mánudagur, desember 20, 2010

Þá er komið að því...

...síðasta blogið í ferðalaginu! Í kvöld leggjum við í tuttuguogeitthvað tíma flug frá Sydney til London með smá stoppi í Dubai. Þaðan verður svo farið frá Heathrow til Gatwick og síðan beðið í 13 tíma þar til að við tökum enn aðra flugvél, en í þetta sinn til Svíþjóðar þar sem ég verð í tólf tíma áður en ég kemst loksins heim.

Þetta er að sjálfsögðu planið fyrir ófyrirséðar aðstæður. Það er víst allt í kaos í London vegna snjókomu og ef að ekki er flogið þangað... þá er það hugsanlegt að jólin verði eydd á flugvellinum í Dubai (snökt snökt). En Pollýanna neitar að trúa að veðurguðirnir ætli að stríða henni núna og leggst á bæn að vélin fái að lenda í London og að vélin fari frá London til Stokkhólms!

En ég kveð þennan hluta heimsins með gleði í hjarta, smá gat á veskinu og óteljandi minningar sem eiga svo sannarlega eftir að hlýja mig í myrkrinu í janúar. Þessi helgi hefur einnig verið sérstaklega góð því ég fékk að eyða þremur heilum dögum með henni Ingibjörgu minni alveg alein!

Við sendum strákana til Melbourne á föstudaginn, keyptum osta, súkkulaði og vín og nutum sólarblíðunnar á svölunum þar sem við horfðum á sólina setjast, hituðum upp fyrir Bon Jovi og skypuðum fólk sem nennti að tala við okkur á Íslandi! Á laugardaginn fórum við svo í tvær búðir að máta brúðarkjóla (já við erum gamlar I KNOW!) en ég hélt að ég myndi deyja úr hlátri við að sjá æskuvinkonu mína, sem klæddi sig í stígvél og hallærisleg íþróttaföt með mér í gamla daga, uppáklædda í gullfallegan brúðarkjól, en það sem var svo skrýtið var að það var eins og hún hefði aldrei gert annað en að sýna brúðarkjóla -svo falleg brúður! Eftir það var leitað að jólunum í hjartanu okkar með því að versla jólagjafir og horft á bíómyndir með nammi á kantinum (ef að það öskrar ekki jólin þá veit ég ekki hvað!)

Í gær fórum við svo á tónleikana sem stóðu sko algerlega undir nafni en það er erfitt að lýsa tilfinningunni sem maður upplifir þegar að maður sér stórstjörnu slá í gegn á sviði... reyndi að taka upp vídjó á fullu en er ansi hrædd um að þau verði ekki sett á almennan markað sökum þess að ég er gersamlega öskrandi með öllum lögunum og slíkt skyldi aldrei leggja á fólk!

En núna er ég farin að leita að síðustu jólagjöfunum, fá mér hádegismat og njóta lífsins áður en að flugvallageðveikin gengur í garð.

Þakka áherynina í þessari ferð -ég er pottþétt komin með bloggdelluna upp á nýtt þökk sé ykkur.

Ólöf kveður hinum megin við hnöttinn, sjáumst vonandi fyrir jólin!

fimmtudagur, desember 16, 2010

On the road again...

Enn og aftur er ég komin á nýjan áfangastað, eða réttara sagt gamlan nýjan áfangastað. Já þið gátuð rétt, ég er komin til Sydney til minnar ástkæru Ingibjargar sem mætti eldsnemma á sunnudagsmorgun síðasta upp á flugvöll að sækja okkur. Eins og vaninn er hjá mér, þá fylgir nýjum áfangastöðum nýtt blogg!

Seinna ferðalagið um suðureyju Nýja Sjálands heppnaðist vel í alla staði. Við náðum að tjalda tjaldinu án teljandi vandræða og vöknuðum á réttum tíma til þess að mæta í kayak-kynninguna góðu. Þar lærðum við að stjórna kayaknum sem við ætluðum að leigja í tvo daga, í ólgusjó, hvernig við ættum að komast upp úr honum ef að svo illa vildi til að við myndum velta og hvernig við ætttum að komast ofan í hann aftur og í síðasta lagi ef að það virkaði ekki, hvernig ætti að skjóta upp viðvörunarblysi.

Nú, eins og þið eruð líklega að hugsa þá hringdu nokkrar viðvörunarbjöllur í hausnum á mér eins og gengur og gerist þegar að maður hugsar fram í tímann -einn kayak, einn Íslendingur, einn Svíi, eitt tjald og eitt risastórt haf! Eeeen ég ákvað að vera hugrökk og kveikti á öllum athyglisgáfunum í líkamanum og límdi þessar leiðbeiningar kayak-mannsins inn í kerfið hjá mér. Ferðin byrjaði vel og farið var eftir sjókortinu góða og siglt meðfram firðunum, inn á eyjur að skoða seli og sólað sig á fallegum ströndum. Það var rólegt í sjóinn og sólin skein eins og henni einni er lagið. Sem betur fer var sólarvörnin með í ferð, en því miður týndi ég sólgleraugunum þegar ég var svo spennt að mynda mömmusel með litlu selabörnin sín á einni eyjunni. Um miðjan daginn vorum við svo komin á tjaldsvæðið sem við höfðum bókað deginum áður (en maður þarf víst að bóka fyrirfram til þess að fólkið viti hvort að maður hafi týnst eða ekki!). Þar tjölduðum við, fórum í göngutúr og elduðum okkur forhitað pasta með kartöfluglögum og biðum eftir að sólin settist svo við gætum horft á stjörnurnar.

Það hafði ekki rignt í Abel Tasman í átta vikur, en næsta dag ákváðu veðurguðirnir að stríða okkur kayakfólkinu með hellidembu og roki. Við vöknuðum og pökkuðum saman áður en að veðrið skall á og vorum rétt komin út fyrir fjörðinn þegar að okkur leist ekki á blikuna, háar öldur, rigning og rok. Nú fór allt sem kayak-maðurinn hafði sagt okkur að rifjast upp og ég í smá móðursýkiskasti segi Magga að snúa við á næstu strönd og bíða veðrið af okkur. Magga til mikilla ama (sem öskraði vúhú þegar við klesstum inn í öldurnar og fannst þetta hin besta skemmtun) sneri hann kayaknum við og við rérum áleiðis á ströndina þar sem við biðum í góðan hálftíma áður en við héldum áfram. Svona gekk þetta allan daginn, við rérum smá og hvíldum okkur í næsta skjóli. Ég hef sjaldan verið eins glöð og þegar að vatnaleigubíllinn sótti okkur á endastöðinni og kom okkur í land!

Næsta dag var svo haldið áfram til Blenheim þar sem við leigðum okkur reiðhjól og skoððum vínekrur með tilheyrandi smakki. Ég veit ekki hvort að nýsjálenskir veðurfræðingar fari í sama skóla og þeir íslensku en við bjuggumst við 25 stiga hita og sól en enduðum á því að hjóla um í rigningu og roki, sem gerði stoppin þess heldur áhugaverðari.

