sunnudagur, febrúar 05, 2006

eftir smá bakslag þá er ég komin á beinu brautina, farin að gera heimaverkefnin sem mér eru falin og byrjuð að fjármagna heimsbjörgunina sem mun fara fram haust 2006:)

annars er það af kananum að frétta að ég ásamt 10 öðrum brettadúddum kíktum í fjöllin í gær og sörfuðum brekkarunar í 4 tíma ÁN ÞESS AÐ STOPPA!! Lafan er nú ekki alls ókunnug snjóbrettum, enda Óskarssystir og hefur í gegnum tíðina fengið góða kennslu frá atvinnumanninum...

hún þurfti samt endilega að grafa upp gömul sár er hún hélt enganvegin jafnvægi þegar hún kom úr fjögurra manna stólalyftu og flaug á j-lo bossann á 100km hraða. nú veit ég ekki hvað þú hefur þekkt mig lengi kæri lesandi, en þannig var nú það í denn tid þegar við vorum í svona 6 bekk þá gerðu strákarnir sér þann dagamun að kíkja á okkur stelpurnar í kvennaklefanum. Í eitt skiptið færðist heldur betur fjör í leikinn þegar að Reynir Daði og fleiri (já við á Löfunni leyfum nafnabirtingar...) bönkuðu sakleysislega á hurðina í B klefanum og skærgræna ólöf hélt að þetta hefði verið Gebba sem hafði læst sig úti. Á brókum og topp einum fata fer ólöf til dyra og sér, sér til mikillar undrunar að þetta voru 3-4 strákar! Ólöf brunar því inn í sturtuklefann til Möggu sem var útötuð í sápu en með handklæði, undirrituð reynir því að fela sig á bakvið handklæðið með Möggu, en svo undarlega vildi til að Ólöf stígur í poll af sápu, hendist upp í loft, haldandi dauðahaldi í handklæðið, flýgur beint á rófubeinið og fær Möggu beint ofaná sig... til að gera langa sögu stutta þá brákaði mín rófubeinið og strákarnir sluppu við straff!!!

arrrg... annars er planið í dag að horfa á superbowl og reyna að jafna sig í líkamanum eftir byltur gærdagsins, svo erum við hvolpurinn Óslar like this þessa dagana og alltaf þegar ég hoppa þá hoppar hann!!


farin að gíramig upp fyrir ofurskálina (superbowl)
heyrumst

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætli maður sé búinn að missa tötsið síðan í kerlingafjöllum hérna í denn?

Lafan sagði...

hahaha ja thad held eg! enda var eg aldrei eins god og thid halli... nakk hvad thid vorud godir!

manstu nokkud hvort thu varst goofy eda regular???

Nafnlaus sagði...

ég var regular, mínir brettahæfileikar hafa notið sín í sjónvarpinu allavegana ;)

Lafan sagði...

hahaha já og mömmu!!