mánudagur, janúar 30, 2006

hvernig á að haga sér úti á lífinu í amerískri stórborg
(10 hlutir sem hafa ber í huga ef það á að meika það)

1. eiga óaðfinnanlega flottan jakka sem enginn annar á í 50 km radíus

2. drekka cosmó eða mojító á barnum (martíni tíminn er liðinn)

3. vera með réttu tónlistina á nýja ipodnum (ekkert píkupopp)

4. minna er nýja "meira", einföld klassísk djammföt

5. fléttur í öllu, fötum, hári... etc

6. því meira sem maður tipsar, því sterkari drykkir

7. vera óendanlega hreykin af íslensku arfleið sinni og beita hreimnum í gríð og erg

8. vera alfarið á móti bush

9. eiga samkynhneigðan og fara með honum út að dansa á laugardagskvöldum

10. eyða sunnudögunum í að horfa á entourage (nýji "it" þátturinn í amerísku sjónvarpi)

nú að svo sögðu vil ég benda á það að ég er hreykin af því að státa af öllu því sem hér að ofan hefur verið nefnt, og hvað hreyknust af því að hafa keypt mér geeeeeeeðveikan jakka í NY, farið í honum á the Lounge í Minneapolis og dansað inn í nóttina með Haris, einum magnaðasta homma í borginni sem hefur vit á tísku, kann að dansa, borgar drykkina fyrir mann og gefur manni óborganleg ráð við hinu kyninu!!

annars er skólinn kominn á fullt, lafan komin í bleyti, hefur ekki efni á skólabókunum og gleymdi að borga skólagjöldin!! en í ár er stefnt að því að vera frekar létt í skólanum, 2 spænskutímar, 1 mannfræði tími og eitt sjálfstætt verkefni þar sem ég vinn við að hanna nýja námsskrá handa kananum...

bið ykkur vel að lifa og MAGGA MÚS ÉG SAKNA ÞÍN!!

alltilæibleeeeeeeeeeeeees

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahá. Það er aldeilis! Maður þarf aldeilis að hafa hlutina á hreinu þegar maður kemur út. Úff.. það verður nú eins gott að hafa þig við hægri höndina til að hjálpa manni að passa upp á þetta allt saman ;)
ANnars hlakka ég geðveikt til að koma eftir 45 daga :D Tel dagana ;)
miss ya girl.
Þín Bjögga

Nafnlaus sagði...

Og er þessi samkynhneigði vinur sem á að dansa með vinur hennar Erlu ??

En samkvæmt þessu er ég varla gjaldgeng í land kanannna :(

Drekk hvorki cosmó né majító !! Get ekki haft fléttur. með of stutt hár !!
Ég á held ég ekki samkynhneigðan vin...allavega ekki svo ég viti ;)

En kannski er hægt að sækja um undanþágu !! Er það þá gert hjá líflegu tollvörðunum sem taka á móti manni úti ;);)

Nafnlaus sagði...

Hvenar er útskriftin??
er manni boðið?:)

Lafan sagði...

bjogga: thu verdur med thetta allt a hreinu thegar thu kemur ut;) djoo verdur gaman!!!

petra: hahahahaha ok eg skal koma med nyjan lista fyrir thig;) og jaha thetta er sko haris kallinn!!

bobby: hun er 13 mai og thad er buid ad taka fra saeti fyrir thig, eg er longu buin ad gera rad fyrir ther;) miss juuu