þriðjudagur, febrúar 28, 2006

þá eru þau farin....

ætti ég að leita mér sérfræðisaðstoðar eða bara skalla veggi??? aspen var BARA gaman, magga snilli fokkaði upp hnénu á sér, wissler mágur með meiru dómineraði á skíðunum, svíinn var bestur (helv.. svíagrýlan!), mamma pabbi, gústaf og anna voru mögnuð, orri og hrefna gætu ekki verið með flottari hreim, jói er geeeeeeeeeeðveikur á skíðum og erla hefur engu gleymt:)

það eina sem vantaði var óskar pró að kenna mér að stökkva:)

svo skutlaði ég hele gengen uppá flugvöll í gær og þurfti að halda aftur tárunum þegar þau fóru (þau eru svo ógisslega skemmtileg) og keyrði heim með summer of 69 í botni, skrópaði í alla tímana í gær og í dag og fer nú að velta fyrir mér hvort þurfi nokkuð að leggja mig inn, háfullorðna konu með meiriháttar heimþrá!!!

jiiiiiiiiiiiiiiii

en sendi mínar bestu kveðjur til möggu sem er hnébrotin og búin að slíta allt sem hægt er að slíta á hægri fæti:=)

þangað til næst

laaaaaaaaaaaa ólöf

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

það er einmitt þessum manni að þakka að ég er ekki í sömu sporum og mín ástkæra tvíburasystir, þar sem hann kenndi mér að munda brettið og stökkva á stökkpöllunum eins og atvinnumaðurinn sem hann er...

en magga sum sé ákvað í síðustu ferðinni fyrsta daginn í aspen að skella sér á eitt stykki stökkbretti og til að gera langa sögu stutta þá endaði hún með sjúkraliðunum uppi á herbergi og getur ekkert skíðað þar til í fyrsta lagi á fimmtudaginn þegar við mætum á svæðið og gengur nú um eins og áttræð hölt kona, blótandi og sverjandi hvern djööööööfulinn hún hafi verið að gera á stökkbrettum svona fyrsta daginn!!

en nú er bara einn dagur í fljúvelina og Aspen be ware!!!!!! Ég ætla að skipta þessu niður í daga, tveir skíðadagar og tveir brettadagar... fer eftir því hvað allir hinir eru góðir á skíðum... fréttir herma að pétur pabbi pálsson sé ekkert að spá í austurríska stílnum sem okkur var kenndur í kerlingafjöllum í denn, heldur sé hraðinn aðal málið í dag... verður fróðlegt að sjá það:)

nenni ómögulega að skrifa meira, er löngu búin að missa tötsið
heyri í ykkur senere

altílæibleeeeeeeeeeeeeeeeeeeees

föstudagur, febrúar 17, 2006

ekki drap ég svíann... en djöfull var ég nálægt því!
annars crewið er væntanlegt um leið og þau finna vél sem nennir að bíða eftir þeim eftir seinkunina á íslandi, lafan mætti í alla tímana í dag þrátt fyrir 25 stiga frost úti og hengjandiyfirfráhelvíti:)

en ég get ekki haft þetta mikið lengra því það er allt að gerast í kvennaleik svía og kanamanna í KRULLU, steinarnir þjóta, sópararnir sópa og allt gert af þvílíku kappi að annað eins hefur ekki sést síðan magga og ólöf þrifu vísi hérna í denn, bssssssjálað að gera hjá manni...

planið um helgina er að horfa á united menn taka púlarana í ósmurt... jú nó, sýna klakabúunum kribbið mitt og spila smá fótbolta,

þangað til næst, verið góð við náungann og allt það

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

tekin tekin, tekin tekin tekin!!

veit ekki hvort þið kannist við málsháttinn sá hlær best er síðast hlær, en hann kom heldur betur aftan að mér í gær...

sko, muniði þegar ég bloggaði um að koma strákunum í bobba með hjartablöðrum og danstíma... ég reiknaði dæmið ekki alveg til enda. þannig er mál með vexti að annar pjakkurinn er nefninlega að skandinavíksum uppruna og getur skilið svona staf og staf í vorri ástkærri íslensku, sá umræddi fattaði sum sé hvað var á seyði og svaraði í sömu mynt:

