fimmtudagur, febrúar 02, 2006


Myndir-Myndir-Myndir

á milli þess sem ég slæst við janúar-þunglyndið sem ég er áskrifandi að á hverju ári, þá áttaði ég mig á því að brátt mun vera mín hérna í kanalandinu taka enda og ungrú ólöf vera blankari sem aldrei fyrr, atvinnulaus, heimilislaus, peningalaus og sennilega í tíma og ótíma... hauslaus.

þessi pæling fékk mig til þess að taka mig saman í andlitinu og virkilega hugsa... hvern ands*** ætla ég mér að gera við líf mitt? bjarga heiminum? verða forseti? ja ekki gengu fyrirsætu áætlanir mínar upp heldur, og ég áttaði mig á því að kannski væri tími til kominn að setja markið aðeins lægra og jú... lets face it, hugsa raunsætt.

ég lýsi því hér með eftir öllum þeim sem kannast við slíka hugsun og senda mér hana í meili! (kæru fimmsomm kjéllur því miður, þetta er ekki okkar sterkasta fag!)

annars gengur háskólalífið í erlendum háskóla frekar vel, fer út að hlaupa þegar veður leyfir, mæti á mína venjulegu bjór-fimmtudaga á plums, kíki á næturlífið um helgar og svitna svo yfir öllu sukkinu og ókláraða lærdómnum þess á milli...

fékk svo að vita það að enginn annar en KOFI ANNAN sjálfur sé væntanlegur á campus í mars, þannig að kannski það sé pláss fyrir mig hjá sameinuðu þjóðunum eftir allt saman...

en fyrir ykkur sem voruð að spá í því af hverju ég skírði þennan pistil Myndir-Myndir-Myndir, þá var það einungis til að fanga athygli ykkar, haha gotcha suckers!! en án gríns þá eru myndirnar komnar í tölvuna, bara eftir að setja þær á netið! hér kemur smá preview frá New York ævintýrinu, lifið í lukku en ekki í krukku.


12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já takk elskan mín fyrir að minna mig á það að ég á mér engin framtíðar plön!! ekki einu sinni kæró til að byrja einhver plön með:(( En í staðin djamma ég bara, og þetta hlítur að reddast á endanum er það ekki??Eða ætli ég verði sjoppu stelpa að eilífu!! Hjómar ekkert alltof vel!!!:)

Lafan sagði...

hahaha.. sorry bobby min, eg er bara med einhverja heimthra smeimthra.. haha en thu att hus, bil, tolvu, helling af flottum fotum, fullt af folki sem elskar thig, thu ert saet, ogisssssslega skemmtileg og svo ertu god i ad mala, taka upp mussik, lesa enskar baekur, shiiit hvad thu ert god i trivial og svo finnst ther gaman ad ferdast til danemerkur med mer,

eigum vid ad ganga i college of nowhere saman??

Erla Ósk sagði...

Jaeja Olof min. Thu ert sennilega bara med heimthra nuna thvi thu hefur ekki komid i heim til min svo lengi... :) Eg byd ther her med formlega i heimsokn i kvold... eg skal redda einhverjum mat og drykkjarfongum. Ekkert mudur, thu maetir. Kl.19 i kvold (Fimmtud. 2.feb)... be there or be square! ;)

Erla Ósk sagði...

Sokum vinsaelda og annrikis hja Lofunni, tha hefur kvoldverdarbodinu verid frestad til fostudags.

Getur varla verid of leidinlegt hja stulkunni med svona stanga dagskra ;)

Nafnlaus sagði...

Hey, ég vil svona ennismynd..."hæ Dúllz"! pís át;)

Lafan sagði...

erla: jaha!! alltaf til i mat:) i kvold??

gummo: done, done and dooooooone!!

Nafnlaus sagði...

Æi takk fyrir þessu sætu orð:)ég á víst fullt af kostum það er bara verst að ég geti ekki notað þá nein framtíða plönon!!:)
En já ég er game ef þeir kenna bjór drykkju og hvernig í ósköponum ég á að hætta borða súkkulaði!!!!
en miss you hons:)

Nafnlaus sagði...

...þegar þú tekur myndina, þá verðuru að vera hlæjandi og það á a að sjást, þekki þig varla öðruvísi;) þú ert eintak af konu sem hvergi er hægt að finna annarsstaðar...tja, kannski magga jú;) hehehe

Lafan sagði...

bobby: bara heilagur sannleikur, eigum vid ad byrja bara ad kenna lifsleikni i 10.bekk?? djoo yrdum vid reyndar i thvi!!

miss ju tooo honey bunch

dullz: aeiiiiiiiiiii oh hvad thu ert saetur... fyrir thessi falegu ord faerdu flennistora mynd a midju bloggi, med solheimaglotti og alles!!

Magga Stina Rokk sagði...

Hææææææ hahaha þú ert bara fyndin!!
En veistu eftir að hafa fallið fyrir Che, ætla ég með þér að bjarga heiminum! Við skulum finna eyju í nauð og ganga til liðs við fallega skæruliða og hjálpa til við að koma landinu í rétt horf!

Sko þegar draumarnir, Ólöf mín, hverfa, ÞÁ fyrst ertu í vondum málum!!!

Magga Stina Rokk sagði...

Lov u :)

Lafan sagði...

magga: haha já það er rétt hjá þér... björgum heiminum og gerumst hippar!

miss ju!!