mánudagur, júlí 30, 2007

Við hjá löfunni.is...

...mælum með Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þrátt fyrir veðurspá fræðinganna sem eru klárlega einungis að spá þessu vegna þess að þeir eru á prósentum hjá innipúka reykjavíkurborgar.

...þökkum Grindvískum eðalgellum samveruna um helgina, þetta vara mjööööög gaman!

...hrósum Ernu Þorbjörgu fyrir kjark og þor í búningi sínum um liðna helgi (feitt hæ fæf handa þér!)

...furðum okkur yfir fréttum liðinnar helgar, morð, líkamsárás, berserksgangur og banaslys.

...hvetjum alla til þess að hugsa eins og hipparnir um liðna helgi, ást og friður, ást og friður!

...fögnum því að glóðurauga undirritaðrar er hérumbil farið yfir móðuna miklu og sennilega get ég farið á fullu í boltann í vikunni, gæti þurft að láta kíkja á þetta eftir ár en annars slapp ég furðuvel!

...hlökkum mikið til að sitja í brekkunni góðu eftir... 4 daga!

...kveðjum að sinni

þriðjudagur, júlí 24, 2007


STELPUGEIM MEÐ HIPPAÍVAFI... LÁTIÐ BERAST!

Þann 28.júlí hefur verið ákveðið af gellunum í Grindavík að halda smá teiti til heiðurs okkur sjálfum, enda fallegt kvenfólk með eindæmum úr Grindavíkinni sem og hæfileikaríkar. Herlegheitin verða haldin í Verkalýðshúsinu og mun kosta 500 kr inn á svæðið plús það að mæta í hippafötum sem er óborganlegt!

Bara smá hittingur til að þjappa okkur saman, ræða gömlu góðu dagana og sjá hvað við séum að bralla í dag :)

Annars leggst vikan vel í mig... vantar bara að finna einhverja góða sem getur spilað á gítar og haldið uppi fjörinu, ég gæti mætt með fiðluna góðu en það teiti myndi ekki standa yfir lengi múahahaha

Munið að taka daginn frá...

kv. Nefndin

föstudagur, júlí 20, 2007


áður en ég fer með hreinni samvisku út í helgina þá verð ég að kasta afmæliskveðju á einn hönkinn sem er bestasti kiwi í heiminum, hann varð 26 ára 13.júli og Lafan.is steingelymdi því að hann ætti afmæli!!!! luuuuuv ju!!!

svo vil ég minna á tvennt. leikur í kvöld hjá stákunum, allir að mæta í gulu með einn gulan á kantinn hehehehe. svo er búið að negla salinn fyrir stelpupartýið mikla 28.júlí. Eftir miklar vangaveltur hjá 5some var loksins ákveðið að þemað skyldi vera "hippar" enda Þjóðhátíð að ganga í garð og allir elska alla!! Frekari upplýsingar þegar nær dregur herlegheitunum....

Gleðilega helgi, allir á völlinn og takið 28.júlí fráááááá fyrir stelpupartý!

fimmtudagur, júlí 19, 2007

Nýjar buxur, ný skyrta, sama röddin!

Þá fer senn að líða að helgi og í dag er vika síðan að markmannskommbakkið mitt fór til andskotans. Eftir miklar vangaveltur hef ég ákveðið að leggja hanskana á hilluna í 3ja sinn og fer sennilega ekki í markið aftur, en aldrei að segja aldrei!

Sóknarmannsferlillinn minn er hins vegar rétt að byrja og hefur þjálfari liðsins GRV þegar haft trú á mér í 10 mínútur í einum leik. Stefni á 20 næst og svo koll af kolli...

Annars eru bara tvær helgar og kabúmm Þjóðhátíð blasir við landanum. Mikil eftirvænting og spenna ríkir í herbúðum Grindvíkinga fyrir herlegheitin og eru æfingar hafnar á fullu. Spurning um að koma að aukaæfingu um helgina?? Boðhlaup í bjórdrykkju?? Einnig hefur sú spurning vaknað hjá glöggum konum í "sveppnum" svokallaða í Grindavíkurlaug að halda sérstakt Grindavíkur-Stelpu-Partý þar sem allar stúlkur yfir 18ján ára aldri hittist og hlægja saman og kannski sungið eitthvað líka... Leigður verður salur og skemmt sér fram á rauðanótt?

látið mig vita hvað ykkur finnst þið Grindvíska kvenfólk (og fylgifiskar, þ.e.a.s innfluttar kærustur haha)

lafan kveður í bili. MSN kallar.

