mánudagur, júlí 18, 2005

sögur að handan...

Klukkan er hálftólf að íslenskum tíma. Erfiði næturinnar gera það að verkum að hún liggur enn uppí rúmi og hugsar um alla fríu drykkina sem Magga hafði plöggað fyrir þær um kvöldið.. á milli þess sem hún telur drykkina og rifjar upp það sem upprifjanlegt er, þá hringir síminn. Móðursjúk tvíburasystir á kantinum öskarar af öllum lífs og sálar kröftum GEEEEEEEBBA ER BÚÚÚÚÚIN AÐ EIGA!! Líf færist í annars gengsæja stelpuna sem hendist til og frá og spyr hvað strákurinn hefði verið stór. ÞETTA VAR STEEEEEEEEELPA heyrist kallað frá hinum enda línunnar og geðshræringarnar í systrunum gerðu það að verkum að hringjarinn í Hallgrímskirkju bað hana sem nær var að vinsamlegast hafa lægra.

Með skammir í hattinum fór hún brosandi með málningarklessur gærdagsins í andlitinu að hitta samlokuna sína, Ingibjörgu sem að vonum var jafn geðshrærð og ánægð og hún með frumburðinn í grísklúbbnum. Förinni var heitið í Kringluna góðu, þar sem meðlimir grísklúbbsins höfðu oftar en ekki eytt frídögum sínum í frá blautri barnsbleyju og auðvitað átti að versla "velkomin í heiminn" gjöf handa dúllunni. Fyrst komu þær auga á úfinn bangsa með bleikri slaufu, tilvalinn á fæðingardeildina. Svo sáu þær bleikan galla, bleika húfu og bleika skó sem þær urðu að fá. Við kassan komu þær svo auga á annan bleikan galla sem á stóð "ég er sætust" ekki var nú hægt að sleppa því og var vísa-kortinu spanderað í annan eins viðburð. Ekki máttu þær láta sjá til sín án þess að vera með blóm í farteskinu og því var sjón að sjá þær við komuna á spítalann. Mary Poppins hefði roðnað við hliðina á stöllunum sem mættu galvaskar og kátar að sjá litla engilinn sem var nú ekkert lítill eftir allt saman...

Þarna lágu þau litla fjölskyldan kát og glöð eftir að hafa beðið eftir dúllunni síðan á fimmtudag, en sú stutta er greinilega lík mömmu sinni í töktum og byrjar snemma að "rolast" eins og amma Dröfn myndi nú orða það.

Klukkan er nú liðin sjö umræddan dag og hún ákveður að fara að drífa sig á æfinguna sem byrjar klukkan átta. Uppásstríluð mætir hún í teipuðum takkaskónum, ennþá með umræddar málningarslettur og önnur ummerki helgarinnar. En við komuna á völlinn sér hún að allir eru á förum og áttar sig á að eitthvað hafði hún misskilið þjálfarann, stelpurnar, aðstoðarmanninn og vallarstjórann og mætt klukkutíma of seint og misst af æfingunni.

Hvort að af byrjunarliðinu hún hafi misst verður bara að koma í ljós. Köttur útí mýri úti er ævintýri.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe þú ert æðisleg

Nafnlaus sagði...

ÞEtta er nú eins og talað úr þínu hjarta ;)

Nafnlaus sagði...

djö ofsalega styttist í þetta maður!! 6 dagar og partýið byrjar.. Hlakka mest til að dansa upp á hól :) hahaha...

Feliz viernes;) hehe

Lafan sagði...

anonymus þú ert ekki sem verst/ur sjálf/ur

petra mín, svona hlutir KOMA bara fyrir mig.. get ekkert að því gert!

dúll-ari-öxl shjeeeeet hvað þið stöllur verðið óborganlega fyndnir á ykkar fyrstu þjóðhátíð, og orðnir hátt í tottogofemm!!