fimmtudagur, júlí 14, 2005

REGGAETON

-Virgen santisima de Guadalupe que nos ampara y socorre-

Búin að uppgötva nýja tónlist sem hægt er að dilla rassinum við... og ef út í það er farið, hrista rassinn við. Þessi tónlist er að gera allt vitlaust á latínó-svæðum Bandaíkjanna eins og til að nefna flórída og ætla ég mér að verða byltingarvaldur þess að REGGAETON tónlistin nái til djammþyrstra Íslendinga...

en að all öðrum sálmum. var ekki sátt þegar ég kveikti á sjónvarpinu í gær eftir miðdegisblundinn minn. Þar voru á ferð mörkin í bikarleikjum gærdagsins og auðvitað þurfti ég að sjá smettið á mér hlaupandi með hendur útí loft eins og ég hefði frelsast á staðnum og hefði fundið gvuð, og ekki sé nefnt rassgatið á mér sem næstum því blokkaði allar hinar stelpurnar... heníveis, þar sem ég var í sigurvímu eftir öll mörkin er ég búin að fyrirgefa mér asnaskapinn í mér og þakka gvuði fyrir að þeir hefðu ekki sýnt innköstin mín, sem fóru by the way beinustu leið aftur útaf... tvisvar sinnum í röð...

með laginu -otra, otra noche otra- á kantinum bið ég ykkur vel að lifa og passið ykkur á földum myndavélum, drullupollum og kaffinu í Vísi!!

Engin ummæli: