fimmtudagur, júní 24, 2004

Baldur á Bessastaði?

Ég hef verið að velta fyrir mér undanfarna daga, svona rétt eins og aðrir Íslendingar, hvað ég ætli nú að kjósa laugardaginn 26. júní. Árið 1997 sá ég ekki sólina fyrir Ólafi, bauð honum meira að segja í Biblíumaraþon Grindavíkurkirkju okkar 8.bekkinga það árið og hann mætti með bros á vör, enda sá maður græðgisglampann í agunum á honum "allavegana 40 atkvæði að fá hér eftir 4 ár". Í dag eru tímarnir breyttir og finnst mér sem forsetaembættið hafi glatað þeirri virðingu sem, að mér finnst, það hafi haft þegar Vigdís stóð fyrir aftan mig á lýðveldisafmælinu 1994. Pólitísk afskipti er ekki eitthvað sem forseti Íslands ætti að vera þekktur fyrir. Hann á heldur ekki að tilheyra einhverjum flokki eða vera á móti þessu og hinu. Forsetinn á að hlúa að mannúðarmálum og vera sáttur og ósatttur við hitt og þetta, en hann verður að treysta þeim 63 þingmönnum sem við, fólkið í landinu kusum sjálf og passa sig að taka ekki afstöðu, því að forsetinn er jú sameiningartákn okkar Íslendinga, en ekki brjálaður pólítíkus sem vill heimsyfirráð.

Því spyr ég mig, vil ég Ólaf Ragnar áfram sem forseta? Nei. Hvern þá? Annað hvort Ástþór eða Baldur. Ástþór er nú bara gangandi geðsveiflusprengja sem gæti ómögulega staðið sig í því virta embætti að vera forseti. Baldur? Veit ekki, virkar á mig sem mjög góður maður sem leggur áherslu á fíkniefnamál og málefni unga fólksins en er bara ekki nógu þekktur til þess að ná öllum þeim atkvæðum sem hann ætti í raunnni skilið. Þá er annað hvort að skila auðu eða slá þessu bara upp í kæruleysi og kjósa Baldur og treysta á Guð og gæfuna.

Ég held ég taki seinni kostinn, sérstaklega eftir að hafa séð Baldur í 70 mínútum þeirra popptíví bræðra fara gjörsamlega á kostum, tók áskorun (heil matskeið af smjöri eins og ekkert væri betra, enda er maðurinn vel í holdum...) hann drakk ógeðisdrykk og svaraði öllum illkvittnis spurningum Audda um að vera of feitur með stakri prýði og ég er ekki frá því að hann hafi stungið upp í sjónvarpsmennina nokkrum sinnum... Sem sagt stóð sig mjög vel og ég er ánægð með að sjá kannski-mögulega-vonandi-tilvonandi-forseta okkar sparka svona í rassa:)

Svo væru líka gaman, ef hann næði kjöri að landinn færi í átak með honum svo hann komist nú ósveittur á milli staða í framtíðinni, hvað segiði með það?

X við Baldur á Bessastaði.

Engin ummæli: