fimmtudagur, júlí 28, 2005

THE ISLAND IS CALLING

farin til vestmanna-eyja-peyja
-verð í bloggroti þangað til-

lifið heil kæru löfu-lesendur, megi guð vera með ykkur og í guðanna bænum ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera

ólöf daðey í vestmanna-ey

miðvikudagur, júlí 27, 2005

botnið þetta:

...með fullan dal af flottum peyjum og fallegustu konum heims!!

...já daga og nætur í dalnum ég dvel

...þú veist hvað ég meina mær

...á þjóðhátíð, þar hitti ég þig

bara smá upphitunarleikur fyrir eyjafara og aðra velunnara:)

annars er lafan bara í stuði með guði þessa dagana, var að brjóta kortið mitt og er að fá númer 3 á árinu, klúðraði öllum launum á öllum vígstöðum og er gjalda fyrir það as we speak, týndi miðanum í Herjólf en fékk geimfarana frá nasa til að plögga smásjám og fann þá loksins, þvoði miðana inn í dalinn en náði að smjaðra mig út úr því klúðri með smá óskars-tilnefningar-atriði í Essó stöðinni á nýbýlaveginum, skellti á háttsettann mann í sjávarútvegsráðuneytinu því ég hélt hann væri eitthvað að grilla mig -don´t ask- og svo svaf ég ekki bofs í nótt því að spenningurinn fyrir eyjar er svo magnaður... með minni heppni mæti ég ósofin og úrill og næ ekkert að skemmta mér...

æi eigum við ekki bara að sleppa þessu :)

pamela er orðin sein í settið í dallas, vi ses

mánudagur, júlí 25, 2005

mundu mig og ég man þig
um alla tíð og tíma
ef þú þarft að finna mig
þá hef ég þennan síma

8474-291

-já, kjellan er bara komin með nýtt númer og nýjan síma tilbúin í átök helgarinnar sem verða jafn skemmtileg og þau kosta mann... er eins og krakki að bíða eftir jólunum og er túrborg a la grindavík efst á óskalistanum. bolirnir verða tilbúnir á þriðjudag, þar sem grindavíkur-gengið, bobby og Pamela láta sitt ekki eftir liggja í búninga-æðinu sem gripið hefur eyja-gesti

-annars er það að frétta að óskanen bró er væntanlegur til landsins seint á fimmtudag og tekur við heillaóskum og öðrum glaðningi í eyjum sem kenndar eru við vestanmenn.

-lafan lét sjá sig á gömlum slóðum á föstudaginn og skellti sér á dansiball með Grindjánum. lilli var mættur með vængina og óbreyttir borgarar fengu að munda míkrófóninn við gamalkunnugt lag bubba. laugardeginum eyddi hún svo í faðmi stór-fjölskyldunnar og endaði eins og vanalega eins og málverk á vegg á óliver.

vil bara loka fréttaskoti-löfunnar að þessu sinni með kveðju til grísklúbbsins og spænsku senjórítu genginu mínu sem ég ætla að hitta á kaffi kúltúr í kvöld (verð samt pínu sein, er að keppa, key??)

bara fjórar nætur til stefnu. dududududummmmmm

föstudagur, júlí 22, 2005

SIBEN DAGEN!!!

Sjö dagar.. sjö nætur.. ætli maður finni þá þennan blessaða frið?

það hringsnýst allt í hausnum á mér: Ingibjörg er í því að koma bláa yarisnum sínum frá því að binda enda á sitt annars litla líf þar sem hann hefur sjálfstæða hugsun og sækist óðum í gangstétta-kanta-og-staura-á-miðjum-vegi. magga veit ekki sitt rjúkandi rað og flakkar landshornanna á milli, eskifjörður, grindavík, eskifjörður, grindavík. dúna datt á hausinn og fékk sér nýjan bíl þar sem þjóðhátíð var út úr myndinni. gebba eignaðist eitt stykki krakka og lætur það hlutverk sér nægja. forledrar mínir ákváðu að byggja sér "pall" og höfðu allt eins getað girt garðinn af með spítum úr húsasmiðjunni, slík er stærðin á honum. sólin tók upp á því að skína alls staðar um landið, nema afmarkað í kringum Grindavík. london er hið nýja írak, kofi annan sem styrkir mig til náms í usa ákvað að gefa mér meiri pening þar sem ég er búin að missa tvö kíló á einni viku. löggan er farin að sekta fólk á 108, lilja katrín litla frænka er komin með meiri orðaforða en lafan-sjálf og óskar bró ætlar á þjóðhátíð...

hvað endar þetta?