Síðasti leggur ferðarinnar var svo í gegnum Kaikoura þar sem við sáum enn fleiri seli og höfrunga að leik. Knox fjölskyldan tók svo á móti okkur í Christchurch þar sem við fengur fullt gott að borða og svona til þess að undirstrika gestrisnina hjá þessu fólki þá vaknaði fjölskyldufaðirinn um miðja nótt til þess eins að skutla okkur ferðalöngunum á flugvöllinn! Malcom, Judy, Sara og Kiwi ef þið lærið einhvern tímann íslensku -takk fyrir okkur!

Nú erum við að njóta síðustu daganna í Sydney áður en við höldum heim fyrir jólin. Ég veit að Ingibjörg verður leið að sjá okkur fara, en ekki eins leið og moskítóflugurnar sem hljóta að vera skilgreindar sem offitusjúklingar eftir að hafað nartað í mig síðustu nætur...

Á morgun fer Maggi til Melbourne með David þar sem þeir eru að fara í þrítugsafmæli vinar hans Davids og á meðan ætlum við Ingibjörg að hafa osta og vínkvöld, fara í fancy-lunch og máta brúðarkjóla, versla jólagjafir, skella okkur út á lífið og... wait for it... FARA Á BON JOVI TÓNLEIKA!

Bið ykkur vel að lifa
Lafan out

sunnudagur, desember 05, 2010

Jæja góðir hálsar... vil biðjast velvirðingar á seinlegum pistli, en það er bara búið að vera of gaman að vera til!

Síðan að ég settist við tölvuborðið síðast hefur margt gerst og ég hef meðal annars fært mig um set til Nýja Sjálands þar sem ég er nú stödd.

Vínsmökkunarferðin í Ástralíu með nýtrúlofaða parinu var sko ekkert slor og eins og sönnum vínaðdáendum sæmir byrjuðum við daginn á því að fá okkur morgunmatsvín í boði hússins og horfðum á kengúrurnar skoppa um á engjunum í morgunsólinni. Síðan voru um 4 vínekrur heimsóttar, óteljandi vín smökkuð og enn fleiri flöskur keyptar. Einhver heppinn fær skemmtilega jólagjöf frá mér þetta árið haha!

Eftir þá skemmtilegu helgi skunduðum við hjónaleysin yfir til Nýja Sjálands þar sem að góðvinur okkar Kiwi Beats tók á móti okkur í Christchurch með bros á vör. Hann byrjaði á því að sýna okkur byggingarnar sem skemmdust í jarðskjálftanum í september, en fyrir þá sem ekki fylgjast með fréttum erlendis frá þá reið yfir jarðskjálfti hér upp á 7.1 á richter skalanum en furðulega fá hús hrundu og enginn slasaðist alvarlega! Eins og við mátti búast af Nýsjálendingnum þá var farið með okkur fyrsta kvöldið á local-pöbbinn og bjórinn smakkaður. Síðan skelltum við okkur til Akaroa sem er 45 mínútur frá Christchurch og fengum okkur fish and chips og röltum um. Á laugardeginum vorum við svo búin að leigja okkur húsbíl hjá fyrirtæki sem heitir Jucy og skelltum við okkur í 5 daga road tripp með landakortið að vopni og sáum meðal annars mörgæsir, seli, albatrossa, fjöll og fyrnindi (byrjuðum að fara til Dunedin að sjá Kiwi keppa í fótbolta, síðan héldum við áleiðis til Milford Sound og þaðan til Queenstown). Ég var enn og aftur plötuð í margra klukkutíma gönguferðir, 4 tíma kayakferðir og hálfs dags hjólaferð (líður stundum eins og ég sé í the biggest looser haha).

Til þess að láta þennan pistil ekki hljóma eins og hina verstu upptalningu þá verð ég að nefna nokkur atriði sem stóðu upp úr þessari húsbílaferð.

-Vegurinn til Milford Sound var eins og klipptur út úr Lord of the Rings (sem var að hluta tekin upp þar)
-Á leiðinni stoppuðum við til þess að fara í smá göngu en þegar við komum til baka var fugl sem kallast Kea fugl og er mjög sérstakur mættur upp á bílinn hjá okkur og var að borða gúmmíið af toppnum örðum ferðamönnum til mikillar ánægju (en sem betur fer tók Jucy húsbílaleigan ekkert eftir því þegar bílnum var skilað!)
-Í kayakferðinni góðu sem við borguðum morðfjár fyrir var grenjandi rigning og þoka þannig að við sáum ekki helminginn af því sem við áttum að sjá, en fengum óvæntan glaðning þegar að selur nokkur tók upp á því að veiða sér kolkrabba rétt hjá okkur og fylgja okkur nánast alla leið niður fjörðinn
-Í Queenstown leigðum við okkur hjól og létum skutla okkur inn í fallegan dal einungis til þess að við gætum hjólað tilbaka. Ég var kokhraust og alsæl með það hversu hátt okkur var skutlað upp og hélt í einfeldni minni að hjólaferðin yrði héðan í frá öll niður brekkur og ég gæti bara slakað á og notið útsýninsins. Allt kom fyrir ekki og annað eins erfiði hef ég ekki upplifað frá því að maður keppti marga leiki í röð á pæjumótunum í denn.
-Það var þó eitt sem hélt gleðinni inni í mér en það var Magnús nokkur Svíi með meiru sem reyndi að vera gríðarlegur töffari og hjóla alla leiðina upp bröttu brekkuna sem ég teymdi bara hjólið. Honum tekst ekki betur til en það að maðurinn prjónar yfir sig og lendir í fjallshlíðinni í miðjum runnanum og litlu mátti muna að hann færi alla leið og hann þurfti hjálparhönd frá mér til þess að losa sig úr þessari klípu sem hann var kominn í. Eins og mér einni sæmir gat ég því miður ekki aðstoðað hann strax vegna þess að ég var í kasti á jörðinni að reyna að ná andanum.
-Eftir hjólaferðina skelltum við okkur í hjólabíla niður fjall sem endaði vel sem betur fer!

Eftir húsbílaferðalagið fórum við svo aftur til Kiwi og co þar sem hugsað var um okkur eins og kóngafólk eins og það á að vera!

Núna erum við stödd í örðu ferðalaginu, núna um norðurhluta suðureyjarinnar og erum í Abel Tasman þjóðgarðinum þar sem við ætlum að tjalda yfir nótt og halda svo áfram inn í þjóðgarðinn á morgun í kayak og vera í eina nótt með kayak og tjald að vopni inni í miðri náttúrunni!

Verð duglegri að blogga næst, farin að tjalda og horfa á sólina setjast.

Knús og kossar heim!

föstudagur, nóvember 19, 2010

Í dag er föstudagur og á föstudögum er gaman að fá sér gott í glas með góðu fólki. Hérna down under er sko ekkert verið að skafa af gleðitækifærunum og hafa Smith hjónin planað handa okkur ferð í Hunter Valley, sem er dalur í tveggja tíma fjarlægð, fullur af fallegu landslagi, húsum og vínekrum! Þar ætlum við að eyða helginni í leigðu húsi við fallegt vatn, smakka góð vín, góða osta og njóta þess að vera til, alveg eins og Sideways myndin... nema fyrir utan famhjáhaldið haha

Annars höfum við verið að bralla ýmislegt, fórum til að mynda að sjá Blue Mountains sem er fallegur þjóðgarður ekki svo langt frá Sydney. Þar sáum við fallg fjöll, fallega fugla, ótrúlegt útsýni og eins og vanalega var ég plötuð í langan göngutúr með tilheyrandi væli að minni hálfu.

