mánudagur, júlí 04, 2005

stunZan

öss, enn ein helgin flogin út í vindinn og peningarnir með...

eyddi helginni í faðmi Ingibjargar, sem vegna atburðar liðinnar helgar hefur fengið tímabundið viðurnefni -strunZan-

en við skötuhjúin fluttum inn á Óliver um helgina, duttum í pakka á föstudaginn þar sem "stinga af hvor aðra" keppnin hófst með pompi og prag, og það er skemmst að segja frá því að J-Lo in da State hafði mun betur og skildi vinkonu sína aleina eftir með geðsjúklinga Reykjavíkurborgar sem leika lausum hala á götum 101 þessa dagana...

í kringlunni á laugardegnum lentum við svo í liði sem fer rosalega í mínar fínustu, en það eru svona gæjar sem eyða laugardeginum í verslunarmiðstöðvum, röltanadi um og horfa á stelpur. Ef þeim finnst eitthvað bitastætt þá fær maður "hey beib" eða svona psss pssssss. Það þarf varla að taka það fram að þetta voru ekki íslenskir víkingar, heldur amerískir gangsterar og eru þeir mjög áberandi í Mall of America, hinni kringlunni sem ég versla vanalega í...

svo skellti ég mér í líki leigubílstjóra og keyrði herra Óskar Pééé út um allar trussur þar sem markmaðurinn knái sem líkt hefur við Casillas þurfti að fljúga frá Akureyri til þess eins að vera viðstaddur fund hjá U-17 liðinu, svo varð ég að rífa mig upp úr Live8 og sækja hann, keyra hann að borða og loks út á flugvöll aftur...

það þarf vart að taka það fram að við IBJ skelltum okkur á Óliver að borða um kvöldið og fékk ég mér saltfisk -enda er lífið saltfiskur- og er ég ekki frá því að ég hafi flakað hann, saltað hann og pakkað honum hérna niðrí Vísi í vetur, en burtséð frá því þá var þetta hin mesta skemmtun og sé ég ekki eftir krónu sem eytt var í vitleysu það kvöldið...

sunnudeginum eyddi ég heima hjá mér að þrífa, baka og stela fötum frá Óskari bróður, en sá knái fór af landi brott í morgun og er ofisíallí fluttur til Ipswich og kominn í atvinnumanna-tölu. Gaman að því. Ég passaði mig á því að taka nokkrar POLOROID myndir af okkur og mér þá sérstaklega, ef hann fer nú að sakna systu á milli þess sem hann æfir, talar við fréttamenn og lemur stelpurnar frá sér...

suerte hermano!!

ólöf ouuuuuuut

Engin ummæli: