miðvikudagur, júlí 04, 2007

tekið af dalurinn.is:

03. júlí 2007
Raggi Bjarna og Þorgeir mæta í Dalinn
- Munu skemmta á kvöldvöku á föstudagskvöld

Þeir síungu félagar Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson munu mæta á Þjóðhátíð nú í ár. Þeir eru orðnir góðvinir okkar sem komið höfum á hátíðina síðustu ár og miðað við undirtektirnar sem þeir hafa fengið á fyrri hátíðum má búast við miklu fjöri í brekkunni og á pallinum þegar þeir félagar koma fram

JA hérna!! Ég fer í fríið ég fer í fríið ég fer í fríið!!!!!!!!!!!
30 dagar í herlegheitin... búið að plögga panta og borga bakkaflug og ekkert eftir nema safna í kassa og samlokur í nesti :)

bongóblíðan heldur áfram og er maður bara hissa á öllu þessu umstangi í sambandi við hitnun jarðar... er þetta ekki bara fínt mál??

neiii meira svona grín í mér :)

það er 20 stiga hiti í grindavíkinni og sól!! hvað er að?
lafan

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að allar skrifstofur og stofnarnir eigi að vera lokaðar þegar veðrið er svona gott...er það sund á eftir??

Lafan sagði...

já. mér líka. það eiga bara að vera reglur... ef hitinn fer í 20 stigin þá verður ekki unnið inni á neinni lokaðri skrifstofu... nema til staðar séu svalir og bekkir handa starfsfólki ;)

júúú pottþétt sund á eftir !!

Nafnlaus sagði...

ja hérna þetta verdur svakalegt, ji hvað mér er farið að hlakka til:) en það er eins gott að þið verðið duglegar að koma á lundann í heimsókn og jafnvel skella okkur í fótbolta;)

Nafnlaus sagði...

haha.. já!!! pant vera með þér í liði!!!

ég verð sko alltaf í partýi á lundanum skal ég sko segja þér ;) losnar ekkert við okkur múaahahahaha