Síðan fengum við okkur hádegismat í fallegum smábæ í fallegri götu og völdum stað sem var svolítið út úr sínu "elementi" ef svo má að orði komast. Staðurinn var eins og fjallakofi frá miðöldum og afgreiðslufólkið var einnig eins og það væri frá miðöldum. Allir karlmennirnir báru fallegt og mikið skegg í anda Svíans, nema þeir voru allir síðhærðir með skipt í miðju. Konurnar voru einnig með sítt hár, skipt í miðju, ómálaðar og gengu í furðulegum fötum. Maturinn var hins vegar himneskur, allt lífrænt og voðalega heilsusamlegt eitthvað. Áður en við fórum skellti ég mér á salernið og sá það alls kyns bæklinga sem útskýrðu þennan fatnað og útlit fólksins. Kom á daginn að þetta var sértrúarsöfnuður sem trúir á samfélagið sitt og snýr bakinu við hinu almenna samfélagi eins og gengur og gerist í slíkum sértrúarsöfnuðum. Mér fannst þetta alveg magnað, en ef þið viljið fræðast frekar um þennan sérstaka hóp klikkið þá hérna -ég mæli sérstaklega með því að kíkja á kaffihúsin þeirra, hrikalega góður matur!

Annars hef ég ekki frá miklu örðu að segja annað en við fórum einn daginn á ströndina, hinn daginn fórum við að heimsækja tengdafólkið hennar Ingibjargar og annan daginn fórum við í bíltúr niður götuna að kaupa í matinn en enduðum á því að týnast og vorum nálægt því að skilja þegar að við loksins fundum leiðina heim, en ef að þið viljið láta reyna á sambandið -prófið þá að týnast í miðbæ Sydneyjar á háannatíma...

Sem betur fer mun Dabbi keyra á vínekruna á eftir og því þurfum við ekki að hafa áhyggjur af skilnaðarpappírunum og getum einbeitt okkur að smökkunarhæfileikunum og þykjast vita hvað við erum að gera þegar að vínsmökkun kemur -svolítið mikil eik, mikið ávaxtabragð, alltof þurrt... haha ég er með þetta!

Eigið góða helgi kæru vinir.

fimmtudagur, nóvember 11, 2010

I come from the land down under...

Jæja sykurpúðar nær og fjær, þá er skandínavíska dúóið komið til Sydney eftir æðislega dvöl hjá höfðingjunum Gebbu og Ray í Filippseyjum. Eins og búast mátti við af Gerði Björgu þá var afmæli svíans fagnað með pompi og prakt, og farið á Pizza Hut og sungið fyrir afmælisbarnið, svo kíkt í plat-rússibana og í keilu þar sem undirrituð reið ekki feitum hesti, en mátti þakka fyrir að vera ekki eins léleg og Gebba (haha sorry Gebba mín). Gebba var með einhverja asnalega reglu um það þegar að maður fékk fellu eða feikju þurfti maður að taka "happy dans" og annan eins kjánahroll hef ég ekki fengið síðan ég sprangaði um í sundbol í keppni um að vera fallegust... Sigurvegarinn í dans keppninni var sá sami og í keilunni, en afmælisbarnið sjálft sýndi danstakta sem ekki hafa sést í keiluhöllum heimsins fyrr og síðar! Næstu daga tókum við því rólega í kósýheitunum í "sveitinni" og fengum meira að segja fría klippingu hjá frúnni. Loks kom svo að kveðjustund og var okkur fylgt alla leið út á flugvöll í skemmtilegu rútunni, eða jeepney eins og heimamenn kalla hana.

Ferðinni var heitið til Melbourne þar sem við myndum eyða helginni og svo var planið að leigja bíl og keyra áleiðis til Sydney með stoppum hér og þar. Það plan gekk eftir eins og í sögu og svíakonungur með nýja glansandi bílprófið sitt stóð sig eins og hetja og keyrði yfir 1600 kílómetra öfugu megin á götunni án þess að drepa okkur (nokkur "close call" eins og sagt er, en overall komumst við heil á húfi á áfangastað). Það fyrsta sem ég gerði hins vegar var að kaupa mér ástralskt númer og hringja í Ingibjörgu. Ég hringi í númerið sem ég tel að sé hennar en fyllist efa þegar að að ég heyri rödd hinum megin á línunni með ógurlegan ástraskan hreim, yeeeeeeah hellouuuuu thiees ies Ieeengeeeah -og ég svara með ógurlega íslenska hreimnum mínum -uhh Ingibjörg?? svo heyri ég hlátrasköll og fatta að jú, þetta er Ingibjörg en ekki einhver fertug húsmóðir á Ramsey street -og það má með sanni segja að æskuvinkona mín er officially komin með ástralskan hreim af bestu gerð!

Eftir símtalið góða átta ég mig á því að æskusápuóperuþátturinn minn, Nágrannar eru einmitt teknir upp í grennd við Melbourne og næsta símtal sem ég hringi er í ferðaskrifstofuna sem sér um túrana þangað og bóka mér pláss í næstu ferð. Magnús var ekki alveg að kaupa þetta plan og ákvað að verða eftir og kanna borgina í staðinn. Ég fór því alein í ferð um Ramsey street og í stúdíóið (high five!) og var þetta eins og að koma til Mekka fyrir mig, ég sá Erinsbrough high, Ramsay street (sem heitir í raun Pine Oak eða eitthvað svoleiðis og það býr fólk inni í húsunum, það er bara tekið upp úti, allt innandyra er tekið upp í stúdíóinu!!), svo fórum við í stúdíóið sjálft þar sem við fengum að sjá Lassiters, lögfræðistofuna hans Toadie, Charlies, Grease Monkeys, verkstæðið hennar Steph, name it! Eftir túrinn hittum við svo mömmu hans Sting Ray og þeirra og ef við hefðum verið degi lengur í Melbourne hefðum við fengið að hitta Dr. Karl og Harold en því miður var það ekki í boði... Samt alveg magnað að sjá þetta fyrir sápuóperufíkil eins og sjálfa mig :)

Fyrsta stoppið í road trippinu góða var á Philipps Islands þar sem við sáum kóala birni kúra uppi í tré, mörgæsir koma upp úr sjónum eftir að hafa leitað sér ætis, kengúrur skoppandi á vegunum (flestar dauðar reyndar greyin) og fallegt fuglalíf. Þaðan fórum við svo til Wilsons Promintory sem er þjóðgarður fullur af fallegum fjöllum og óeðlilega hvítum stendum og grænbláum sjó! Þar var ég plötuð í að klifra eitt fjall og fara í aðra fjallgöngu, samtals 12 kílómetra ganga -sem næstum gekk frá mér, en með skottulæknaolíuna góðu frá Filippseyjum kláraði ég þetta með stæl. Eftir það stoppuðum við á ýmsum stöðum (man ekki hvað þeir heita, en ég man að einn bærinn hét Ulladulla sem mér fannst alveg awesome nafn á bæ!) þar á meðal strönd sem að kengúrur búa, fleiri fjallgarðar, strendur og fallegir fiskibæir.