það var venulegur valentínusardagur og ólöf ásamt tveimur öðrum Macalesternemum var stödd í skólastofunni að halda fyrirlestur um Carmen, þegar bankað er á dyrnar á skólastofunni. Inn koma átta karlmenn íklæddir jakkafötum og segjast vera komnir til að syngja valentínusarlag fyrir eina heppna... haha hugsa ég, djöfull væri þetta vandræðalegt ef að þetta myndi koma fyrir mig, algjörlega græn um að þetta væri fyrir löfuna. Svo er kallað, "OlAf, can you come and sit here in the middle..." neeeeeeeeeeeiiiiiiii hvur andskotinn, rauðari en steiktur tómatur dröslast ég og sest í stólinn umrædda. Svo var útskýrt að þetta lag væri frá dansfélaganum, neeeeeeeeeiiii hugsa ég en og aftur, sá verður höfðinu styttri þegar ég hitti hann næst! Ekki hélt ég að þetta gæti orðið neitt vandræðalegra, en neeei haldiðið að lagavalið hafa ekki verið eitthvað á þessa leið: When I think of you I mastrubate... í heilar þrjároghálfa mínútu þurfti ég að hlusta á átta karlmenn skiptast á að syngja erindi um hvernig þeir "snerta sig" við tilhugsunina um íslensku stelpuna sem spilar fótbolta og mætir á plums uppá helgi!!

þetta gæti því verið mitt síðasta blogg þar sem ég afhöfðaði umrædda, svíar eru nú einum færri og lafan á leið í fangelsi...

jæja get ekki haft þetta lengra því ég er að missa mig í að horfa á rússa og slóvaka spila hokký

alltílæibleeeeeeee

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

nú er glatt á hjalla hjá löfunni.is, ekki er hún aðeins búin að redda tölvinni heldur hafa tveir bestustu útlendingavinir hennar snúið aftur frá írlandi og nýja sjálandi, svo er ég svona allt að því komin með framtíðarplan (allavegna fram í 2007) og er hele familían (mínus atvinnumaðurinn sem er upptekinn við eiginhandaráritanir) væntanleg til draumalandsins á föstudaginn!! maður biður ekki um meira... tja jú kannski peninga og mjónuskap...

en á morgun er hinn alræmdi Valentínusardagur sem er að gera allt vitlaust hérna vestanhafs og gerðum við meghan magnúsi og Kiwi smá grikk með því að kaupa 30 helíum hjarta blöðrur,og blóm, létum senda þær heim til þeirra á morgun og keyptum einn prufu-dans-tíma í salsakennslu um kvöldið, haha!

læt ykkur vita hvernig það gengur...og eitt að lokum, vil óska Pálmari til hamingju með afmælið á morgun:)
lifið heil

föstudagur, febrúar 10, 2006

holy smokes

haldidi ad elsku besta tolvan min hafi ekki gefist upp i gaer, hreinlega sagdi bless og slokkti a ser! Eg vil nu kenna millistykkja-fiflinu sem eg a i stridi vid alla daga um, enda er thad i verkfalli og hreinega neitar ad umbreyta islenskri orku yfir i ameriska orku.. arrrg

for svo i mitt fyrsta mannfraediprof a ferlinum i dag og veit eg nu allt um upphaf mannkyns og af hverju islendingar eru svona likir.

en i dag er flosku.. nei fostudagur og tha er bara eitt a dagskra... live-band-karoki! her til hlidar getidi sed arangur sidasta fostudags... thar sem undirritud var dregin upp a svid til thess ad syngja honkeytonk woman eda eitthvad alika...

og svo svona sma innsyn i framtidina en eg er buin ad saekja oformlega um starf, ja STARF ekki hjalparstarf i Kina!! Eg sotti um sem enskuleidbeinandi i smabae i Kina, eg get valid um ad vera i 6 manudi eda 12... og hey, ef eg a ad laera kinversku tha er alveg eins gott ad nota taekifaerid og vera i ar! nuna er bara ad bida og vonast til ad eg uppfylli oll thau skilyrdi sem sett eru... vuhu!

annars bid eg ykkur bara vel ad lifa og vonandi get eg komist i tolvuna mina og sett inn allar myndirnar sem eg tok i NY, a djamminu og svo audda af ykkur i burtfarapartyinu minu

hejjjjjjjjjjj do og goda helgi!

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Fréttahorn Löfunnar-skúmað inn í fimmtudagskvöld macalester nema:
Fimmtudagskvöld: Fórum á háskólastaðinn Plums, skemmtum okkur dátt og enduðum heima hjá Löfunni í smá eftir-matarpartýi. Kokkur kvöldsins var enginn annar en Andrew Wissler sem er einkar laginn við gerð á makkarónum og osti.

