föstudagur, ágúst 24, 2007

Löfus Maximus er glöð í dag...

nei ekki komin með kærasta og nei ekki farin í lýtaaðgerðinar sem ég þarf að fara í, hvað kætir mig þá?

jú í dag er föstudagur, maggi svíakonungur er staddur á landinu, það eru 11 dagar í brottför, ég fór á brettið uppí helgarsport og datt ekki, er komin með nýtt uppáhaldslag -Að eilífu ég lofa með Fræ, Magga systir segist ætla að heimsækja okkur í Ekvador, Erla syss er nú loksins komin með fasta vinnu í Kanada þar sem var skrifað undir stórsamninginn í dag, Óskar bró er í viðtali í Stórblaðinu GULIR, afi gamli bauð okkur í grill í kvöld og svo er mér mikið mál að hlægja!

gerist ekki betra...

eigið góða helgi samferðamenn og aðrir vitleysingar

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég skal sko gera allt í mínu valdi til að mæta á staðinn og sjá ykkur klaufabárðana í action þarna syðra!!
hhahaa

pant sko hlægja með þér!!
Förum og sitjum öfugt á eldhússtólunum!!

Lafan sagði...

hahaha já... sú var nú tíðin... verðum eiginlega að gera það heima hjá þér þar sem eldhúsborðið heima er bara skenkur, nema stórhallarborðið virki...

Nafnlaus sagði...

þú ert perla stelpa :)

ég held ég sé strax farin að sakna þín bara !!

Nafnlaus sagði...

Skrítið að í allri þessari upptalningu, þá minnistu ekkert á uppáhalds Gummóinn þinn:D hahahahaha

Nafnlaus sagði...

hehe... hann þarf nú ekki að nefna... ;) ávallt gleðiefni hjá mér!!

en mikið væri gaman að fara að fá að sjá kjéllinn svona hvað og hvenær !!

Nafnlaus sagði...

já petra... hvernig væri ef þú kæmir bara í heimsókn til okkar ingibjargar hehe...

tækir smá frí frá húsmæðurshlutverkinu og skelltir þessu upp í kæruleysi?