Einn daginn fórum við svo í hvalaskoðurnarferð, sem var æðisleg -ekki af því að við sáum hvali- heldur stálu höfrungarnir senunni. Þeim finnst víst æðislega gaman að synda meðfram og fyrir framan bátinn, fara í kapp við hann og stökkva upp og sýna sig fyrir mann :) Ég held ég hafi tekið yfir hundrað myndir og þrjú myndbönd af þessum mögnuðu dýrum! Hvalirnir sem við sáum voru aðeins feimnari en leyfðu okkur samt að sjá sig leika sér aðeins, en þetta voru kvenkyns hvalir með litlu afkvæmin sín með sér... svooo magnað!

Síðan fórum við að nálgast Sydney og þegar að 250 km vantaði upp á hringdi ég í Ingibjörgu sem var að taka smá forskot á sæluna á bar að bíða eftir Dabba eftir vinnu með kampavínsglas í annarri og símann í hinni. Ég sagði henni að við værum tvo og hálfa tíma frá Sydney og viti menn, bara það að ég væri að nálgast var nóg til þess að Ingibjörg vaknaði um morguninn með tak í hálsinum og gat ekki hreyft sig (en fyrir þá sem ekki vita þá gerist alltaf eitthvað fyrir Ingibjörgu þegar ég er í kringum hana).

Til þess að hún eigi möguleika á því að jafna sig ætla ég að fara með svíanum góða niðrí bæ, fá mér bjór fyrir framan óperuhúsið og senda Ingibjörgu minni góða strauma úr 30 stiga hitanum og sólinni :)

Í kvöld er svo planið að grilla á svölunum , fá sér nokkra kalda og njóta þess að vera í Sydney með nýtrúlofaða parinu...

Reyni að vera duglegri að blogga þar sem við erum nú komin í fyrsta heiminn og internetsambandið gríðargott.

Bestu kveðjur frá sólinni í Sydney :)

mánudagur, nóvember 01, 2010

Jaeja gott folk!

Tha erum vid komin til Ceby city med hofdingjunum Gebbu og Ray. Vid komumst heil a hufi a flugvollinn ad saekja lidid og spennt bidum vid eftir ad sja Gebbu, Brieti, Sogu og mommu hans Ray labba ut um komuhlidid a althjodlega flugvellinum (Ray kom ekki fyrr en 30.oktober).

Thad thurfti ekki ad nota sjonaukann til thess ad taka eftir theim, en Gebba var eina ljoshaerda hvita konan i 700 kilometra radius. Eftir sma kjanalegt heils og hlaturskast a la Gebba stodum vid a flugvellinum, med mommu hans Ray talandi modurmalid vid hina og thessa, attudum vid okkur a thvi ad thad var enginn annar maettur til thess ad taka a moti okkur. Eftir um 45 minutna bid, nokkur simtol og sma pirring hja sumum komu aettingjarnir hlaupandi ad okkur med bros a vor -enda ekkert ad thvi ad saekja folk seint a flugvollinn, thetta er nu einu sinni philippino time!

Jaeja, tha var bidinni eftir ad sja einhvern taka a moti okkur buin og vid tok bidin eftir bilnum til thess ad skutla okkur heim i byrjud (en half aettinn var maett a flugvollinn ad saekja okkur og thvi hlytum vid ad ferdast um i rutu heim med allan farangurinn). Eftir einhvern fjolda minutna (a thessum timapunkti var eg ekki med klukkuna a lofti, enda fegin ad sja Gebbu og von thessum timasetningum hja landanum) kom loksins opin smaruta og trodum vid farangrinum inn fyrst, og svo var okkur smalad inn smatt og smatt. Throngt mega sattir sitja hugsudum vid og veltum thvi fyrir okkur hversu lengi ferdalagid myndi taka. -Ekki svo lengi- segir Gebba og vid faum enn eitt hlaturskastid af oraunverulegu adstaedunum sem vid vorum nu komnar i, i kremju i opnum pallbil i Cebu City i Filippseyjum.

Eftir adeins fleiri minutur vorum vid komin i risastoran supermarkad thar sem ad okkur var sagt ad vid thyrftum bara ad kaupa smotteri adur en vid faerum heim. Vid forum inn med lidinu, eltum thau um i sma stund adur en ad okkur var sagt ad setjast nidur og fa okkur adeins ad borda a medan ad thau versludu adeins. Nokkrum timum seinna kom ein fraenkan ad saekja eitthvad af vorunum og eltum vid hana inn i bil thvi vid heldum ad nu hlyti ad vera komid nog. Thvi naest var vorunum hent inn i bil og okkur smalad inn a eftir theim, en nu vantadi mommu hans Ray, sem var vist inni ad leita ad okkur. Eftir ad sa misskilningur var leidrettur, kom hun loksins ut, med DYNU med ser. Dynunni var hent ofan a okkur og ferdinni var loksins haldid afram heim.

En thegar vid nalgudumst stoppadi smarutan med ollu folkinu, farangrinum, matnum og dynunni enn einu sinni, i thetta sinn hja markadnum thar sem ad fiskurinn er sko keyptur. Med bros a vor stoppudum vid einu sinn enn, en thad bros breyttist skyldilega thegar ad rulsafnykur aeddi um loftid -en bilinn hafdi stoppad hja ruslahaug, ekkert vid thvi ad gera!

Loksins logdum vid svo af stad aftur og i thetta sinn alla leidina heim, vid vorum komin heim klukkan 17:30 (en flugvelin lenti klukkan 12:40). Thar voru ALLIR maettir ad heilsa okkur og i hudradasta sinn thann dag leit eg a Gebbu og hlo. Vid skyldum ekki neitt en reyndum ad muna nofnin a ollum eins vel og mogulegt er (erum enn ad vinna i thvi!).

Svo fengum vid ad borda, fengum herbergi og nutum thess ad lata dekra vid okkur. Um kvoldid forum vid svo i "sjoppuna" herna i thorpinu og keyptum okkur bjor og drukkum uti a palli, undir stjornubjortum himni og hlogum af deginum og thessum oraunverulegu adstaedum sem vinkonurnar ur Grindavik voru komnar i. Thegar timi var kominn til thess ad sofa bra okkur heldur betur i brun thvi ad heimilisfolkid var ad bua um sig a thunnum dynum a golfinu -a medan ad vid vorum i makindum okkar ein i herbergi. Maggi for tha fram og baudst til thess ad sofa a golfinu i stadinn, en folkid herna er svo gestrisid ad thad tok thad bara ekki i mal, enda holdum vid ad thau sofi alltaf svona, eru ekki von thvi ad sofa a mjukum dynum a sinum feita rassi eins og vid.

Naesta dag forum vid svo i sma gongutur um svaedid, en thetta er einhvers konar sveit inni i midri borginni og herna eru raektud svin, kjuklingar, kalkunar, avextir og graenmeti. Daginn eftir kom svo Ray, hetjan i thorpinu og var honum vel tekid herna a svaedinu, enda fotboltahetja mikil! Ray syndi okkur um eins og innfaeddur og fannst okkur mjog gaman ad sja hann tala tungumalid sitt.

I gaer forum vid svo a strondina med Brieti og Sogu sem er ekki frasogufaerandi nema fyrir thad ad thegar vid Gebba vorum i sundlauginni rett hja strondinni sa eg svort sky uti hja sjonum. "Thad er eins og thad se eitthvad mikid ad fara ad ske" segi eg vid Gebbu sem paelir ekkert frekar i thessum skyjum. Sidan forum vid til strakanna sem voru i makindum sinum ad drekka bjor og segjumst vera tilbunar ad fara hvad og hvenaer. Sidan, upp ur thurru skellur a thessi lika magnadi stormur, rigning, rok, thrumur og eldingar og Gebba er fyrst til thess ad panika. Hun oskrar, tekur dotid sitt segir Brieti ad flyta ser, oskrar sma og hleypur af stad. Thetta er nog til thess ad hraeda stelpurnar sem nuna oskra og grata og hlaupa eins og thaer eiga lifid ad leysa. Strakarnir pakka dotinu saman i flyti, vid Maggi erum ad tyna bjorfloskurnar saman thegar ad Ray panikar sma lika og oskrar "leave the bottles!" Vid tokum tha bara toskurnar okkar og hlaupum i skjol hja veitingastadnum rett hja. Thegar thangad er komid erum vid oll i kasti, serstaklega Gebba, en litlu greyin eru hagratandi og vilja fa solina eda fara bara heim til Islands thar sem thad er ekki svona mikil rigning og rok (riiiiiiiiiiiiiight!).

Sidan fengum vid okkur ad borda a veitingastadnum a medan ad vedrid gekk yfir og stelpurnar roudust, a medan erum vid enn a hlaegja ad vidbrogdunum okkar. Loksins erum vid svo sott og til thess ad toppa sjokkid sem stelpurnar voru i keyrdum vid framhja motorhjolaslysi thar sem ad madur var fastur undir hjolinu sinu, en sem betur fer sau thaer ekki neitt!

En vid komumst heim a endanum og tokum thvi bara rolega um kvoldid og stelpurnar gleymdu thessu fljotlega eins og krokkum er einum lagid. I dag er svo All Saints day en tha heimsaekja heimamenn tha sem hafa farid a undan i kirkjugordum og gefa theim blom. Vid aetlum ad kikja a eitt stykki svoleidis og freista gaefunnar i mollinu -en okkur Gebbu er farid ad langa i McDonalds ;)

Hef thetta ekki lengra i bili
-Olof out

miðvikudagur, október 27, 2010

Komin og farin fra Camiguin -naesta stopp GEBBA og RAY i CEBU!!!

-Jaeja fra thvi ad eg settist nidur med ykkur hofum vid ferdast um Camiguin eyjun endilanga, leigt tvisvar sinnum motorhjol, tvisvar sinnum motorbat til ad ferdast a naerliggjandi eyjur, snorklad og farid i gongutur i gengnum eyjuna ad skoda foss inni i midjum frumskoginum.

En ferdalagid byrjadi med vakningu eldsnemma um morguninn og skundad upp a motorhjol a thremur hjolum og trodid feitu rossunum a okkur asamt flennistorum bakpokum a thetta litla hjol og haldid ut a bryggju thar sem ad ferjan fra Bohol til Camiguin beid eftir okkur. Ad sjalfsogdu gleymdi eg ad hugsa um thad ad redda okkur morgunmat en eg helt ad ferdin taeki enga stund og vid thyrftum ekkert morgunmat. Kom a daginn ad ferdin tok 3-4 tima og svong og threytt komum vid ad landi thessarar fallegu eyju, en hun er full af eldfjollum med palmatrjam og hvitum strondum, alveg eins og madur vaeri kominn til Hawaii!

Vid hentumst upp a enn eitt motorhjolid med thremur dekkjum og fundum enn eitt hostelid sem var i odyrari kantinum. Thegar vid keyrdum i gegnum adalbaeinn a eyjunni komumst vid ad thvi ad einmitt thessa helgi var hin svokallada Lanzones festival i fullu fjori (en lanzones er avoxtur sem eyjan er thekkt fyrir) og einmitt um kvoldid myndi "Ungfru Lanzones" vera valin fyrir framan allan baeinn undir berum himni. Vid letum ekki segja okkur thad tvisvar og drifum okkur ad borda og koma okkur fyrir a hotelinu og skella okkur nidur i bae ad skoda 14 stulkur dansa i buningum, skunda um a bikinii um svidid og svara spurningum domara i beinni -eins og kanarnir gera thetta.

Fegurdarsamkeppnin byrjadi reyndar a baen (af hverju myndi fegurdarsamkeppni ekki byrja a baen?) og svo var Camiguin lagid sungid og svo voru thad politikusarnir sem attu ordid og foru med raedurnar eins og sannir Hollywood leikarar. Ad sjalfsogdu var keppnin naestum klukkutima of sein, en folkid i kringum okkur hlo bara og sagdi -philippino time! Eftir raeduhold komu svo stulkurnar fram i buningum, sem bunir voru til serstaklega fyrir keppnina og takna Lanzones avoxtinn. Svo donsudu thaer i att ad mikrafoninum og sogdu numerid sitt. Eg helt med numer 13.

Eftir buningaatridid, sem eg verd ad vidurkenna var virkilega skemmtilegt, eiginlega eins og karnivalhatid i Brasiliu, komu stulkurnar svo fram i bikiniium og -ekki nog med ad thaer vaeru halfnaktar- tha voru thaer spurdar spjorunum ur i beinni fra domurum, sumar meikudu thetta ekki og hlupu af svidinu, adrar stomudu eitthvad, enn adrar dodrudu bara vid domarana i stadinn fyrir ad svarar spurningunni en faestar gatu svarad, nema numer 13 sem eg helt med! Til thess ad gera langa sogu stutta tha forum vid Maggi heim eftir bikini-atridid med tarin i augunum af hlatri yfir thvi sem valt upp ur stulkunum.

Naestu dagar foru i thad ad leigja motorhjol, skoda eyjarnar i kring, labba, snorkla, leigja motorbat (reyndar vard einn bensinlaus a leidinni til baka en skipperarnir okkar sem voru ekki eldri en 8 ara) reru okkur i land og keyptu meira bensin.

-Internet kaffid er alveg ad loka og eg verd ad kotta a thetta... aedislegir dagar i Camiguin ad baki, hendi kannski itarlegri bloggi inn naest, en nuna erum vid komin til Cebu thar sem ad vid munum taka a moti Gebbu a flugvellinum i fyrramalid!

Lifid heil kaeru vinir og takk fyrir ad nenna ad lesa bloggid haha :)

Heyrumst naest med Gebbu i for!

miðvikudagur, október 20, 2010

Thrju hjol undir bilnum...

Jaeja... thad hlaut ad koma ad thvi ad eitthvad faeri urskeidis hja okkur hjonaleysunum i bila og morothjolamalum. Eftir ad hafa leigt beach-buggie, motorhjol, venjulegt hjol og eg veit ekki hvad, var rodin loksins komin ad thvi ad leigja eitthvad alvoru til thess ad krusa um eyjuna Bohol sem vid erum nuna a (enginn fellibylur herna fyrir ykkur sem hofdud ahyggjur).

Vid roltum um pinulitla baeinn Alona beach og spurdumst fyrir um draumabilinn hennar Moggu syss, raudan Jeep jeppa, opinn allan hringinn (en vid hofdum sed svoleidis bil a runtinum um eyjuna). Enginn sagdist vita hver aetti svoleidis bil, hvad tha hvort haegt vaeri ad fa hann ad lani, nema nokkrir menn sem satu a motorhjolunum sinum og sogdust geta reddad thessu. Mer leist ekkert a blikuna thegar their sogdu okkur ad vid thyrftum ad fara med theim eitthvad til thess ad sja gripinn (kannski brennd af fyrri reynslu af rani i Ekvador, eg veit thad ekki) en eg sagdi vid Magga ad hann skyldi bara fara og eg taeki toskurnar okkar med veskjunum og aetladi ad bida a internet kaffi ekki langt fra thar sem ad mennirnir toku Magga upp a hjolid hja ser og brunudu eitthvad i burtu. Eftir sma stund, sem fyrir mer var heil eilifd, kom Maggi til baka i heilu lagi og sagdist vera buinn ad leigja gripinn fyrir thridjudaginn, en daginn eftir vorum vid buin ad boka okkur i hofrunga og snorkle ferd (sem var aedisleg og vid saum saeta hofrunga skoppast upp ur sjonum og litla nemo fiska ofan i sjonum).

Loks var komid ad thridjudeginum og vid voknudum fyrir allar aldir af spenningi og skundudum i "tricycle" sem er svona leigubilamotorhjol a thremur hjolum, i att til mannsins sem atti bilinn. Hann var vist algjor bissness madur, atti thrja nyja bila sem hann leigdi ut, var med einhverskonar vatnsthjonustu og gud ma vita hvad. Hann var feitur og pattaralegur -virtist eiga pleisid- og allir unnu fyrir hann. Thad fyrsta sem mer datt i hug var ad thessi gaur vaeri einhvers konar mafiosi og thessi biness vaeri bara front fyrir ologlega starfsemi, en eins imyndunarveik og eg get verid, let eg ekki a neinu bera og brosti framan i folkid -ding ding, fyrstu vidvorunarbjollurnar klingdu i hausnum a mer.

Thad fyrsta sem mafiosinn sagdi okkur var, there is a problem... Nu, sogdum vid, hvad er thad? Kom a daginn ad kaudi hafdi ekki latid skra bilinn fyrir thetta ar, en hann sagdi ad ef ad loggan myndi stoppa okkur og spyrja, tha attum vid ad segja ad magur hans ynni i skraningar-raduneytinu og ad hann vaeri ad vinna i thessu. Ding-ding, vidvorunarbjollur numer tvo glumdu hatt i hofdinu a mer nuna. Vid vorum svo spennt ad keyra thennan toffarabil ad vid akvadum ad lata sma taeknilegt atridi ekki skemma fyrir okkur skemmtilegan runt um Bohol eyju og vid slogum til.

Thegar buid var ad ganga fra leigusamningum og fylla bilinn af bensini, tok eg eftir varadekkinu aftur a bilnum, thad var augljoslega i rusti og gjorsamlega onothaeft. -Ding ding, allt er thegar thrennt er og vidvorunarbjollurnar i hausnum a fullu ad segja mer ad bakka ut ur thessum dil. En pukinn hinum megin a oxlinni sagdi mer bara ad lata flakka, hvad er thad versta sem getur sked, thad springur eda vid thurfum ad borga sekt?

Mafiosinn tok eftir ahyggjusvipnum a okkur og baud okkur ad taka Kia fjolskyldubilinn sem var nyr og loglega skradur, en pukinn a oxlinni og niskupukinn i okkur timdi ekki ad lata fina jeppann af hendi thvi vid hofdum thegar fyllt hann ad bensini. Nei nei sogdum vid, vid faum bara numerid thitt og hofum samband ef ad eitthvad gerist.

Svo hofst aksturinn og gekk allt svona lika glimrandi vel, nema thegar ad himnarnir opnudust og hann for ad rigna, rett eins og ad einhver vaeri ad pota i okkur og segja okkur ad snua vid og skipta um bil. Vid urdum svo blaut ad vid thurftum ad skipta um fot i naesta stoppi, en sem betur fer nadi eg ad bjarga farangrinum okkar fra drukknun. Fyrsta stoppid var Tarsier Sanctuary, en thetta eru litil dyr, lik opum sem eru i utrymingarhaettu og eru med gridarstor augu, borda litlar edlur og skordyr og eru einfarar sem halda sig hatt i trjagreinum. Sem betur fer saum vid trju slik dyr, en thad eru 10 a stadnum. Thegar vid vorum svo a leidinni tilbaka sa eg loggu standa vid bilinn. Jaeja hugsadi eg, nuna er thetta buid -vid thurfum ad borga haa sekt eda muta loggumanninum. En allt kom fyrir ekki og hann baud okkur bara godan daginn og horfdi a okkur keyra i burtu a kolologlega bilnum.

Eftir thad gekk allt eins og i sogu, thad haetti ad rigna, vid saum fallega hrisgrjonaakra, tjekkudum okkur inn a hotel sem heitir Nuts Huts og er i midjum frumskoginum, heldum svo afram og saum sukkuladihaedirnar eins og thaer eru kalladar, en thegar tharna var komid vid sogu var stutt i solsetur og ad sjalfsogdu virkudu framljosin ekki almennilega. Vid vorum 8 km fra naesta bae, sem heitir Carmen, a midjum veginum i frumskoginum, thegar eg heyri gummihljod og segi Magga ad stoppa. Ju ju, thad passadi, dekkid var hvellsprungid og varadekkid i bullinu. Hvad var nuna til rada? Engin tol til thess ad taka dekkid af og komast i naesta bae til thess ad lata laga thad, ekkert varadekk til thess ad nota ef ad dekkid skyldi vera onytt og stutt i ad solin settist (thetta gerist klukkan 15:30 og solsetur er um 17:00 -17:30).

