föstudagur, ágúst 10, 2007

Eðli mitt ég ekki skil.

Hvernig má það vera að "ung" stúlka skuli sakna drykkjuskapsins og ólifðnaðarnis í hinni annars fallegu Vestmannaey? Erlendum vinum sínum hún reynir að útskýra hvurs lags ómissandi skemmtun þessi Þjóðhátíð er, en án árangurs. Ættingjum og vinum hún treður reynslusögum inn á og furðar sig hví þeir hafi ekki séð sér fært að mæta. Söknunartilfinningu hún í brjósti sér ber og tómarúmið hún fær ekki fyllt. Hvað sé hægt að gera í stöðu sem þessari...

hver er sá sem hvíslar, ertu nokkuð að passa þessa stóla?
hver á að pota í augað og öskra "IPOD!"
hvor munum við sjá fyllri í dag, palla eða eggert? teddý eða örnu?
hvaða skandalasögu mun ég heyra frá bobby í morgunsárið?
ætli ég verði burruð í fésið með bjór í kvöld?
hvar er spiderman? í steininum að bjarga bróa?
ætlar óskar ekki að grilla hammara handa mér?
eða ætlar hann að pulsa mig upp í brekkunni?
náum við tvíburamyndatökunni í kvöld?
hvort er þetta harpa eða helga???
hvenær ætli magga nái jóa heim eða öfugt?
hvað ætli það sjái margir mig pissa í brekkunni?
hvað ætli toby drekki mikið af tópas?

það er víst fátt hægt að gera en að lifa í minningunni og pulsa sig upp að nýju með ágústu og valgerði sem var sárt saknað á hátíð þjóðarinnar. svo ekki sé minnst á dúlluz, gebbz, dúnz og kannski pínu múttu sem ég held að hefði haft lúmskt gaman af :)

en það þýðir ekkert að gráta björn bónda, þó ég viti nú ekkert hver er, heldur safna ég liði og hefni, þó það sé ekkert að hefna fyrir og fæ mér bara einn svellkaldan um helgina því hún ágústa er jú að fara frá okkur í laaaaaaaaangan tíma og hvað er betra en að kveðja vini með knúsi og köldum!

ég er orðin svo steikt að ég ætla í ræktina, hádegismat og meira að segja bruna vestur að sjá brósa og mág minn etja kappi við aðra sæta stráka í níðþröngum stuttbuxum!

Gleðilega helgi

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilldarpistill!! hahaha
ég heyrði fallelgan söng í bakgrunn við að lesa þetta!!
Já ég sakna sko vitleysunnar´í eyjum!

1) Hjalti
2) ási
3) tja ég hreinlega veit það ekki!
4)sjúgðann
5) já
6) að slást í löggubílnum
7)ju af sinni einskærru snilld
8)hann pulsar þig upp hvenær sem þú vilt!
9)efa það
10)helga.. nei ég meina harpa..
11)joi nær möggu heim
12)allir sjá þig en enginn mun muna
13)4 pela

ohh I miss west-man-island!!

Nafnlaus sagði...

Stelpur mínar...
Það koma eyjar eftir þessar eyjar :)
Alveg harðbannað að tapa gleðinni..
Elsk jú!!!

Nafnlaus sagði...

Úff ég átti bara fullt í fangi með það að fara ekki að gráta við að lesa þetta, allaveganna fékk ég minningasjokk :)

Nafnlaus sagði...

va geggjaður pistill shitt hvað ég sakna eyjunnar fögru:( ég held að það verður seint toppað þessa helgi...

Nafnlaus sagði...

Þú ert svo mikil snilli tilli minn;)
Já ég fékk sting í magan á að lesa þetta önnur svona þjóðhátíð að ári!
Takk fyrir pent...

Og eitt sem þú gleymdir

KLEST´ANN...

Nafnlaus sagði...

Hey.. ég veit að mín hefur örugglega verið saknað í eyjum líka ;) En já, ég hef eiginlega ákveðið að mæta á næstu þjóðhátíð og skilja eftir mig spor á síðunni þinni. Svona eins og allir hinir síðustu tvo pistla ;) hehe.. Allavega.. miss u girl. Sjáumst vonandi fljótlega.

Nafnlaus sagði...

haha ooohh hvað það var gaman að lesa þetta trui ekki að hun se buin maður þarf alltaf að biða svo andskoti lengi eftir henni og svo er hún svo fljót ð líða:P
Úff hvað manni er farið að hlakka til næsta árs!!!! Þetta var svo sjuuuklega gaman;)

Nafnlaus sagði...

hæææææææ allesammen!! það er klárlega ein með öllu (það er að segja þjóðhátíð með öllu!) á næsta ári og ég reikna með ykkur öllum á sama stað í brekkunni, klædd gulu og bláu (maður átti svo erfitt með að finna ykkur í svörtu...) og næst verðum við með riiiiiiisa stóran grindavíkurfána þar sem við öll sitjum svo ég finni ykkur eftir að hafa skroppið að pissa :)

takk takk gellz!