sunnudagur, janúar 08, 2006

Fjórtándinn...

gaman að fá svona aukajóladag vegna fárviðris... við mamma fórum skynsamlega í bónus á alvöru þrettándanum og keyptum þrjá kassa af prins póló eins og við höfum gert undanfarin ár, en fyrir ykkur sem eruð ekki svo heppin að vera grindvíkingar þá tíðkast sá siður hér suður með sjó að krakkar bæjarnins klæða sig upp sem alls kyns fígúrur sem svo síðar fá nafnið "PÚKAR" og banka uppá hjá fólki sem býður þeim gott í poka. nú eins og þið vitið var fárviðri þann dag og ekkert varð af sníkjupúkum það kvöldið og því þurfti ég að standast mátið (sem ég gerði að sjálfsögðu ekki) og endaði með því að overdósa á prinspóló áti og fór því ekki út fyrir hússins dyr á föstudagskvöldi (sem hefur ekki komið fyrir Lafði Löfu síðan að risaeðlur reikuðu um jörðina). laugardeginum var svo eytt í jóga-a-la guðjón bergmann og 4 bíó. alvöru þrettándinn var svo haldinn hátíðlegur með stínu páls í broddi fylkingar og mér til mikillar gremju voru sníkjupúkarnir í ár íklæddir úlpur og húfur!!! veit ekki hvað er að gerast með grindvísk ungmenni, en í denn var sko mikið í búningana lagt...

eitt árið vorum við adams fjölskyldan og bjuggum meira að segja til lag sem var eitthvað á þessa leið:

áttu gott í poka, já eitthvað gott í poka?
því annars verðuru drepinn
af adamsfjölskyndunni... dududududumm dumm

ég er ekki að segja að ég vilji fá hótunarbréf og drápssöngva, en common krakkar, leggja aðeins meira í búningana!!

með þessum orðum kalla ég þetta gott í bili, enda dumb and dumber komin í tækið og þrumu-minningar farnar á flug

hej do

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvað voru við gamlar þá eiginlega, allavega sona 13 e-h haha fyndið.
svo vorum við líka síamstvíbburar en ég og magga lögðum ekki eins mikið í búning þá og þið ingibjörg B2 hahahaha

Lafan sagði...

hahaha já.. við vorum alltof gamlar í þetta allavegana, og aldrei þessu vant tókum við ingibjörg ykkur í nefið í búningakeppninni!

Nafnlaus sagði...

sælar!!, nú er ég komin til íslands var á kanarý ;), hvernig væri að hittast á café kultura eða eitthvað, allar spænsku skvisurnar??
auður

Lafan sagði...

ég er sko meira en til í það skvís! sendu mér bara sms í 8474-291 og ég mæti!!