fimmtudagur, ágúst 30, 2007

shjéééétt!

aumingja gellan að klikka svona... ekki klikkuðum við fegurðardrottningarnar svona þegar við vorum spurðar hvort leyfa mætti hægri beygjur á ljósum á Íslandi hehe


erla mín er farin til nýfundnalands þar sem hún á eftir að meika það í sjávarútvegsbransanum... takk fyrir sumarið skvís :)

kv. Lafan sem er búin með hjúkkukvótann í bili...

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Valgerður til hammó með ammó í gær... loksins orðin tveir tugir! Átt samt ennþá eitthvað í tottogofemm árin mín, en believe you me þau verða komin áður en þú veist af!

Ágústa góða ferð elsku besta skinnið mitt og láttu þér nú líða vel þarna í Svíalandinu, passaðu þig bara á gaurum í lestum sem vilja stela símanum þínum... svo máttu hringja í Magga hvenær sem er ef þig vantar skemmtilegan félaga

tilkynningarskyldu lokið.

föstudagur, ágúst 24, 2007

Löfus Maximus er glöð í dag...

nei ekki komin með kærasta og nei ekki farin í lýtaaðgerðinar sem ég þarf að fara í, hvað kætir mig þá?

jú í dag er föstudagur, maggi svíakonungur er staddur á landinu, það eru 11 dagar í brottför, ég fór á brettið uppí helgarsport og datt ekki, er komin með nýtt uppáhaldslag -Að eilífu ég lofa með Fræ, Magga systir segist ætla að heimsækja okkur í Ekvador, Erla syss er nú loksins komin með fasta vinnu í Kanada þar sem var skrifað undir stórsamninginn í dag, Óskar bró er í viðtali í Stórblaðinu GULIR, afi gamli bauð okkur í grill í kvöld og svo er mér mikið mál að hlægja!

gerist ekki betra...

eigið góða helgi samferðamenn og aðrir vitleysingar

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Núna ætla ég að koma með innslag inn í líf mitt síðustu 14 tímana eða svo.

Síðan ég nefbraut mig hef ég ákveðið að lukkudísirnar séu fúlar út í mig og ef ég aðhefðist eitthvað í nálægð eða líkingu við íþróttina fótbolta þá myndi eitthvað yfirnáttúrulegt gerast fyrir mig. Í gærkvöldi tók ég því upp á því að hjóla mér til líkamsræktar og sjá hvort sú hreyfing kæmi nokkur af stað neinum meiðslum. Ég ákveð að fara Neshringinn, svona eins og ég hef oft gert. Eftir um 5 mínútna hjólamennsku sem væri til skammar í spinning kem ég að þremur hestamönnum, ég hægi ferðina, fer út í kant og mæti þeim í rólegheitunum. Eitthvað hefur einn hestanna styggst við ásjónu mína, því eins og þruma úr heiðskýru lofti tekur hann á flug, kastar knapanum af baki og hverfur út í fjöru!!! Aumingja drengurinn liggur illur eftir og til þess að gera langa sögu stutta þá var kallað á sjúkrabíl og Lafan þurfti að sitja eftir til þess að gefa lögreglumanni skýrslu með skömmustusvip...

hef því ákveðið að gefa alla líkamsrækt upp á bátinn, setja á mig hjálm og viðvaranir svo fólk í kringum mig slasist ekki heldur!

nú svo er alltaf fjör í vinnunni. talað um að taka slátur og sauma í. í dag beindist athyglin hins vegar að sjálfri mér. ég sit í kaffi með 4 eldri konum sem eru að tala um frægð og frama gömlu daganna og spyrja hvað ég sé gömul. 24ja að slefa í 25 svara ég. svo er ég spurð hvort ég eigi börn og mann. nei og nei svara ég. það var líkt og ég hefði varpað sprengju, konurnar tóku andköf og sögðu hver á fætur annarri á innsoginu, tottogofemm og ekki komin með kærasta!!! það lá við að á áfallahjálp þyrfti að halda og áhyggjusvipurinn leyndi sér ekki. svo kom vorkunnarsvipurinn sem fór ekki af þeim og verður sennilega enn til staðar þegar ég mæti í fyrramálið.

já, útlitið ekki gott, hætt í ræktinni og ef marka má gömlu konurnar útrunnin og útbrunnin tottogfemmáragella!

tapa samt ekki gleðinni fyrir því!!!!!!!!!!!

mánudagur, ágúst 20, 2007

mikið gaman... mikið fjör!

takk fyrir frábæra afmælisveislu samhaldarar og gestir. ég held ég verði bara að kjósa ykkur gesti ársins þið eruð svooooooo skemmtileg. verð líka að hrósa teddý og eggerti fyrir frumlega gjöf, salsa skál sem syngur! svo er planið að nota rafting ferðina með fimmsomm ef hægt verður...

svo vil ég skamma bobby fyrir að fara snemma heim en skil hana svo sem alveg, hún var nottla að fara heim og henda í heita rétti og kökukræsingar fyrir okkur :) takk fyrir mig esskan, svooo sæt og fín 25 ára gella sem er að fara að freista gæfunnar með mér í ekvadorinni...

en að öðru... ekki er öll vitleysan eins, sama hvað það nú þýðir. erla nokkur ósk og er kennd við systir mína er sko búin að skrá okkur báðar á dans-námskeið hjá so you think you can dance gaurnum! hann bjó til dansana handa britney spears þegar hún var upp á sitt besta og ég hugsaði með mér, jæja kannski er aldrei of seint að slá í gegn!! námskeiðið er um næstu helgi og aldrei að vita að maður noti múvin á heitustu stöðum bæjarnis!!

dönsum framan í lífið....
la la bamba...

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

núna svona þegar senn líður að BÍ leiknum hjá GRV steplum og þá flaug ég aftur í tímann eins og svo oft áður og minntist leiksins sem við unnum 23-0 sem var met í þá daga...

þessir töpuðu 32-0 Í LANDSLEIK!

spurning um að skipta um þjóðaríþrótt!

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

að horfa á björtu hliðarnar
að sjá það besta út úr öllu
að gera allt sem manni er sagt
að taka vel í allt
alltaf að hugsa um það sem er gott
jákvæðni er maður sem trúir að það verður allt í lagi
að brosa og taka þátt

ég skal sko segja ykkur það, jákvæðni og þessar blessuðu "jónir" bera sko virkilegan ávöxt, haldiði að það sé ekki búið að finna pleis handa þríeykinu sem á afmæli með haustinu og verður haldið upp á öll 75 árin okkar á glaumbar á menningarnótt!

sendum út smess og förum í úthringingar strax í dag... í dag... ég von´ann komi kagganum í lag í dag...

sendum líka augnlækninum mínum góða strauma og vonum að hann dæmi mig ekki blinda þegar ég fer til hans á eftir

í dag... ég von´ann komi kagganum í lag

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

að ganga af göflunum...

að ganga á afturfótunum...

að ganga í skrokk á manni...

af hverju gengur bara ekki allt upp?? það er mun meira vit í því!

okkur langar svoooooooooo mikið til að halda upp á ammilið okkar á menningarnótt en við erum of UNGAR til að leigja salina í boði!! hvað er það!!! ??

en við gefumst ekki upp þó móti blási sterklega á móti okkur, setjum bara vindgallana uppí loft og látum okkur fjúka eins og á leiðinni heim úr skólanum í denn!

læt ykkur vita með framgang mála!

við gefumst ekki upp þó móti blási á íslandi við getum verið kongar allir hér (ábyrgist ekki réttan texta, en þið vitið hvert ég er að fara!)

ólaffa

föstudagur, ágúst 10, 2007

Eðli mitt ég ekki skil.

Hvernig má það vera að "ung" stúlka skuli sakna drykkjuskapsins og ólifðnaðarnis í hinni annars fallegu Vestmannaey? Erlendum vinum sínum hún reynir að útskýra hvurs lags ómissandi skemmtun þessi Þjóðhátíð er, en án árangurs. Ættingjum og vinum hún treður reynslusögum inn á og furðar sig hví þeir hafi ekki séð sér fært að mæta. Söknunartilfinningu hún í brjósti sér ber og tómarúmið hún fær ekki fyllt. Hvað sé hægt að gera í stöðu sem þessari...

hver er sá sem hvíslar, ertu nokkuð að passa þessa stóla?
hver á að pota í augað og öskra "IPOD!"
hvor munum við sjá fyllri í dag, palla eða eggert? teddý eða örnu?
hvaða skandalasögu mun ég heyra frá bobby í morgunsárið?
ætli ég verði burruð í fésið með bjór í kvöld?
hvar er spiderman? í steininum að bjarga bróa?
ætlar óskar ekki að grilla hammara handa mér?
eða ætlar hann að pulsa mig upp í brekkunni?
náum við tvíburamyndatökunni í kvöld?
hvort er þetta harpa eða helga???
hvenær ætli magga nái jóa heim eða öfugt?
hvað ætli það sjái margir mig pissa í brekkunni?
hvað ætli toby drekki mikið af tópas?

það er víst fátt hægt að gera en að lifa í minningunni og pulsa sig upp að nýju með ágústu og valgerði sem var sárt saknað á hátíð þjóðarinnar. svo ekki sé minnst á dúlluz, gebbz, dúnz og kannski pínu múttu sem ég held að hefði haft lúmskt gaman af :)

en það þýðir ekkert að gráta björn bónda, þó ég viti nú ekkert hver er, heldur safna ég liði og hefni, þó það sé ekkert að hefna fyrir og fæ mér bara einn svellkaldan um helgina því hún ágústa er jú að fara frá okkur í laaaaaaaaangan tíma og hvað er betra en að kveðja vini með knúsi og köldum!

ég er orðin svo steikt að ég ætla í ræktina, hádegismat og meira að segja bruna vestur að sjá brósa og mág minn etja kappi við aðra sæta stráka í níðþröngum stuttbuxum!

Gleðilega helgi

mánudagur, ágúst 06, 2007

nakk.

jiiiiii.

ógó gamó á þjóðó!

erla og bobby tóku helling af myndum og núna þarf bara að koma þeim inn því þær segja jú meira en mörg orð....

klessum hann öllsömul og munum að lífið er yndislegt!

kem með punktablogg seinna þegar ég finn röddina sem ég týndi í dalnum.

vil óska öllum gleðilegan annan í þynnku á morgun og þakka öllum í lífinu í heiminum fyrir bestu þjóðhátíðina hingað til!

á þessu ferðalagi fylgjumst við að...

lafa gleðikona

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

í fréttum er þetta helst að sjúkrasaga löfunnar heldur áfram eins og framhaldssögur rauðu seríunnar. nú er það komið til skjalanna að ég er nú nefbrotin og búin að láta kippa því í liðinn. fór í dag og gerði lítið fyrir mér og lét brjóta upp aftur og óska ég þeim sársauka ekki mínum verstu óvinum...

en auðvitað var það boltinn sem gerði mér þetta, er að jafna mig á augabeinsbroti sem ég fékk á móti FH 17.júlí og átti ekkert að spila í leiknum í gær. stóðst svo ekki mátið að koma aðeins inná síðustu fimm mínúturnar á móti FH aftur, fór uppí skitinn skallabolta og fékk hausinn á FH-ingnum í nefið. kabúmm komin með nýtt nef fyrir eyjar :) núna er knattspyrnuferlinum lokið í bili því ég má ekkert spila í 4 vikur og þegar það er liðið fer ég til míns ástkæra ekvador...

vona að eyjamenn fari betur með mig, enda sómafólk með eindæmum og er ekki alltaf besta veðrið þar???

sjáumst í brekkunni, ég verð þessi með skrýtna nefið og bros útá eyrum!
LÍFIÐ ER YNDISLEGT, ÁST OG FRIÐUR OG ELSKUM NÁUNGANN

gleðilega verslunarmannahelgi!