman að rifja upp gamlar og góðar stundir í Vísi í denn og ef þið lesið þetta skötuhjú þá óska ég ykkur bara góðrar ferðar aftur út... Jú mæ boí blú!

En núna er mér ekki til setunnar boðið, farin að skrúbba gólf og þrífa klósett. Spinning í fyrramálið, vinna um daginn og fótbolti um kvöldið. Vho ses æm not próduktíf.

Hasta manana sugabeibs.

Engin ummæli: