föstudagur, júlí 22, 2005

SIBEN DAGEN!!!

Sjö dagar.. sjö nætur.. ætli maður finni þá þennan blessaða frið?

það hringsnýst allt í hausnum á mér: Ingibjörg er í því að koma bláa yarisnum sínum frá því að binda enda á sitt annars litla líf þar sem hann hefur sjálfstæða hugsun og sækist óðum í gangstétta-kanta-og-staura-á-miðjum-vegi. magga veit ekki sitt rjúkandi rað og flakkar landshornanna á milli, eskifjörður, grindavík, eskifjörður, grindavík. dúna datt á hausinn og fékk sér nýjan bíl þar sem þjóðhátíð var út úr myndinni. gebba eignaðist eitt stykki krakka og lætur það hlutverk sér nægja. forledrar mínir ákváðu að byggja sér "pall" og höfðu allt eins getað girt garðinn af með spítum úr húsasmiðjunni, slík er stærðin á honum. sólin tók upp á því að skína alls staðar um landið, nema afmarkað í kringum Grindavík. london er hið nýja írak, kofi annan sem styrkir mig til náms í usa ákvað að gefa mér meiri pening þar sem ég er búin að missa tvö kíló á einni viku. löggan er farin að sekta fólk á 108, lilja katrín litla frænka er komin með meiri orðaforða en lafan-sjálf og óskar bró ætlar á þjóðhátíð...

hvað endar þetta?

þegar stórt er spurt er fátt um svör, en eitt veit ég að friðinn er að finna í dalnum...

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þú gleymdir Rachel að fara á sína fyrstu þjóðhátið komin tvö skrímsli og allt.,.,. Ætli maður verði ekki hauslaus þarna... Nei nei segi svona.. Hlakka þvílíkt til

Nafnlaus sagði...

...bara svo þú vitir það mín kæra, þá verður Skarinn með Dúllaranum og Kokknum að djamma, við kennum honum að drekka af viti!! Þið systur eruð nefnilega ekkert sérlega góðar fyrirmyndir í drykkju og drykkjulátum;) hahahahaha...

Kubiashi out!!;)

Nafnlaus sagði...

nohh er óskar bara líka að fara á þjóðhátíð??:o

Lafan sagði...

rakel!! já hvernig læt ég... báran er komin í bleyti og rakel mætt á sína fyrstu þjóðhátið

dúllzi-dúllz oh boy ó boy oohohoh boí!! ætlar þú nú að vera fyrirmynd fyrir skara bró... leggðu hann bara inn á vog núna strax:)

elín tinna... já þið ltilu kríli ætlið að gera allt vita vitlaust á þjóðhátíð 2005 og munið að það er hefð að yngri systkyni bjóða þeim eldri drykk og annað meðlæti á sinni fyrstu þjóðhátíð:)

Nafnlaus sagði...

Ég legg hann inn á dalinn um helgina alla vega, Skarinn verður skemmtilega fullur og vitlaus í kringum mig... Combrende?..!!

jú banana væld mars görl!!

Kristín María Birgisdóttir sagði...

kannastu við þetta elskan??? http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=1615 aðeins of fyndið - varð hugsað strax til þín :)

Sjáumst á þjóðhátíð!

ciao

Nafnlaus sagði...

sælar, erum að pæla í að hittast aðeins á man. á kaffihúsi allar í spænskuni er þú til???, ertu buin að skipta un gsm nr!!! nos vemos chica auður

Nafnlaus sagði...

Hann Lilli, Hann Lilli , Hann Lilli er með væng.... Takk fyrir síðast aparass !!

Lafan sagði...

dúllari: si comprendo juevon:)

kristín... hahaha já við sjáumst eiturhressar á þjóðhátíð, ég verð þarna í tal-tjaldinu!

auður espanola!! já hvar og hvenær, ég er geim, nýja nr mitt er 8474-291... hvað er þitt??

gústa maaaagnaða... ég get svo svarið fyrir það ég hélt að VILLI væri með vængi.

sillý mí haha

Nafnlaus sagði...

Haha ég var einmitt að pæla af hverju þú segðir villi... Löppin er ekki enn orðin góð svo farið varlega í þetta híhíhí

Lafan sagði...

rakel, þú færð heiðurs-orðu djammarans í júlí.. þvílíkur árangur!!

en það er ekkert langt í þjóhátíð dömur mínar!!

Nafnlaus sagði...

Þakka þér heiðurinn Ólöf mín... öss bara 3og 1/2 dagur híhí