miðvikudagur, febrúar 15, 2006

tekin tekin, tekin tekin tekin!!

veit ekki hvort þið kannist við málsháttinn sá hlær best er síðast hlær, en hann kom heldur betur aftan að mér í gær...

sko, muniði þegar ég bloggaði um að koma strákunum í bobba með hjartablöðrum og danstíma... ég reiknaði dæmið ekki alveg til enda. þannig er mál með vexti að annar pjakkurinn er nefninlega að skandinavíksum uppruna og getur skilið svona staf og staf í vorri ástkærri íslensku, sá umræddi fattaði sum sé hvað var á seyði og svaraði í sömu mynt:

það var venulegur valentínusardagur og ólöf ásamt tveimur öðrum Macalesternemum var stödd í skólastofunni að halda fyrirlestur um Carmen, þegar bankað er á dyrnar á skólastofunni. Inn koma átta karlmenn íklæddir jakkafötum og segjast vera komnir til að syngja valentínusarlag fyrir eina heppna... haha hugsa ég, djöfull væri þetta vandræðalegt ef að þetta myndi koma fyrir mig, algjörlega græn um að þetta væri fyrir löfuna. Svo er kallað, "OlAf, can you come and sit here in the middle..." neeeeeeeeeeeiiiiiiii hvur andskotinn, rauðari en steiktur tómatur dröslast ég og sest í stólinn umrædda. Svo var útskýrt að þetta lag væri frá dansfélaganum, neeeeeeeeeiiii hugsa ég en og aftur, sá verður höfðinu styttri þegar ég hitti hann næst! Ekki hélt ég að þetta gæti orðið neitt vandræðalegra, en neeei haldiðið að lagavalið hafa ekki verið eitthvað á þessa leið: When I think of you I mastrubate... í heilar þrjároghálfa mínútu þurfti ég að hlusta á átta karlmenn skiptast á að syngja erindi um hvernig þeir "snerta sig" við tilhugsunina um íslensku stelpuna sem spilar fótbolta og mætir á plums uppá helgi!!

þetta gæti því verið mitt síðasta blogg þar sem ég afhöfðaði umrædda, svíar eru nú einum færri og lafan á leið í fangelsi...

jæja get ekki haft þetta lengra því ég er að missa mig í að horfa á rússa og slóvaka spila hokký

alltílæibleeeeeeee

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha helviti var hann góður þarna gjörsamlega tók þig aftan frá:)hehe....

Lafan sagði...

hahaha heldur fokkin betur!
djöfull skal hann fá að gjalda fyrir þetta!

Nafnlaus sagði...

Það má eiginlega segja að þú sért búin að hlaupa 1. apríl og það er ekki nema febrúar;)
Hef einhvernvegin trú á að allt stefni í stríðsástand og áður en þú veist af þoriru ekki að fá þér morgunkorn á morgnanna því það gæti verið búið að setja mús í pakkan;)

Kv, Bowwow

Nafnlaus sagði...

Víst vitlaus linkur á bloggið mitt hér fyrir ofan.
er víst blog.central.is/bowwow

Kv,
KHH

Lafan sagði...

kristín... tja þú segir nokkuð... mús í morgunkornið huh... áttu fleiri hugmyndir!!!

haha

Nafnlaus sagði...

hahah magnús tók þig þarna í ósmurt ****gatið!
Það sem þú lendir ekki í... haahah gastu klárað fyrirlesturinn?? Eða skalfstu af skömm???

Lafan sagði...

eg skalf i gegnum hann og hlo svona af og til til ad bjarga andlitinu!! geeeeeeeeeeeeedveikt vvandraedalegt, shitturinn titturinn!

Nafnlaus sagði...

Góð! Elín og Magga vonkonur okkar ættu að taka þig til fyrirmyndar. Þær kvarta yfir venjulegum fyrirlestrum;)

Nafnlaus sagði...

haha djö...varstu tekin!!

gaman að lesa svona skemmtilegan pistil svona áður en maður fer aftur í vinnu!!

Lafan sagði...

já verði þér að því:)

haha... en honum skal sko náð á ný... just veit and sííí

Nafnlaus sagði...

Ojjjj hvað þetta er fyndið hélt ég myndi pissa í mig úr hlátri þegar ég las þetta!!hahahahahaha
Myndi gefa bílin minn fyrir að sjá þig þarna eins og bjána:)
Magnús fær Hi-5 frá mér.....

Lafan sagði...

hahaha... seldu hann og koddu þér hingað, kanarí smanarí!!!

ekki helduru með magga í þessari baráttu.. ég sem hélt við værum vinir:) haha

Nafnlaus sagði...

ha ha þetta hafði ég vilja sjá ;), ekki var svo gert svona fyrir þig í fyrra... jajá nú eru spænsku skvisur á leið í visó í bandariska sendiráðið, hringðu í okkur ef þú kemur um páskana.. sjáumst kv auður