mánudagur, júlí 25, 2005

mundu mig og ég man þig
um alla tíð og tíma
ef þú þarft að finna mig
þá hef ég þennan síma

8474-291

-já, kjellan er bara komin með nýtt númer og nýjan síma tilbúin í átök helgarinnar sem verða jafn skemmtileg og þau kosta mann... er eins og krakki að bíða eftir jólunum og er túrborg a la grindavík efst á óskalistanum. bolirnir verða tilbúnir á þriðjudag, þar sem grindavíkur-gengið, bobby og Pamela láta sitt ekki eftir liggja í búninga-æðinu sem gripið hefur eyja-gesti

-annars er það að frétta að óskanen bró er væntanlegur til landsins seint á fimmtudag og tekur við heillaóskum og öðrum glaðningi í eyjum sem kenndar eru við vestanmenn.

-lafan lét sjá sig á gömlum slóðum á föstudaginn og skellti sér á dansiball með Grindjánum. lilli var mættur með vængina og óbreyttir borgarar fengu að munda míkrófóninn við gamalkunnugt lag bubba. laugardeginum eyddi hún svo í faðmi stór-fjölskyldunnar og endaði eins og vanalega eins og málverk á vegg á óliver.

vil bara loka fréttaskoti-löfunnar að þessu sinni með kveðju til grísklúbbsins og spænsku senjórítu genginu mínu sem ég ætla að hitta á kaffi kúltúr í kvöld (verð samt pínu sein, er að keppa, key??)

bara fjórar nætur til stefnu. dududududummmmmm

4 ummæli:

Magga Stina Rokk sagði...

nei betra að muna: 847-4291 (þetta er sko kross(doldið bjagaður) á símaskífunni!!)

til hamingju annars

Lafan sagði...

haha, já þetta er að vísu ógeðslega ljótt númer en hver hefur sína hentisemi og þetta verður maður að láta sér nægja:)

svo er ég líka í símaskránni...

betra að vera með ljótt númer en ekkert númer, hvenær kemuru? komin með fráhvarfseinkenni!!

Nafnlaus sagði...

Ég finn frið inn í mér ..

ég er orðin svooo spennt að ég get varla beðið :S :S :S Alveg að missa mig

Nafnlaus sagði...

Ég finn þig inn í mér...

Hann segir það staðfestlega;) ég er að fara á morgun, segir sá lati, þannig að kíp þe pís át öntil!!