fimmtudagur, janúar 05, 2006



áramótaheit:
-hætta að háma í mig bingó kúlum og ógeðismat
-drekka bara bjór við brýnustu nauðsyn
-fara í ræktina 5x í viku
-hlæja meira á þessu ári, aðallega að sjálfri mér
-vera betri við náungann (aka hætta að halda partý
í miðri viku)
-og síðast en ekki síst vera miklu skemmtilegri í ár en í fyrra!!!

farin að horfa á dallas, j.r. og sue ellen voru að fá barnið sitt aftur sem cliff á samt, pamela er abbó útí keití sem er alltaf að reyna við bobby ewing en....

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvað segir Sue ef pamela er að kljást við keití og bobby situr bara hjá en skilur ekki í cliff fyrir að vilja sjást með bobby ef sonur bobby veit að hann á barnið?? Er Bobby með samsærið eða er það kannski bara JR sem svaf hjá ritaranum??

Erla Ósk sagði...

List vel a aramotaheitin... Eg aetla i raektina i dag og nestid mitt i dag samanstendur af lett-jogurti og avoxtum! Madur verdu nu ad taka sig a eftir sukkid yfir hatidarnar ;)

Bestu kvedjur fra Minnesota,
Erla Osk

p.s. Wissler kemur i dag!

Nafnlaus sagði...

Lýst vel á þig stelpa það er það sama í gangi hérna megin kominn með einkakóts og allt eins gott að ég verði orðin hevy bomba eftir 2-3mán!! eða ekki hevy en voða flott allavega:) en ég held að það sé barasta ekki hægt að verða miki skemtilegri!!

Nafnlaus sagði...

Er brýnasta nauðsyn fyrir bjór um helgina??

Nafnlaus sagði...

Á ég ekki bara að koma heim og þjálfa ykkur ;), annars smá ráð, fara helst í ræktina á morgnana, borða 5 sinnum á dag (8-10-12-15-18), og aldrei stærri skammt en hnefinn á þér + sallad (mátt svindla illilega einu sinni í viku til að gefa líkamunum sjokk), kolvetnis ríkan mat á morgnana og prótein ríkan á kveldin, aldrei að borða fyrir en klukkutíma eftir æfingu (líkaminn er enþá að brenna þá) drekka frekar rauðvín en bjór á djamminu, Good luck (þetta gerði ég og það virkaði)

Lafan sagði...

magga: jú jr veit að hann á barnið... bara spurning hvað sue ellen gerir...

erla: já segðu.. ojjj hvað maður át!!!

elín: haha já ef þeir eru leiðinlegir þá kem ég bara aftur:)

bobby: ég veit það, við verðum bombur, bé oo bé uu err!! segir hver ógesslega skemmtilega skemmtileg sjálf:)

gústa hejjjjjjdo: haha er það... tja það eru nú einu sinni jólin (í einn dag í viðbót allavegana)

baddi: ráð mjöööööög vel þegin.. rauðvín í stað bjórs segiru... er það lykilinn??

Nafnlaus sagði...

heyrðu ætli það sé hægt að "díla" við Badda um að senda manni bara innkaupalistann fyrir vikuna !!! Og svo bara matseðil og þá verður maður aftur eins og maður á að sér að vera ;););)

En þú færð alveg stóran plús frá mér ef þú heldur öll þessi áramótaheit út árið....þau eru nú svolítið krefjandi !!! Vantar bara : Að muna eftir að nota tannþráðinn ;) híhíhí

Lafan sagði...

hahaha hvernig vissuru að ég er löt að nota hann:) já baddi, kenndu okkur þetta.. plíííís!!

Nafnlaus sagði...

sendið mér bara e-mail á baddilofts@hotmail.com og ég sent ykkur allt planið sem ég gerði í excel skjali, 12 vikur af hvað þú mátt éta og hvernig þú átt að æfa. Ekki málið.

Nafnlaus sagði...

ég vissi að Baddi mundi ekki klikka. Sendum honum öll e-mail og fáum planið og gerum hann að manni ársins 2006 þegar við veðrum allar orðnar svo flottar að heimurinn fer að taka eftir ;)

Nafnlaus sagði...

Independent [url=http://www.invoiceforyou.com]free invoice creator[/url] software, inventory software and billing software to create masterly invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.