Stuttu seinna koma nokkrir filippseyjingar gangandi framhja, einn var med vatnabuffalo i bandi, annar med hana i hendinni en hinn ekki neitt. Their spurdu okkur hvert vandamalid var og aetludu ad hjalpa okkur, en thar sem ad vid vorum ekki med nein taeki ne tol til thess ad gera eitt ne nett, var ekki mikid sem their gatu gert fyrir okkur, nema halda okkur felagsskap med thvi ad glapa a okkur. Naesti madur sem stoppadi taladi mjog goda ensku, leit a dekkid og sagdi ad vid thyrftum ad komast til Carmen og fa menn til thess ad koma med tol til okkar. Maggi hentist thvi upp a motorhjolid med honum a medan ad eg beid hja bilnum, med mennina og nokkra krakka glapandi a mig. Um halftima seinna kom Maggi tilbaka, i thetta sinn aftan a litlum hvitum vorubil, eins og prins a hvita hestinum mer til bjargar. Tveir strakar komu askvadandi ad bilnum, tjakkudu hann upp, toku dekkid af i hendingi, hentu thvi og Magga aftan a vorubilinn og aftur foru their i baeinn, i thetta sinn til thess ad laga dekkid og eg beid enn sem fyrr hja bilnum, med enn fleiri krakka flissandi ad mer.

Nuna thegar ad dekkid var farid thordi eg ad sjalfsogdu ekki ad setjast inn i bilinn og stod thvi vid hlidina a honum, thottist vera ad lesa bok og bardi moskitoflugurnar af mer eins og eg aetti lifid ad leysa. Nuna var eg farin ad vera pinu hraedd thvi ad solin var alveg ad setjast, krakkarnir voru farnir heim og tharna var eg, ein a veginum hja rauda jeppanum med alls kyns kvikindi i skoginum og karla a veginum sem flautudu og flissudu. Loksins kom Maggi tilbaka, enn og aftur aftan a hvita vorubilnum, i thetta sinn med nylagad dekk og strakarnir hentu dekkinu undir eins og i formulu eitt og vid heldum ad nu gaetum vid keyrt thessar 45 minutur til Loboc thar sem ad vid hofdum tekkad okkur inn a hotelid.

Thegar vid erum komin til Carmen, hja bensinstodinni nakvaemlega, heyri eg thetta hljod enn einu sinni, og viti menn, dekkid var sprungid aftur. Eg held ad einhver tharna uppi, mig grunar afa Oskar, hafi latid dekkid springa tharna, i midjum baenum i stadinn fyrir a midjum veginum i frumskoginum. Tha var eins og allur baerinn hafi farid i gang, allir hofust handa vid ad taka dekkid af, koma thvi a verkstaedid og konan sem vann a bensinstodinni passadi sig ad tala vid mig allan timann svo ad mer myndi ekki leidast. Kom a daginn ad dekkid var onytt og vid thrurftum ad taka leigubil til Alona baejarnis thar sem vid leigdum bilinn hja, skilja bilinn eftir tharna a bensinstodinni, skila lyklinum og onytu dekkjunum til mafiosans. En fyrst thurftum vid ad na i dotid okkar a hotelinu sem vid tjekkudum okkur inn a fyrr um daginn, nema hvad ad vegurinn nidur var ofaer leigubilnum (vid forum nidur veginn a jeppanum goda) og Maggi greyid (eg er meidd i hasininni munidi haha) thurfti ad hlaupa thessa tvo kilometra nidur og upp vegin til ad saekja dotid okkar og rifast vid eigandann um ad thurfa ekki ad borga heila nott fyrir herbergi sem vid hofdum ekki notad enntha.

Klukkan 21:00, fimm og halfum tima eftir ad dekkid hafdi sprungid, vorum vid i Alona og skiludum thessum ogaefu lyklum og dekkjum af okkur, nokkrum pesoum fataekari og fundum okkur gistiheimili sem var ekki odyrt en baud upp a nokkra kakkalakka i kaupbaeti. Vid forum svo nidur a strond, fengum okkur feitt ad borda og reyndum ad sofa thratt fyrir adstaedur. Planid var svo ad fara i dag til Camiguin, sem er eyja rett hja og er full af strondum og eldfjollum, en thegar vid voknudum i morgun var eins og vid hofdum ordid fyrir valtara og akvadum vid ad skipta frekar um hotel og eyda deginum lesandi bok a strondinni sem vid og gerdum.

A morgum aetlum vid svo ad taka ferjuna yfir til Camiguin og gera eitthvad ad viti thar, kannski leigja motorhjol eda ALVORU bil!

Thangad til naest... hlustid ad vidvorunarbjollurnar i hausnum a ykkur :)

sunnudagur, október 17, 2010

Long time no blogg...

Thid verdid ad afsaka bidina a blogginu, en stundum leyfa adstaedur (internetkaffihusin frekar sagt) ekki tolvunotknum i langan tima.

EN henyways, sidast thegar ad vid "heyrdumst" var eg a Gili eyjum i thann mund ad fara i batsferd nidur til Flores eyja. Thegar vid skradum okkur i ferdina vissum vid ekki alveg hvad vid vorum ad lata plata okkur ut i. Vid vissum ad vid myndum sofa "uti" og ad thad var matur innifalinn. Ferdin myndi taka 4 daga og 4 naetur og ad vid myndum stoppa a leidinni til thess ad snorkla, solbadast, skoda komodo dreka og sja fallegar eyjar.

Vid vorum sott til Gili thar sem vid tokum bat til Lombok og thadan var okkur smalad upp i rutu og keyrt hinum megin a eyjuna thadan sem ad baturinn for fra. Vid keyptum nokkra snakkpoka, nammi, kok og bjor -thessar venjulegu naudsynjar- og svo var haldid aleidis a bryggjuna. Thetta var 21 manna hopur sem var skipt upp i tvo bata, 10 a okkar bat og 11 a hinum. Baturinn okkar saman stod af einum Islendingi, einum Svia, tveimur Polverjum, thremur Hollendingum og thremur Indonesiskum stelpum. Vid fyrstu syn virtist sem vid hofdum lent hja "rolega/norda" hopnum, en kom svo a daginn ad folkid a batnum okkar var olikt, en mjoog skemmtilegt. Tvo af Hollendingunum sem komu oll i sitt hvoru lagi urdu par fyrsta daginn, indonesisku stelpurnar kenndu okkur oll hipp og kul login sem eru vinsael i Indonesiu nuna og polska parid, o polska parid vaar algjort bio. Aedislega gott folk, sem var i thvi ad bjoda okkur ad smakka godgaetin sem thau hofdu keypt her og thar a leidinni og tha serstaklega heimabrggudu vinin sem thau keyptu i thorpum a Lombok. Madurinn var aldjor aevintyrakall en konan thvi midur minni aevintyramanneskja, vard fljott sjoveik, var med vidkvaema hud og var hraedd vid saltvatn. Madurinn var sko ekki hraeddur vid neitt og sprangadi um a speedo sundskylunni sinni um allan batinn, og leyfdi okkur stundum ad sja adeins of mikid if you know what i mean...

Fyrstu 36 timarnir voru ad visu bara bein sigling, ekki mikid stopp, i bullandi braelu og havada (en baturinn var mjog havadasamur). Eg hafdi ekki gert mer grein fyrir thvi thegar vid forum hvernig salernis adstaedurnar myndu vera um bord i batnum, hvad tha sturtumal. Kom a daginn ad klosettid var hola ut i sjo. Punktur. Eg var ekki lengi ad minnka drykkjainnkomu i likamann um helming og uda a mig ilmvatni. Eg komst ad thvi fljott eftir 24 tima og eitt piss ad thetta vaeri ekki snidug hugmynd og for thvi ad drekka meiri vokva og bara lata mig thad ad pissa i holu ut a sjo.