þegar stórt er spurt er fátt um svör, en eitt veit ég að friðinn er að finna í dalnum...

mánudagur, júlí 18, 2005

sögur að handan...

Klukkan er hálftólf að íslenskum tíma. Erfiði næturinnar gera það að verkum að hún liggur enn uppí rúmi og hugsar um alla fríu drykkina sem Magga hafði plöggað fyrir þær um kvöldið.. á milli þess sem hún telur drykkina og rifjar upp það sem upprifjanlegt er, þá hringir síminn. Móðursjúk tvíburasystir á kantinum öskarar af öllum lífs og sálar kröftum GEEEEEEEBBA ER BÚÚÚÚÚIN AÐ EIGA!! Líf færist í annars gengsæja stelpuna sem hendist til og frá og spyr hvað strákurinn hefði verið stór. ÞETTA VAR STEEEEEEEEELPA heyrist kallað frá hinum enda línunnar og geðshræringarnar í systrunum gerðu það að verkum að hringjarinn í Hallgrímskirkju bað hana sem nær var að vinsamlegast hafa lægra.

Með skammir í hattinum fór hún brosandi með málningarklessur gærdagsins í andlitinu að hitta samlokuna sína, Ingibjörgu sem að vonum var jafn geðshrærð og ánægð og hún með frumburðinn í grísklúbbnum. Förinni var heitið í Kringluna góðu, þar sem meðlimir grísklúbbsins höfðu oftar en ekki eytt frídögum sínum í frá blautri barnsbleyju og auðvitað átti að versla "velkomin í heiminn" gjöf handa dúllunni. Fyrst komu þær auga á úfinn bangsa með bleikri slaufu, tilvalinn á fæðingardeildina. Svo sáu þær bleikan galla, bleika húfu og bleika skó sem þær urðu að fá. Við kassan komu þær svo auga á annan bleikan galla sem á stóð "ég er sætust" ekki var nú hægt að sleppa því og var vísa-kortinu spanderað í annan eins viðburð. Ekki máttu þær láta sjá til sín án þess að vera með blóm í farteskinu og því var sjón að sjá þær við komuna á spítalann. Mary Poppins hefði roðnað við hliðina á stöllunum sem mættu galvaskar og kátar að sjá litla engilinn sem var nú ekkert lítill eftir allt saman...

Þarna lágu þau litla fjölskyldan kát og glöð eftir að hafa beðið eftir dúllunni síðan á fimmtudag, en sú stutta er greinilega lík mömmu sinni í töktum og byrjar snemma að "rolast" eins og amma Dröfn myndi nú orða það.

Klukkan er nú liðin sjö umræddan dag og hún ákveður að fara að drífa sig á æfinguna sem byrjar klukkan átta. Uppásstríluð mætir hún í teipuðum takkaskónum, ennþá með umræddar málningarslettur og önnur ummerki helgarinnar. En við komuna á völlinn sér hún að allir eru á förum og áttar sig á að eitthvað hafði hún misskilið þjálfarann, stelpurnar, aðstoðarmanninn og vallarstjórann og mætt klukkutíma of seint og misst af æfingunni.

Hvort að af byrjunarliðinu hún hafi misst verður bara að koma í ljós. Köttur útí mýri úti er ævintýri.

föstudagur, júlí 15, 2005


-Feliz viernes-

(gleðilegan föstudag - karlrím og kvenrím í bland í tilefni helgarinnar og sérstaklega tileinkað Gebbu, Möggu og Ingibjörgu...)



Föstudagur kemur og föstudagur fer
í kvöld ætla ég að skemmta mér
leikur, fæðingar og bjórar bíða mín
í sódóma reykjavík mun ég sjá til þín
laugardagur til lukku er
böggu þar ég hitti, nema hver
partý hjá stúlkum tveim
sem ákveðið hafa að halda geim
uppástríluð við mætum allar
ætli þar verði einhverjir kallar??
hvernig sem fer, hvar svo sem ég enda
föstudagsóskir ég ætla þér að senda!

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Allir að fylgjast með Þjóðhátíðarlaginu 2005 sem verður frumflutt í fyrramálið!!
Hreimur sendi mér meil og bað alla Eyja-Fara að læra textann sem fyrst og bara lífið er yndislegt og there you go:

Með þér

Niðurtalningin er hafin hér.
Stundarglasið hefur gefið mér byr.
Úr lofti eða láði förum vér
og við göngum inn um gleðinnar dyr.

Viðlagið
Ég finn frið inn í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Ég finn frið inn í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.

Nú við löbbum inn í ljósadýrð
og leiðum saman okkar hesta í kvöld.
Úti verður okkar ævintýr,
því allir vita að hér er gleðin við völd.

Viðlagið
Ég finn frið inn í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Ég finn frið inn í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.

Hjartað slær ótt, ég er í sælufjötrum.
Ég bíð góða nótt
og kyssi þig...

p.s. Bára lögst í bleyti og Gebba komin með verki? Endilega að fara að drífa mig í lax. Gebbzy debbzy og Ray Pay gangi ykkur vel!
REGGAETON

-Virgen santisima de Guadalupe que nos ampara y socorre-

Búin að uppgötva nýja tónlist sem hægt er að dilla rassinum við... og ef út í það er farið, hrista rassinn við. Þessi tónlist er að gera allt vitlaust á latínó-svæðum Bandaíkjanna eins og til að nefna flórída og ætla ég mér að verða byltingarvaldur þess að REGGAETON tónlistin nái til djammþyrstra Íslendinga...

en að all öðrum sálmum. var ekki sátt þegar ég kveikti á sjónvarpinu í gær eftir miðdegisblundinn minn. Þar voru á ferð mörkin í bikarleikjum gærdagsins og auðvitað þurfti ég að sjá smettið á mér hlaupandi með hendur útí loft eins og ég hefði frelsast á staðnum og hefði fundið gvuð, og ekki sé nefnt rassgatið á mér sem næstum því blokkaði allar hinar stelpurnar... heníveis, þar sem ég var í sigurvímu eftir öll mörkin er ég búin að fyrirgefa mér asnaskapinn í mér og þakka gvuði fyrir að þeir hefðu ekki sýnt innköstin mín, sem fóru by the way beinustu leið aftur útaf... tvisvar sinnum í röð...

með laginu -otra, otra noche otra- á kantinum bið ég ykkur vel að lifa og passið ykkur á földum myndavélum, drullupollum og kaffinu í Vísi!!

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Bikarleikur í 8-liða úrslitum

allir sem vettlingi geta valdið og ætla ekki að sjá Grindavík bursta val ættu að leggja leið sína upp í Grafarvoginn þar sem við í Fjölni ætlum að slá Skagastelpur út úr bikarnum og komast í 4ja liða úrslit... klukkan 8 í kvöld!

svo ef þið eigið tíma aflögu þá hefur verkefnið -Hreint herbergi, fagurt herbergi- verið sett á laggirnar og munu sjálfboðaliðar mæta og hreinsa herbergi númer 5 á Efstahrauni 32 eftir klukkan tíu í kvöld. Alls kyns hreinsilögur og rainbow-ryksugur velkomnar og munið að margar hendur vinna létt verk...

j-lo er farin að fá flugur í hausinn og velta fyrir sér möguleikanum að skreppa til sviss í viku eða svo fyrir skitnar tuttuguþúsundkrónur.

-það er gott að vera merkilegur, en það er merkilegra að vera góður!!

mánudagur, júlí 11, 2005

alltaf gott að vera vitur eftir á:

maður verður þunnur af vodka
maður fær bólur af nammi
maður fær harðsperrur í magann ef maður hlær mikið
maður getur verið brúnn í gegnum gler
maður getur sloppið frá löggunni ef maður er nógu sætur
maður fær hærri einkunnir ef maður á bækurnar
maður á ekki að mála sig eftir 3ja glasið
maður á ekki að mála á sig six-pakk í staðinn fyrir að fara í ræktina

...og síðast en ekki síst þá á maður aldrei að horfa á alla þættina af grönnum á netinu, skúra á miðnætti á sunnudögum, borða nammi upp á dag og skilja svo ekkert í því að maður sé slappur, drekka líter af vatni fyrir svefninn, sofa með linsurnar í sér og reyna að láta sér dreyma eitthvað til þess að sofna á kvöldin því það endar bara með ósköpum

djei-ló áááát

laugardagur, júlí 09, 2005

kríur píur

lenti í ógeðslega fyndnu í dag. eftir tveggja tíma nætursvefn mætti ég einumoghálfum tíma of seint í vinnuna. byrjaði daginn á því að fá mér tvær kúmenbrauðsneiðar með osti, einn kakóbolla, kökur og þrjú djúsglös -og klukkan bara tíu. svo tók við tveggja klukkutíma törn þar sem ég ráfaði um á netinu og gerði allt annað en ég átti að gera (hey einn af þeim dögum jú nó...) kom svo heim í hádegismat, ekkert til og við stöllurnar ákváðum nú að fara bara á perluna í fisk til jónas kongóbúa með meiru sem djúpsteikti ýsuna eins og hann ætti lífið að leysa. namminamm. klukkan hálfeitt og lafan langt á leið komin með að fá kransæðastíflu. ekki nóg með það að hafa stútað djúpsteiktum fiksi, frönskum, kokteil og kók, heldur duttum við í pakka í braut og fengum okkur eftirrétt að hætti hússins. nú þegar vinnan var búin, var ungfrú lafa farin að fá fyrir hjartað og ákvað að leggja sig eins og hún er vön að gera. eftir kríuna mætti mér svo þessi unaðslykt úr eldhúsinu, en margarítan var þá búin að fá þá flugu í hausinn að elda humar handa okkur mömmu. namminamm, og auðvitað hakkaði lafan það í sig og þambaði kókið eins og það væri mitt síðasta. nú þegar síðasti humarbitinn nálgasðist meltingarfærin var það komið að ólöfu að fá flugu í hausinn. jæja, nú skyldi sko haldið út að hlaupa, varla búin að kyngja síðasta bitanum...

út að hlaupa ég fór og refsaði mér feitt fyrir að minnka lífslíkur mínar um helming á einum degi. þegar ég var svo komin að brekkunni þarna hjá bláa lóns hringnum þá fékk ég liggur við dofa í vinstri handlegg og ákvað að hægja aðeins á svo að hjartaáfallið gerði nú ekki vart við sig. nú þegar ég náði loksins andanum og fór að labba veittust að mér tvær kolbrjálaðar kríur og stefndu beint í áttina að ljósstrípaða kollinum á mér.... það var tvennt í stöðunni. fá gat á hausinn eða halda áfram að hlaupa og fá hjartaáfall. auðvitað valdi ég seinni kostinn og hljóp eins og fætur toguðu upp nítíugráðubrattabrekku, alveg gjörsamlega búin á því. þegar á hólminn var svo komið leit ég upp og hélt að kríu asnarnir væru farinir.. en neeeiii áfram hélt ég liggur við alveg heim til gamla hússins hennar ingibjargar þar sem ég kastaði mæðunni og bað vegfarendur vinsamlegast um sjúkrabifreið þar sem ég myndi sennilega geispa golunni innan við tveggja mínútna.

ekkert varð úr því símtali því ég náði að skríða heim í efstahraunið þar sem móðir mín tók á móti mér með vatn, klaka og skyndihjálparnámskeið. því næst var sturtað sig og tekið alls kyns vítamín, steinefni og allt þar á milli. skellti mér svo með ingibjörgu og bjöggu á rúntinn að tala um skóstærðir og handsnyrtingu karla...??

jæja, með aukaslag í hjartanu og millirifjagigt bið ég ykkur vel að lifa
sjáumst hress, ekkert stress, BLESS!!

fimmtudagur, júlí 07, 2005

þá er það komið á hreint:

**Óskanen bró var ekki nálægt hryðjuverkaárásunum í London
**Eyja upphitun á Sólon í kvöld, pilli og grilli.. gaman saman
**Taka því rólega á morgun og loka skrifstofunni klukkan tvö
**Snoop dogg 17 júlí með Ingibjörgu í einni og miller í hinni
**Kombakk í kanalandið 3.sept þar sem móttökunefnd a la rútubílstjóra hefur verið sett á laggirnar
**Pat Kelley fyrisæta og góðvinur minn er væntanlegur hingað til lands 15 ágúst
**Miðarnir til eyja komnir í hús og fátt sem getur stöðvað mig nema dauðinn sjálfur

og síðast en ekki síst, þá er hann John Lockle í Lost búinn að tapa sér og mæli ég ekki með því að nokkur sála fylgist með þessum þáttum ein og yfirgefin í tveggja hæða kastala... no way josé!!

farin á æfingu
zum zum zum, zum zum zum

miðvikudagur, júlí 06, 2005

æi koddí sleik

Það eru allir í uppnámi í Grindavík vegna ránsins í gær, en við vorum rænd bikarvonum okkar þegar fylkis-pylkismenn komu í heimsókn og sigruðu á 89 mínútu eftir að Grindvíkingar höfðu verið betri allan leikinn (þetta er að sjálfsögðu með öllu óháð-vefsíða og undirrituð segir satt og rétt frá öllu...) Með smá heppni hefðum við meira að segja getað jafnað alveg undir lokin, og ef boltinn hefði farið í netið er ég viss um að það hefði endað með marki...

en eftir leik var eins og svo oft áður þegar eitthvað gengur ekki upp hjá manni ákveðið að "éta deyfðina burt" og skelltum við grísklúbbasystur okkur á Mamma Mía þar sem sextántommumargaríta var stútað ásamt stórumskammtaffrönskum og kóklæt. En þið glöggir lesendur rákuð kannski upp stór augu þegar ég sagði -grísklúbbasystur- jú það er rétt, Ingibjörg a.k.a Bobby var mætt á fótboltaleikhjámeistaraflokkikarla takk fyir, skíttíþig bleeeeeeeeees. Magga rokkari komst svo skemmtilega að orði þegar við sátum allar þarna í stúkunni "ég veit ekki hvort er skrýtnara að sjá Ingibjörgu á fótboltaleik, eða Gebbu ólétta??!!" haha

en svona rétt í lokin þá vil ég óska honum karlföðurmínum til hamingju með fjörtíuog... afmælið og vona að hann veiði eitthvað annað en mömmu í Norðurá í dag

kærlig hilsen

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Innrásin frá Mars

Eru karlar frá Mars og konur frá Venus??...
Fór á myndina "War of the Worlds" í gær ásamt Bjöggu Beib í stútfullum sal í Smárabíói. Eitthvað var sýningarstjórinn að berjast við þynnku liðinnar helgar líkt og aðrir bíógestir, því að eftir fokkin endalausar auglýsingar þá byrjar myndin á einhverjum hjónabandsráðgjafatíma með Brad Pitt og Angelinu Jolie.. Nei hurru... ekk´er ég á vitlausri mynd?? Eftir miklar vnagaveltur fóru áðurnefndir bíógestir fóru einnig að rísa úr sætum og kíkja á miðann sinn góða, huh?? War of the Worlds, salur 2, 04.07.2005??

Eftir miklar vangaveltur um hvort að ég væri nú ofisíallí búin að missa það, þá stóð herramaðurinn upp við hliðiná mér og sagðist vera komin með nóg og væri hreinlega farinn að ræða við sýningarstjórann. Jújú, það gekk eftir, hann hefði sett vitlausa mynd í og um 10 mínútum seinna byrjaði rétta myndin (sem fékk þá skemmtilegu þýðingu "Innrásin frá Mars" en það er skemmst að segja frá því að segja að Mars kemur myndinni nákvæmlega ekkert við og skil ég ekkert hver skeit í hausinn á þýðandanum...)

Nú skyldi maður ætla að allt gengi eins og í sögu þar sem starfsfólk Smárabíós var löngu búið að drulla uppá bak, en neeeeiieii, eftir hlé, þegar spennan var í hámarki og Tom Cruise kominn í háspennu-lífshættu eins og svo oft áður -ÞÁ KOM BARA ANNAÐ HLÉ ÞEINK JÚ VERÍ PLÍS!! Þá var nokkrum nóg boðið og löbbuðu bara út eins og mótmælendur á alþingi, en Lafan er ekki þekkt fyrir annað en rólyndisskap hélt sem kyrrast fyrir og hló bara að þessu, enda var Bjögga þarna til að róa mig niður :)

Hvers vegna þetta seinna hlé kom fæ ég víst seint að vita, en ég get lofað ykkur því að ef að karlar eru frá Mars, og konur frá Venus, þá hlýtur þessi umtalaði sýningarstjóri að tilheyra öðru sólkerfi...

vegna skrifstofu-óveðurs verður þessi pistill ekki lengri í dag og bið ég ykkur vel að lifa, því það er aldrei að vita hvenær geimverur taka yfirhöndinni hérna í Grindavík City

mánudagur, júlí 04, 2005

stunZan

öss, enn ein helgin flogin út í vindinn og peningarnir með...