þriðjudagur, júlí 17, 2007



Öll að koma til... á búast við glóðurauga í um það bil mánuð en náttúrubarnið ég stefni á fullan bata fyrir Þjóðhátíð! Svo vil ég koma þökkum á framfæri til ættingjanna frá ættarmótinu um síðustu helgi sem voru meira en skilningsríkir hvað últit mitt varðar og töluðu alveg við mig (annað en niðrí bæ á föstudagskvöldið!) Hvað sjónina varðar verður það bara að koma í ljós en hingað til er ég ekkert blindari en venjulega :) læt hérna fylgja eina góða af löfunni og gústu á hestbaki og annarri um það hvernig á að taka á svona meiðslum hafið það gott og njótið veðurblíðunnar!

-myndirnar teknar af ágústusíðu :)

fimmtudagur, júlí 12, 2007

núna er ég hætt í marki. látum myndirnar tala sínu máli. fékk hné í augað á blússandi ferð. bjargaði samt marki og við unnum 3-0!


föstudagurinn 13. á morgun... held ég sleppi fótboltaæfingu!!!
gleðilega helgi :) mín verður allavegana litrík!!

miðvikudagur, júlí 11, 2007

gólí gólí gólí gólí

öss... núna er það svart... búin að taka upp hanskana, ekki fyrir þeim sem minna mega sín í þetta skipti, heldur fyrir grv, verð í marki í næsta leik!

allir að leggjast á eitt og biðja almættið um að sýna mér vægð og brjóta sem minnst af beinum....


gólí gólí gólí

föstudagur, júlí 06, 2007

þá er það margneglt og staðfest að mín sé að fara á miðbauginn fjórða september næstkomandi og heim aftur rétt fyrir jólin...

...nú það krydd í tilveruna er einnig komið til skjalanna að hún bobby nokkur brown ætli að flýja landann og skella sér bara memm í útlandið!! búið að finna spænskuskóla handa henni og enskukennara djobb með hjálp til bágstaddra ívafi handa undirritaðri og nú er bara að finna sér íbúð á leigu í stórborginni fyrir 7-14 þúsund krónur á mánuði, fer eftir glæsileika og staðsetningu...

svo er þjóðhátíð einnig komin á hreint, komin með far og gistingu og neim itt, langt fram í tímann! held ég hafi aldrei verið svona snemma í því :)

góður sigur á reyni í gær og nú er það bara undir okkur að fylgja því eftir á sunnudag þegar haukakonur verða sóttar heim...

karl faðir minn á svo afmæli í dag, til hamingju með það gamli... ert´ekki 39? og mun hann halda upp á afmælisvikuna sína í Rússlandi í veiðiferð... það sem mönnum dettur ekki í hug!

gleðilega helgi og hvað gleður manns hjarta... hóflega drukkið vín!

miðvikudagur, júlí 04, 2007

tekið af dalurinn.is:

03. júlí 2007
Raggi Bjarna og Þorgeir mæta í Dalinn
- Munu skemmta á kvöldvöku á föstudagskvöld

Þeir síungu félagar Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson munu mæta á Þjóðhátíð nú í ár. Þeir eru orðnir góðvinir okkar sem komið höfum á hátíðina síðustu ár og miðað við undirtektirnar sem þeir hafa fengið á fyrri hátíðum má búast við miklu fjöri í brekkunni og á pallinum þegar þeir félagar koma fram

JA hérna!! Ég fer í fríið ég fer í fríið ég fer í fríið!!!!!!!!!!!
30 dagar í herlegheitin... búið að plögga panta og borga bakkaflug og ekkert eftir nema safna í kassa og samlokur í nesti :)

bongóblíðan heldur áfram og er maður bara hissa á öllu þessu umstangi í sambandi við hitnun jarðar... er þetta ekki bara fínt mál??

neiii meira svona grín í mér :)

það er 20 stiga hiti í grindavíkinni og sól!! hvað er að?
lafan