þriðjudagur, júlí 05, 2005

Innrásin frá Mars

Eru karlar frá Mars og konur frá Venus??...
Fór á myndina "War of the Worlds" í gær ásamt Bjöggu Beib í stútfullum sal í Smárabíói. Eitthvað var sýningarstjórinn að berjast við þynnku liðinnar helgar líkt og aðrir bíógestir, því að eftir fokkin endalausar auglýsingar þá byrjar myndin á einhverjum hjónabandsráðgjafatíma með Brad Pitt og Angelinu Jolie.. Nei hurru... ekk´er ég á vitlausri mynd?? Eftir miklar vnagaveltur fóru áðurnefndir bíógestir fóru einnig að rísa úr sætum og kíkja á miðann sinn góða, huh?? War of the Worlds, salur 2, 04.07.2005??

Eftir miklar vangaveltur um hvort að ég væri nú ofisíallí búin að missa það, þá stóð herramaðurinn upp við hliðiná mér og sagðist vera komin með nóg og væri hreinlega farinn að ræða við sýningarstjórann. Jújú, það gekk eftir, hann hefði sett vitlausa mynd í og um 10 mínútum seinna byrjaði rétta myndin (sem fékk þá skemmtilegu þýðingu "Innrásin frá Mars" en það er skemmst að segja frá því að segja að Mars kemur myndinni nákvæmlega ekkert við og skil ég ekkert hver skeit í hausinn á þýðandanum...)

Nú skyldi maður ætla að allt gengi eins og í sögu þar sem starfsfólk Smárabíós var löngu búið að drulla uppá bak, en neeeeiieii, eftir hlé, þegar spennan var í hámarki og Tom Cruise kominn í háspennu-lífshættu eins og svo oft áður -ÞÁ KOM BARA ANNAÐ HLÉ ÞEINK JÚ VERÍ PLÍS!! Þá var nokkrum nóg boðið og löbbuðu bara út eins og mótmælendur á alþingi, en Lafan er ekki þekkt fyrir annað en rólyndisskap hélt sem kyrrast fyrir og hló bara að þessu, enda var Bjögga þarna til að róa mig niður :)

Hvers vegna þetta seinna hlé kom fæ ég víst seint að vita, en ég get lofað ykkur því að ef að karlar eru frá Mars, og konur frá Venus, þá hlýtur þessi umtalaði sýningarstjóri að tilheyra öðru sólkerfi...

vegna skrifstofu-óveðurs verður þessi pistill ekki lengri í dag og bið ég ykkur vel að lifa, því það er aldrei að vita hvenær geimverur taka yfirhöndinni hérna í Grindavík City

2 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Thad er gaman ad ther... Pistlarnir thinir koma alltaf brosi a varir minar - sama hversu mikid er ad gera hja mer!

Mig langar mikid a thessa mynd, thannig ad eg vona ad hun hafi verid god. Annars langar mig meira a "Wedding Crashers" sem a ad frumsyna her i thessari eda naestu viku. Hun er um 2 menn/straka sem fara i hvert brudkaupid a faetur odru - obodnir. Their eru bara ad thessu til ad na ser i stelpur. Leikararnir eru ekki af verri endandum: Vince Vaughn (Old School) og Owen Wilson (Zoolander)...meira ad segja Will Farrell bregdur fyrir i myndinni. Get ekki bedid... Fleiri upplysingar um myndina:
http://www.imdb.com/title/tt0396269/

... thad maetti halda ad eg fengi prosentu af agodanum ;) Thad er eins gott ad thessu mynd se god..

Lafan sagði...

já, takk fyrir þetta innslag:)

haha aldrei að vita nema maður fari á hana bara fyrir þig...