þriðjudagur, júlí 12, 2005

Bikarleikur í 8-liða úrslitum

allir sem vettlingi geta valdið og ætla ekki að sjá Grindavík bursta val ættu að leggja leið sína upp í Grafarvoginn þar sem við í Fjölni ætlum að slá Skagastelpur út úr bikarnum og komast í 4ja liða úrslit... klukkan 8 í kvöld!

svo ef þið eigið tíma aflögu þá hefur verkefnið -Hreint herbergi, fagurt herbergi- verið sett á laggirnar og munu sjálfboðaliðar mæta og hreinsa herbergi númer 5 á Efstahrauni 32 eftir klukkan tíu í kvöld. Alls kyns hreinsilögur og rainbow-ryksugur velkomnar og munið að margar hendur vinna létt verk...

j-lo er farin að fá flugur í hausinn og velta fyrir sér möguleikanum að skreppa til sviss í viku eða svo fyrir skitnar tuttuguþúsundkrónur.

-það er gott að vera merkilegur, en það er merkilegra að vera góður!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er buin ad sitja uti a svolum i 10 min og er strax komin med lit a magan,,,,eg var bara ad ljuga ad ter med hitann adan,,,eg giskadi a 23 gradur en tad eru 27 gradur ha ekki slaemt ;) bid ad heilsa i bili

Nafnlaus sagði...

heh vid drepum essar pjasur i kvold er tad ekki Olöf min :)
kv Eyrun

Nafnlaus sagði...

ég myndi koma ef það yrði nilfisk-ryksuga á staðnum... Persónelga finnst mér þær bestar..hehe

Nafnlaus sagði...

úps þetta var bara ég Ágústa þarna að ofan

Lafan sagði...

valgerður: nei hættu nú alveg... arrrrrrg hvað mig langar!
eyrún: já við tættum þær sko í okkur, hvaða rugl með að komast ekki í sjónvarpið?? haha
ágústa: um leið og ég sá nylfisk þá VISSI ég að þetta værir þú hahahah

Nafnlaus sagði...

ja sammala ólöf :) nokkud stolt af okkur bara ,verd ad segja tad :)eyrun