Tíminn leið og leið og Lafan ásamt föruneyti farin að lengja eftir matnum. Eftir dolitla stund inni í stofu var föruneytið farið að gruna eitthvað gruggugt inní eldhúsinu þegar brunalyktina bar úr eldhúsinu. Ekki var þetta nein venjuleg brunalykt, heldur svona sterk þykkt brunalykt eins og þegar maður leikur sér að því að kveikja í hári úr höfðinu á sér yfir kertaljósi... í ljós kom svo að þetta var hárrétt hjá okkur (haha) maðurinn hafði hreinlega villst í eldamennskunni og kveikt í hárinu á sér!!fréttaritarar löfunnar.is voru á sjálfsögðu á staðnum og tóku þessar skemmtilegu myndir

ólöf daðey skrifar frá minneapolis
þangað til næst só lóng!

sunnudagur, febrúar 05, 2006

eftir smá bakslag þá er ég komin á beinu brautina, farin að gera heimaverkefnin sem mér eru falin og byrjuð að fjármagna heimsbjörgunina sem mun fara fram haust 2006:)

annars er það af kananum að frétta að ég ásamt 10 öðrum brettadúddum kíktum í fjöllin í gær og sörfuðum brekkarunar í 4 tíma ÁN ÞESS AÐ STOPPA!! Lafan er nú ekki alls ókunnug snjóbrettum, enda Óskarssystir og hefur í gegnum tíðina fengið góða kennslu frá atvinnumanninum...

hún þurfti samt endilega að grafa upp gömul sár er hún hélt enganvegin jafnvægi þegar hún kom úr fjögurra manna stólalyftu og flaug á j-lo bossann á 100km hraða. nú veit ég ekki hvað þú hefur þekkt mig lengi kæri lesandi, en þannig var nú það í denn tid þegar við vorum í svona 6 bekk þá gerðu strákarnir sér þann dagamun að kíkja á okkur stelpurnar í kvennaklefanum. Í eitt skiptið færðist heldur betur fjör í leikinn þegar að Reynir Daði og fleiri (já við á Löfunni leyfum nafnabirtingar...) bönkuðu sakleysislega á hurðina í B klefanum og skærgræna ólöf hélt að þetta hefði verið Gebba sem hafði læst sig úti. Á brókum og topp einum fata fer ólöf til dyra og sér, sér til mikillar undrunar að þetta voru 3-4 strákar! Ólöf brunar því inn í sturtuklefann til Möggu sem var útötuð í sápu en með handklæði, undirrituð reynir því að fela sig á bakvið handklæðið með Möggu, en svo undarlega vildi til að Ólöf stígur í poll af sápu, hendist upp í loft, haldandi dauðahaldi í handklæðið, flýgur beint á rófubeinið og fær Möggu beint ofaná sig... til að gera langa sögu stutta þá brákaði mín rófubeinið og strákarnir sluppu við straff!!!

arrrg... annars er planið í dag að horfa á superbowl og reyna að jafna sig í líkamanum eftir byltur gærdagsins, svo erum við hvolpurinn Óslar like this þessa dagana og alltaf þegar ég hoppa þá hoppar hann!!


farin að gíramig upp fyrir ofurskálina (superbowl)
heyrumst

fimmtudagur, febrúar 02, 2006


Myndir-Myndir-Myndir

á milli þess sem ég slæst við janúar-þunglyndið sem ég er áskrifandi að á hverju ári, þá áttaði ég mig á því að brátt mun vera mín hérna í kanalandinu taka enda og ungrú ólöf vera blankari sem aldrei fyrr, atvinnulaus, heimilislaus, peningalaus og sennilega í tíma og ótíma... hauslaus.

þessi pæling fékk mig til þess að taka mig saman í andlitinu og virkilega hugsa... hvern ands*** ætla ég mér að gera við líf mitt? bjarga heiminum? verða forseti? ja ekki gengu fyrirsætu áætlanir mínar upp heldur, og ég áttaði mig á því að kannski væri tími til kominn að setja markið aðeins lægra og jú... lets face it, hugsa raunsætt.

ég lýsi því hér með eftir öllum þeim sem kannast við slíka hugsun og senda mér hana í meili! (kæru fimmsomm kjéllur því miður, þetta er ekki okkar sterkasta fag!)

annars gengur háskólalífið í erlendum háskóla frekar vel, fer út að hlaupa þegar veður leyfir, mæti á mína venjulegu bjór-fimmtudaga á plums, kíki á næturlífið um helgar og svitna svo yfir öllu sukkinu og ókláraða lærdómnum þess á milli...

fékk svo að vita það að enginn annar en KOFI ANNAN sjálfur sé væntanlegur á campus í mars, þannig að kannski það sé pláss fyrir mig hjá sameinuðu þjóðunum eftir allt saman...

en fyrir ykkur sem voruð að spá í því af hverju ég skírði þennan pistil Myndir-Myndir-Myndir, þá var það einungis til að fanga athygli ykkar, haha gotcha suckers!! en án gríns þá eru myndirnar komnar í tölvuna, bara eftir að setja þær á netið! hér kemur smá preview frá New York ævintýrinu, lifið í lukku en ekki í krukku.