þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Núna ætla ég að koma með innslag inn í líf mitt síðustu 14 tímana eða svo.

Síðan ég nefbraut mig hef ég ákveðið að lukkudísirnar séu fúlar út í mig og ef ég aðhefðist eitthvað í nálægð eða líkingu við íþróttina fótbolta þá myndi eitthvað yfirnáttúrulegt gerast fyrir mig. Í gærkvöldi tók ég því upp á því að hjóla mér til líkamsræktar og sjá hvort sú hreyfing kæmi nokkur af stað neinum meiðslum. Ég ákveð að fara Neshringinn, svona eins og ég hef oft gert. Eftir um 5 mínútna hjólamennsku sem væri til skammar í spinning kem ég að þremur hestamönnum, ég hægi ferðina, fer út í kant og mæti þeim í rólegheitunum. Eitthvað hefur einn hestanna styggst við ásjónu mína, því eins og þruma úr heiðskýru lofti tekur hann á flug, kastar knapanum af baki og hverfur út í fjöru!!! Aumingja drengurinn liggur illur eftir og til þess að gera langa sögu stutta þá var kallað á sjúkrabíl og Lafan þurfti að sitja eftir til þess að gefa lögreglumanni skýrslu með skömmustusvip...

hef því ákveðið að gefa alla líkamsrækt upp á bátinn, setja á mig hjálm og viðvaranir svo fólk í kringum mig slasist ekki heldur!

nú svo er alltaf fjör í vinnunni. talað um að taka slátur og sauma í. í dag beindist athyglin hins vegar að sjálfri mér. ég sit í kaffi með 4 eldri konum sem eru að tala um frægð og frama gömlu daganna og spyrja hvað ég sé gömul. 24ja að slefa í 25 svara ég. svo er ég spurð hvort ég eigi börn og mann. nei og nei svara ég. það var líkt og ég hefði varpað sprengju, konurnar tóku andköf og sögðu hver á fætur annarri á innsoginu, tottogofemm og ekki komin með kærasta!!! það lá við að á áfallahjálp þyrfti að halda og áhyggjusvipurinn leyndi sér ekki. svo kom vorkunnarsvipurinn sem fór ekki af þeim og verður sennilega enn til staðar þegar ég mæti í fyrramálið.

já, útlitið ekki gott, hætt í ræktinni og ef marka má gömlu konurnar útrunnin og útbrunnin tottogfemmáragella!

tapa samt ekki gleðinni fyrir því!!!!!!!!!!!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mahahahaahha Ólöf þú ert alltof fyndin, er í kasti hérna ad lesa tetta.

Nafnlaus sagði...

hahaha vá hvað þetta er fyndið - styttist í að þessi óheppni þín verði alheimsfrétt, segi ekki meir

kveðja,
Kristín María

Nafnlaus sagði...

hehe frábær færsla uss þú ert svo mikið óheppin:)

Erla Ósk sagði...

Ólöf mín... tja, ég veit bara ekki hvað skal segja. Ætli þú sért bara ekki búin að taka út alla óheppnina þína fyrir lífstíð! Frábær færsla ;)

Nafnlaus sagði...

haha já stelpur mínar... ég myndi bara passa mig á því að vera vinkonur mínar... óheppni er smitandi og herjar einna helst á alla sem koma nálægt mér :)

Nafnlaus sagði...

hahaha þú ert náttla bara fyndin!
ssss(á innsoginu) tuttuguogfimm!!
bahahaha óborganlegt! :D

Nafnlaus sagði...

bara snillingur haha

Nafnlaus sagði...

Og við vorum að gefa þér ferð í rafting.... Hvað var maður eiginlega a ðhugsa... ÚBBBSSS!!!!! Þú ættir kannski að senda einhvern í staðinn fyrir þig ;) hehe.. Nei nei smá grín.. þú ferð bara varlega... Erlingur biður að heilsa hrakvallabálknum :D