mánudagur, janúar 30, 2006

hvernig á að haga sér úti á lífinu í amerískri stórborg
(10 hlutir sem hafa ber í huga ef það á að meika það)

1. eiga óaðfinnanlega flottan jakka sem enginn annar á í 50 km radíus

2. drekka cosmó eða mojító á barnum (martíni tíminn er liðinn)

3. vera með réttu tónlistina á nýja ipodnum (ekkert píkupopp)

4. minna er nýja "meira", einföld klassísk djammföt

5. fléttur í öllu, fötum, hári... etc

6. því meira sem maður tipsar, því sterkari drykkir

7. vera óendanlega hreykin af íslensku arfleið sinni og beita hreimnum í gríð og erg

8. vera alfarið á móti bush

9. eiga samkynhneigðan og fara með honum út að dansa á laugardagskvöldum

10. eyða sunnudögunum í að horfa á entourage (nýji "it" þátturinn í amerísku sjónvarpi)

nú að svo sögðu vil ég benda á það að ég er hreykin af því að státa af öllu því sem hér að ofan hefur verið nefnt, og hvað hreyknust af því að hafa keypt mér geeeeeeeðveikan jakka í NY, farið í honum á the Lounge í Minneapolis og dansað inn í nóttina með Haris, einum magnaðasta homma í borginni sem hefur vit á tísku, kann að dansa, borgar drykkina fyrir mann og gefur manni óborganleg ráð við hinu kyninu!!

annars er skólinn kominn á fullt, lafan komin í bleyti, hefur ekki efni á skólabókunum og gleymdi að borga skólagjöldin!! en í ár er stefnt að því að vera frekar létt í skólanum, 2 spænskutímar, 1 mannfræði tími og eitt sjálfstætt verkefni þar sem ég vinn við að hanna nýja námsskrá handa kananum...

bið ykkur vel að lifa og MAGGA MÚS ÉG SAKNA ÞÍN!!

alltilæibleeeeeeeeeeeeees

mánudagur, janúar 23, 2006

sælar

þá er new york ævintýrið á enda og ekki frá því að maður sé með smá sting í hjartanu af söknuði við stóra eplið. við lentum seinnipart fimmtudagsins á jfk (kfc haha) og fórum beint á columbia campusinn til að skila dótinu af okkur og héldum svo á leið niður á times square þar sem beið okkar v.i.p. herbergi fullt af búsi á einum svalasta bar í ny. þrátt fyrir flugþreytu og annan pirring (þið vitið hvernig maður getur verið pirraður af því að ferðast) þá náði svíinn að fara á kostum, kaupa svona risastórt kort af new york, taka vitausa lest niður í harlem í staðinn fyrir times square og láta næstum ræna okkur, ég endurtek næstum:)ldið

en við komumst heil og höldnu á þennan alfræga whiskey bar og skemmtum okkur dátt framundir morgun eins og ny er þekkt fyrir. föstudagurinn fór í túrista-skoðun og gerðum við alveg eins og okkur var kennt í bíómyndunum, keyptum okkar mat á götunum, löbbuðum og borðuðum og svo framvegis. um kvöldið gerðum við svo eins og alvöru new-york búum sæmir, fengum okkur fína steik og fórum á jazz stað, mjöööög skemmtileg upplifun, mæli sko alveg með því að kíkja á jazz staði í ny!!

á laugardeginum fórum við svo á kíktum á markaði og nýjustu tísku í soho, chinatown (þar sem ég náði að nýta mér tai hao le (awesome á kínversku) með þvílíkum árangri að ég fékk næstum vinnu við að selja feik prada töskur) og svo fengum við okkur hádegismat á litlu ítalíu og er það alveg eins og að koma til ítalíu, bara í ny! svo ég kvarti nú aðeins yfir svíanum þá eins og þið vitið kannski er hann hálfur ítali og þurfti að nýta sér það sem hann kunni í ítölsku, svo var nottla svarað á ítölsku og þá skildi hann ekki neitt og við urðum eins og asnar...

um kvöldið hittum við svo nokkra vini sem við þekkjum þarna og fórum á einn skemmtilegasta 80´s/90´s stað sem ég veit um, lög eins og iiiiiiiii wanna dance withsomebody og grease hljómuðu frameftir nóttu...

svo var sunnudagurinn bara chill á wall street, rölt um staten island og frelisistyttan skoðuð...

skólinn byrjaði í dag og hef ég kosið það að vera frekar lítið í skólanum, maður er nú einu sinni að klára... einn tími á dag!! en aftur á móti mun ég reyna að vinna aðeins meira og líka vinna sem sjálfboðaliði í spænskumælandi skóla í borginni...

jæja orðið alltof langt, vonandi fatta ég hvernig á að setja myndirnar inn því ég er með nokkrar fyndnar úr ny

hilsen, ólöf heimsborgari

fimmtudagur, janúar 19, 2006

i´m leaving on a jet plane...

jæja, þá er ég að leggja í hann upp á leifs-eiríksson stöðina okkar og er förinni haldið í stóra eplið þar sem windmiller systurnar ætla að taka á móti okkur skandinavíubúum og sýna okkur kólimbíu háskólann, freslisstyttuna, empire state bygginguna, soho, china town, central park og PERK, fara á skauta á fræga skautasvellinu þarna, fara aðeins út á lífið og kannski sjá einhverja fræga.. vúhú gaman gaman...

bið bara að heilsa ykkur og takk fyrir æðislegt vetrarfrí:)

allir velkomnir í steitið, bara bjalla í mig
001-612-669-OLOF!!!

donna, pína, juicy, lafan, t-boss eða bara ólöf þakkar fyrir sig.

miðvikudagur, janúar 18, 2006

lafan á förum frá klakanum

sælar. þá fer bara að líða að því að maður leggji upp í sína hinstu ferð til kanaríkis og er ég ekki frá því að ég væri til í að taka síðustu önnina í fjarnámi til þess að geta meikað það sem fótboltakona í grindavík þar sem magga, gebba, rannveig og petra rós eiga eftir að taka mig í ra****** (stóðst ekki ritskoðun) þar sem ekki get ég æft með eins góðu liði þarna úti í asnalegu ameríku, nema að ég skrái mig í atvinnumannadeildina og æfi með þeim og gerist Minnesota Thunder spilari, eða eins og lög segja til um á góðri íslensku, Minnesóta Þruma.

Ekki er undirrituð ókunnug Þrumunni þar sem hún sat í Þrumuráði í 3 ár og það síðasta formaður ráðsins. Algjörlega reynd Þruma, ekki spurning. En það verða hvorki þrumur né eldingar í dag þótt ringt hafi. Í dag ætla ég að reyna að komast á bretti ef veður leyfir, elda einn tvo heita rétti og bjóða svo fastagestum að koma og kveðja mig í kvöld! Þannig að allir sem sjá sér fært að mæta eru velkomnir í kotið á efstahrauninu.

Ekki verður þetta lengra í dag, enda kominn tími til að pakka... sem verður ákaflega erfitt þar sem flugfélögin eru búin að minnka kvótann úr 32 kílóum á tösku í 23... sem þýðir aðeins eitt, að magga fær að njóta allavegana helming fata minna!

