föstudagur, júní 18, 2004

Þjóðhátíðarnefnd

Tók 17 júní bara með ró í gær, kíkti bara upp í Festi í 5 mínútur, svo sem ekkert nýtt að sjá, væri ekki þjóðráð að fara að stokka upp í þessum hátíðarhöldum hérna í Grindavík?? Maður hreinlega spyr sig, það hlýtur að vera hægt að brydda upp á einhverju nýju á hverju ári, kommon. Ég man hérna í gömlu góðu daga þegar það mættu allir upp á skólaplan fram eftir degi og kvöldi til þess að skemmta sér og sjá aðra. Ef ég væri nú búsett á landinu á hverju ári, þá myndi ég taka það að mér að sjá um skemmtanir Grindavíkurbúa, en það er ekki á allt kosið og ég skora hér með á einhvern til þess að koma þessu fyrir nefnina og skipuleggja e-ð skemmtilegt fyrir næsta ár. Bára Hlín, ég held að þú værir tilvalin :)

En áður en ég sleppi mér í pólítíkinni þá ætla ég að fara að kalla þetta gott. Fór á Hverfis og Prikið á laugardaginn og ég segi það og skrifa að ég stíg aldrei fæti þarna inn aftur, uppa lið og óhæfir dyraverðir eru meðal annars ástæðurnar, svo var ekkert klipið eða blikkað mann, er ég búin að missa tötsið??

Og hananú.

Magga er að klára prófin í dag, til hamingju með að vera orðin snyrtifræðingur, demmit þarf ég að fara að borga fyrir lit og plokk núna??? Jæja, farin að þykjast vera að vinna og ætla svo á Þingvelli um helgina í grill til gömlu, shhhhhavúppssssa.

Bæó. Í bili þó.

Engin ummæli: