fimmtudagur, ágúst 02, 2007

í fréttum er þetta helst að sjúkrasaga löfunnar heldur áfram eins og framhaldssögur rauðu seríunnar. nú er það komið til skjalanna að ég er nú nefbrotin og búin að láta kippa því í liðinn. fór í dag og gerði lítið fyrir mér og lét brjóta upp aftur og óska ég þeim sársauka ekki mínum verstu óvinum...

en auðvitað var það boltinn sem gerði mér þetta, er að jafna mig á augabeinsbroti sem ég fékk á móti FH 17.júlí og átti ekkert að spila í leiknum í gær. stóðst svo ekki mátið að koma aðeins inná síðustu fimm mínúturnar á móti FH aftur, fór uppí skitinn skallabolta og fékk hausinn á FH-ingnum í nefið. kabúmm komin með nýtt nef fyrir eyjar :) núna er knattspyrnuferlinum lokið í bili því ég má ekkert spila í 4 vikur og þegar það er liðið fer ég til míns ástkæra ekvador...

vona að eyjamenn fari betur með mig, enda sómafólk með eindæmum og er ekki alltaf besta veðrið þar???

sjáumst í brekkunni, ég verð þessi með skrýtna nefið og bros útá eyrum!
LÍFIÐ ER YNDISLEGT, ÁST OG FRIÐUR OG ELSKUM NÁUNGANN

gleðilega verslunarmannahelgi!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega þóðhátíð lambið mitt!!
Þú ert efni í heila bók!!

Nafnlaus sagði...

þú ert með heppnari mannsekjum sem ég þekki. En vonandi taka nárameiðslin sig ekki upp núna eftir Eyjarnar ...skilst að þær séu versta eftir helgarnar !!! hehe

Þú ert snillingur :D