fimmtudagur, júlí 14, 2005

Allir að fylgjast með Þjóðhátíðarlaginu 2005 sem verður frumflutt í fyrramálið!!
Hreimur sendi mér meil og bað alla Eyja-Fara að læra textann sem fyrst og bara lífið er yndislegt og there you go:

Með þér

Niðurtalningin er hafin hér.
Stundarglasið hefur gefið mér byr.
Úr lofti eða láði förum vér
og við göngum inn um gleðinnar dyr.

Viðlagið
Ég finn frið inn í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Ég finn frið inn í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.

Nú við löbbum inn í ljósadýrð
og leiðum saman okkar hesta í kvöld.
Úti verður okkar ævintýr,
því allir vita að hér er gleðin við völd.

Viðlagið
Ég finn frið inn í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Ég finn frið inn í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.

Hjartað slær ótt, ég er í sælufjötrum.
Ég bíð góða nótt
og kyssi þig...

p.s. Bára lögst í bleyti og Gebba komin með verki? Endilega að fara að drífa mig í lax. Gebbzy debbzy og Ray Pay gangi ykkur vel!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ sæta..hvað segiru gott? úhhh yehhh...það er eins gott að maður nái að læra þetta fyrir þjóðhátíð;)
það er svo stutt í hana..YES!
þjóðhátíðarfílingskveðja frá Ösp

Kristín María Birgisdóttir sagði...

ciao! flott að fá þennan texta loksins - búin að vera að hita upp í vinnunni með því að hlusta á gömlu góðu - ætla að vakna SPES til að heyra þetta lag!!!

2 vikur

Lafan sagði...

ösp: en ekki hvað.. við ættum nú að hitta á hvor aðra þarna í eyja-landinu og henda í okkur einu agua mexicana, ekki satt??

kristin: það er gott að menn hafi aga:) en ég spái mjög góðu lagi í ár...

Nafnlaus sagði...

...ekki spurning:)!!
see you then.