laugardagur, júlí 09, 2005

kríur píur

lenti í ógeðslega fyndnu í dag. eftir tveggja tíma nætursvefn mætti ég einumoghálfum tíma of seint í vinnuna. byrjaði daginn á því að fá mér tvær kúmenbrauðsneiðar með osti, einn kakóbolla, kökur og þrjú djúsglös -og klukkan bara tíu. svo tók við tveggja klukkutíma törn þar sem ég ráfaði um á netinu og gerði allt annað en ég átti að gera (hey einn af þeim dögum jú nó...) kom svo heim í hádegismat, ekkert til og við stöllurnar ákváðum nú að fara bara á perluna í fisk til jónas kongóbúa með meiru sem djúpsteikti ýsuna eins og hann ætti lífið að leysa. namminamm. klukkan hálfeitt og lafan langt á leið komin með að fá kransæðastíflu. ekki nóg með það að hafa stútað djúpsteiktum fiksi, frönskum, kokteil og kók, heldur duttum við í pakka í braut og fengum okkur eftirrétt að hætti hússins. nú þegar vinnan var búin, var ungfrú lafa farin að fá fyrir hjartað og ákvað að leggja sig eins og hún er vön að gera. eftir kríuna mætti mér svo þessi unaðslykt úr eldhúsinu, en margarítan var þá búin að fá þá flugu í hausinn að elda humar handa okkur mömmu. namminamm, og auðvitað hakkaði lafan það í sig og þambaði kókið eins og það væri mitt síðasta. nú þegar síðasti humarbitinn nálgasðist meltingarfærin var það komið að ólöfu að fá flugu í hausinn. jæja, nú skyldi sko haldið út að hlaupa, varla búin að kyngja síðasta bitanum...

út að hlaupa ég fór og refsaði mér feitt fyrir að minnka lífslíkur mínar um helming á einum degi. þegar ég var svo komin að brekkunni þarna hjá bláa lóns hringnum þá fékk ég liggur við dofa í vinstri handlegg og ákvað að hægja aðeins á svo að hjartaáfallið gerði nú ekki vart við sig. nú þegar ég náði loksins andanum og fór að labba veittust að mér tvær kolbrjálaðar kríur og stefndu beint í áttina að ljósstrípaða kollinum á mér.... það var tvennt í stöðunni. fá gat á hausinn eða halda áfram að hlaupa og fá hjartaáfall. auðvitað valdi ég seinni kostinn og hljóp eins og fætur toguðu upp nítíugráðubrattabrekku, alveg gjörsamlega búin á því. þegar á hólminn var svo komið leit ég upp og hélt að kríu asnarnir væru farinir.. en neeeiii áfram hélt ég liggur við alveg heim til gamla hússins hennar ingibjargar þar sem ég kastaði mæðunni og bað vegfarendur vinsamlegast um sjúkrabifreið þar sem ég myndi sennilega geispa golunni innan við tveggja mínútna.

ekkert varð úr því símtali því ég náði að skríða heim í efstahraunið þar sem móðir mín tók á móti mér með vatn, klaka og skyndihjálparnámskeið. því næst var sturtað sig og tekið alls kyns vítamín, steinefni og allt þar á milli. skellti mér svo með ingibjörgu og bjöggu á rúntinn að tala um skóstærðir og handsnyrtingu karla...??

jæja, með aukaslag í hjartanu og millirifjagigt bið ég ykkur vel að lifa
sjáumst hress, ekkert stress, BLESS!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Olof madur a bara ad eta a sig gat og svo bara leggjast upp i rum og hafa tad gott,,,ekkert vera neitt ad pina sig hahaha ;) bid ad heilsa fra Genf ;)

Lafan sagði...

vala t*tt: haha er það gert sjóleiðis í svisslandinu?? bið að heilsa steph snilling með meiru:) ég passa steinþór peinþór á meðan... hehe

au revoir!!

eyrún kani: segir hver, drulluflott sjálf;)

Nafnlaus sagði...

Eg skila tvi ;) Ja tu verdur ad fylgjast med drengnum,,,,,hvad er ad fretta af tjodhatidar gollunum ??? :)

Lafan sagði...

vala: jiii ef jói og magga eiga einhvern þátt í að skipuleggja það, þá koma þeir kannski fyrir jól...