kem svo með lokafærslu á morgun, bið ykkur vel að lifa
donna martin

föstudagur, janúar 13, 2006

shæse

já enn og aftur erum við hérna á löfunni.is upptekin af skemmtilegustu íþrótt í lífinu í heiminum (eins og ein besta fótboltakona okkar grindjána sagði forðum)FÓTBOLTA en að þessu sinni beinist athyglin að meistaraflokk kvenna í grindjánavík. en í kvöld barst þessu annars ágæta liði einn sá besti liðsauki í manna minnum þegar margét, gerður björg, ólöf daðey, petra rós og rannveig mættu galvaskar á æfingu. við tókum þær tali eftir æfingu í kvöld:

spyrjandi: hvað segiði stelpur, eruði ekkert orðnar of gamlar fyrir þetta?
allar: það má vel vera, en við höfum tröllatrú á jón óla þjálfara og fyrir mót munum við hlaupa 100 metrana á 10-11 sek
spyrjandi: nú, og eruði allar í kjörþyngd?
petra rós: já, ég allavegana, ég er bara ekki nógu há...
en aðspurðar að hvernig þeim lýst á hópinn þá voru þær bara hressar og sögðu eintóma gleði ríkja innan liðsins og yndislegur mórall. ekki var liðin meira en ein æfing þegar þær nýju "gömlu" voru farnar að blása til teitis og annarra skemmtilegheita.

með meðfylgjandi mynd kveðjum við í bili, en fréttaútskýrandinn okkar fann þessa mynd í fjöru og fannst viðeigandi að hafa hana með, maður fer bara ekki í KR!!


svo viljum við minna á komu svíakonungs annað kvöld, býst við að sjá ykkur
reynslukúlan kveður

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Það er ekki tekið út með sældinni að vera atvinnumaður eins og hann Óskar bró hjá Ipswich, eða Isspiss. Haldiði að ensku dómarafíflin hafi ekki hreinlega rekið pjakkinn út af eftir 15 mínútna leik síðalstliðinn laugardag. Eitthvað hafa þeir verið fúlir út í Thule auglýsinguna margfrægu þegar þeir segja "and that´s why all the beautiful women are in Iceland and all the ugly ones are in England" því að eins og áður kom fram þá va kjéllinn rekinn útaf eftir um einungis 15 mínútna leik. Við hérna hjá Löfunni.is náðum tali af kappanum og hann hafði þetta um atvikið að segja:

"andsk... djöööööö... dómari maður!!!!!! þetta var ekki brot fyrir fimmaura. Vörnin var eitthvað að dútla með boltann og sendu svo hálf glæfralegan bolta aftur til mín, sem ég tók við, en ekki nægilega vel og þurfti að teygja mig eftir honum. Þá pressaði sóknarmaður West Ham og við lentum í tæklingu, ég fór algjörlega bara í boltann og hinn leikmaðurinn bað mig afsökunar eftirá og sagði þetta ekki einu sinni hafa verið víti, hvað þá beint rautt spjald..."

Núna bíður atvinnumaðurinn með eftirvæntingu eftir úrskurði aganefndar, einn eða tveir leikir í bann. Hann vonast að sjálfsögðu eftir eins leikja banni því þá nær hann bikarleik sem spilaður verður á Anfield. Það má svo til gamans nefna það að í stað Óskars í markið fór Sheringham, sonur hins víðfræga Teddy Sheringham.

En aðspurður að sannleiksgildi Thule aulýsingarinnar sagði hann: "Thule auglýsingar ljúga aldrei..."

Við hérna á fréttastofunni þökkum að sinni og hvetjum alla til þess hingað inn og láta rödd sína berast:

sunnudagur, janúar 08, 2006

Fjórtándinn...

gaman að fá svona aukajóladag vegna fárviðris... við mamma fórum skynsamlega í bónus á alvöru þrettándanum og keyptum þrjá kassa af prins póló eins og við höfum gert undanfarin ár, en fyrir ykkur sem eruð ekki svo heppin að vera grindvíkingar þá tíðkast sá siður hér suður með sjó að krakkar bæjarnins klæða sig upp sem alls kyns fígúrur sem svo síðar fá nafnið "PÚKAR" og banka uppá hjá fólki sem býður þeim gott í poka. nú eins og þið vitið var fárviðri þann dag og ekkert varð af sníkjupúkum það kvöldið og því þurfti ég að standast mátið (sem ég gerði að sjálfsögðu ekki) og endaði með því að overdósa á prinspóló áti og fór því ekki út fyrir hússins dyr á föstudagskvöldi (sem hefur ekki komið fyrir Lafði Löfu síðan að risaeðlur reikuðu um jörðina). laugardeginum var svo eytt í jóga-a-la guðjón bergmann og 4 bíó. alvöru þrettándinn var svo haldinn hátíðlegur með stínu páls í broddi fylkingar og mér til mikillar gremju voru sníkjupúkarnir í ár íklæddir úlpur og húfur!!! veit ekki hvað er að gerast með grindvísk ungmenni, en í denn var sko mikið í búningana lagt...

eitt árið vorum við adams fjölskyldan og bjuggum meira að segja til lag sem var eitthvað á þessa leið:

áttu gott í poka, já eitthvað gott í poka?
því annars verðuru drepinn
af adamsfjölskyndunni... dududududumm dumm

ég er ekki að segja að ég vilji fá hótunarbréf og drápssöngva, en common krakkar, leggja aðeins meira í búningana!!

með þessum orðum kalla ég þetta gott í bili, enda dumb and dumber komin í tækið og þrumu-minningar farnar á flug

hej do

fimmtudagur, janúar 05, 2006



áramótaheit:
-hætta að háma í mig bingó kúlum og ógeðismat
-drekka bara bjór við brýnustu nauðsyn
-fara í ræktina 5x í viku
-hlæja meira á þessu ári, aðallega að sjálfri mér
-vera betri við náungann (aka hætta að halda partý
í miðri viku)
-og síðast en ekki síst vera miklu skemmtilegri í ár en í fyrra!!!

farin að horfa á dallas, j.r. og sue ellen voru að fá barnið sitt aftur sem cliff á samt, pamela er abbó útí keití sem er alltaf að reyna við bobby ewing en....

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Lífsannáll Löfunnar 2005



Það skipust á með skin og skúrum hjá undirritaðri á árinu, en aldrei tapaðist gleðin og mikið tók hún sér fyrir hendur, þetta er það sem stóð upp úr og það sem hún man svona að mestu leyti

brottför frá kanalandinu til að vera skiptinemi heima á ísalandinu
danmerkurferð ásamt möggu og bobby, ógesssssslega gaman og ligeglad
ameríkuferð með stjána frænda, komum liðinu algjörlega í opna skjöldu
spænskudjömm í fleirtölu, muchos thankyous mis vidas
englandsferð með brady-bönchinu til að kanna aðstæður nýjustu stjörnu íslands
fyrstu lokapróf löfunnar í íslenskum háskóla -náði
afmæli vísis.. sjómannahelgin.. nakk
mexikóferð með turtildúfunum möggu og jóa sem endaði með kúbuferð -algjör draumur
smá fótboltasprikl sem varð aldrei samt eftir tognun í leðurblökkuhelli í mexíkó
þjóðhátíð 2005 -ég elska grindavík!!
brottför frá klakanum, við tekur nám í kínversku!!
heimsóknir frá íslandinu gera dvölina bærilega, sérstaklega magga og teddý!!
tapaði í borðtennismóti og þurfti að syngja karókí
jólin komu og fóru
árið kvatt með stæl og það nýja tekið með trompi

á þessau ári er þetta svo framundan:

19. jan, fer til usa
feb. aspen skíðaferð með hele familíen (nema atvinnumaðurinn)
mars spring-break ferð til mexíkó eða jamaíku
apríl heimsóknir að heiman!!
13. maí ÚTSKRIFT!! allir velkomnir að koma og sjá mig kasta upp húfunni
endann maí cruise um karabíksahafið
sumarið og haustið óráðið en stefnt er á hjálparstarf útí heimi

með ósk um góðan árangur í ræktinni kveður lafan á leiðinni í jóga