eyddi helginni í faðmi Ingibjargar, sem vegna atburðar liðinnar helgar hefur fengið tímabundið viðurnefni -strunZan-

en við skötuhjúin fluttum inn á Óliver um helgina, duttum í pakka á föstudaginn þar sem "stinga af hvor aðra" keppnin hófst með pompi og prag, og það er skemmst að segja frá því að J-Lo in da State hafði mun betur og skildi vinkonu sína aleina eftir með geðsjúklinga Reykjavíkurborgar sem leika lausum hala á götum 101 þessa dagana...

í kringlunni á laugardegnum lentum við svo í liði sem fer rosalega í mínar fínustu, en það eru svona gæjar sem eyða laugardeginum í verslunarmiðstöðvum, röltanadi um og horfa á stelpur. Ef þeim finnst eitthvað bitastætt þá fær maður "hey beib" eða svona psss pssssss. Það þarf varla að taka það fram að þetta voru ekki íslenskir víkingar, heldur amerískir gangsterar og eru þeir mjög áberandi í Mall of America, hinni kringlunni sem ég versla vanalega í...

svo skellti ég mér í líki leigubílstjóra og keyrði herra Óskar Pééé út um allar trussur þar sem markmaðurinn knái sem líkt hefur við Casillas þurfti að fljúga frá Akureyri til þess eins að vera viðstaddur fund hjá U-17 liðinu, svo varð ég að rífa mig upp úr Live8 og sækja hann, keyra hann að borða og loks út á flugvöll aftur...

það þarf vart að taka það fram að við IBJ skelltum okkur á Óliver að borða um kvöldið og fékk ég mér saltfisk -enda er lífið saltfiskur- og er ég ekki frá því að ég hafi flakað hann, saltað hann og pakkað honum hérna niðrí Vísi í vetur, en burtséð frá því þá var þetta hin mesta skemmtun og sé ég ekki eftir krónu sem eytt var í vitleysu það kvöldið...

sunnudeginum eyddi ég heima hjá mér að þrífa, baka og stela fötum frá Óskari bróður, en sá knái fór af landi brott í morgun og er ofisíallí fluttur til Ipswich og kominn í atvinnumanna-tölu. Gaman að því. Ég passaði mig á því að taka nokkrar POLOROID myndir af okkur og mér þá sérstaklega, ef hann fer nú að sakna systu á milli þess sem hann æfir, talar við fréttamenn og lemur stelpurnar frá sér...

suerte hermano!!

ólöf ouuuuuuut

föstudagur, júlí 01, 2005

A ella le gusta la gasolina
-dame mas gasolina!!

Á æfingu í gær byrjaði ég að syngja þetta lag til að beina athyglinni frá því hvað ég sökkaði feitt, og mér til mikillar undrunar þá voru tveir hausar sem rauluðu með og sögðust kannst við lagastúfinn!! En fyrir ykkur sem ekki vitið þá var þetta lag vinsælasta lagið útí Mejíkóóó og fjallar um unga dömu sem biður um meira "karlmanns-bensín" og ungan mann sem syngur: "hún fílar bensínið mitt" túlki hver sem hvað vill...

Annars beilaði ég á Akureyri í gær, en er meira en líkleg til að hoppa upp í vél í fyrramálið þar sem ég er með fráhvarfseinkenni af því að vera ekki með Möggu á kantinum, haldiði að þetta sé eðlilegt??

Framundan er leikur við HK/Víking, bæjarferð með hinni samlokunni, IBJ og verslunarferð a la Sódóma Reykjavík. Ætla að kaupa mér dissara-buxur því ég er í einhverju dissara-skapi þessa dagana. Ætlaði að hlaupa í morgun en fann ekki skóna. Ætlaði að horfa á nágranna í hádeginu en týndi gleraugunum. Ætlaði svo að keyra í vinnuna eina mínútu í eitt og mæta á réttum tíma svona til tilbreytingar, en þar sem ég sá ekki neitt gat ég ómögulega séð hvar lyklarnir voru og þurfti að leita að varalyklunum...

ég hreinlega spyr mig hvað í andskotanum ætli komi fyrir mig í kvöld???!!!

otra, otra noche -otra!! Quieres un taco???