Naestu tveir dagarnir a batnum voru magnadir, undurfagrar eyjar, sumar hverjar eldfjallaeyjar blostu vid okkur, hofrungar siglandi medfram batnum, stoppad a hvitustu strond sem eg hef sed lengi og snorklad, badad sig i sama sjonum og pissid for ut i, gengid upp a fjoll i kring, skodad Komodo drekana a Komodo eyju og Rinca eyju, sidan var farid ad veida (en thar atti Polverjinn move aldarinnar, hann setti beituna a ongulinn, sveifladi svo linunni i hring eins og kureki og setti allan batinn i brada haettu -a sundskylunni nota bene) en haldidi ad Lafan hafi ekki landad einum (seint og sidar meir um kvoldid og hlaut eg titilinn thrjoskasta manneskjan a batnum) en eg haetti snogglega veidimennskunni thegar eg hafdi smekklega fest ongulinn nedansjavar, tosad i linuna af ollum lifs og salar kroftum med theim afleidingum ad linan slitnadi og lenti i auganu a mer. Sem betur fer tok enginn eftir thvi ad eg hafi meitt mig og thvi reyndi eg ad halda haus thratt fyrir gridarlegan sarsauka.

Thegar siglingunni lauk for allur baturinn okkar saman ut ad borda, en vid hofdum nad svo vel saman, thessi oliklegi hopur (Polverjinn maetti reyndar klukkutima of seint, hann hafdi vist farid a vitlausan veitingastad -thetta er pinulitill baer og ad eg helt ogerandi ad staersti veitingastadur baejarins gaeti farid framhja heilvita manneskju, en o ju!). Vid gistum svo sidustu nottina um bord i batnum adur en ad vid forum oll i sitthvora attina.

Vid Maggi forum a eyju fyrir utan baeinn, thar sem vid snorkludum allan daginn. Vid vorum skilin eftir a eyjunni klukkan 10 um morguninn og sott klukkan 16. Okkur var sagt ad koma med nesti med okkur thvi ad a eyjunni var akkurat ekki neitt. Sem vid og gerdum en thad sem vid gerdum ekki rad fyrir voru maurarnir sem atu hadegsimatinn okkar og gerdu hann oaetan -tha kom snakkid og Oreo kexid ad godum notum. Eftir langan dag a strondinni var svo kominn timi til thess ad fara i sturtu og gud minn godur hvad thad var gott, 5 dagar an thess ad fara i sturtu er bara ekki fyrir mig -eda oflitada harid mitt sem er enn ad jafna sig :)

Daginn eftir var svo komid ad thvi ad mjaka ser yfir til Philippseyja, en vid attum flug fra Jakarta sem var hinum megin i Indonesiu, sem thyddi thad ad vid thurftum ad fljuga fra eyjunni Flores til Jakarta, med millilendingu a hinum alraemda flugvelli a Bali. Vid nadum sem betur fer fluginu okkar, en thau eiga thad til ad frestast vegna rafmagnsleysis. Thegar vid tjekkudum inn toskurnar okkar thurftum vid lika ad vigta okkur sjalf, fyrir framan alla rodina, sem var svo skrad i sogubaekurnar. Aedislegt. En flugferdin gekk vel, finar flugvelar, engin vandraedi a Bali og thegar vid lentum i Jakarta forum vid beinustu leid a Sheraton hotelid thar sem eg for i milljon sturtur, eitt bad, horfdi a sjonvarp fram a nott, bordadi godan mat og drakk kalt kok, thvilikur dekursolahringur! Flugid okkar til Manila var ekki fyrr en a midnaetti og thvi hofdum vid naegan tima til thess ad skoda borgina og borda adeins meira godan mat og thad kom mer a ovart hversu hrein og fin borgin er og hversu vingjarnlegt folkid er lika.

Eftir langt og strangt ferdalag fra Jakarta til Manila, Manila til Dumaguete og svo batsferd fra Dumaguete til Siquijor var kominn timi til ad finna hotel og slaka a. Vid voldum Coral Kay resort hotelid sem er a strondinni og horfdum a solina setjast. Okkur leist vel a stadinn, ekki margir ferdalangar og frabaer thjonusta. Sidan forum vid ad taka eftir folkinu sem var tharna. Fyrst saum vid konu og eldri konu, sem vid vorum ekki viss hvort ad vaeru par eda ekki. Yngri konan var kaflodin a loppunum, og tha meina eg kaflodin, upp ad mjodmum og eg thurfti ad hafa mig alla vid ad stara ekki. Naesti gestur sem vid saum var eldri madur fra Thyskalandi, med plokkadar litadar augnabryr (hann hefur verid svona 60-65 ara) og 12 ara filippeyskan strak. Eg helt i vonina ad thetta vaeri sonur hans, eda sonarsonur, en su von fauk ut um gluggann thegar ad eg heyrdi gamla manninn spyrja litla strakinn hvort ad hann aetladi ad vera "sexy boy" i kvold. Eg gubbadi naestum thvi.

Vid Maggi akvadum tha ad leigja okkur morothjol naesta dag og leita ad odru hoteli, thetta var bara too much, their voru i naesta herbergi vid okkur. I stadinn fyrir ad leigja hjolin saum vid svona "beach buggie" skaergulan bil sem vid leigdum, skirdum Gulla og keyrdum hring i kringum eyjuna, skodudum hvert einasta hotel i bodi en akvadum ad vera a stadnum sem vid vorum a thar sem ad hin hotelin voru ekket skarri. Vid endudum a thvi ad eiga aedislegan dag, skoda folkid, thorpin og fallega landslagid, en allir a eyjunni voru gridarlega vingjarnlegir og krakkarnir heilsudu okkur i hverju thorpi.

Vid akvadum tha ad leigja okkur motorhjol naesta dag og leita uppi hina svokolludu "healers" sem eru natturulaeknar i San Antonio thorpinu, madur keyrir thangad, spyr um thorpsstjorann og laetur hann fylgja ser til healarans. Thegar vid komum thangad var thopsstjorinn a fundi en tveir menn, einn eldri og annar yngri fylgdu okkur i gegnum trjagrodurinn i att ad husarod thar sem ad laekninn var ad finna. Vid settumst a plaststola i steinsteypuhusi og bidum eftir laekninum, sem var vist ad leggja sig og kom fram mygladur. Hann settist nidur og laet unga strakinn tulka fyrir sig. "Hvad er ad" -uhhh vid hofdum ekki alveg hugsad svona langt, hvad aetti ad vera ad okkur? Vid vildum bara sja laekninn og thetta umhverfi, en fyrir theim var thetta alvara. "Uh... Hun er med lelega hasin og er alltaf ad drepast" segir Maggi fljott og eg hvaesi a hann med augunum. Tha fer laeknirinn ad koma vid hasinina (sem er reyndar buin ad vera handonyt alla ferdina), spyr hvenaer thetta hafi byrjad, konan hans kemur fram med oliu i jurtum, hann smyr thvi a mig og spyr hvort ad thetta se betra. "Uhhh... ja segi eg" en thad var i alvoru betra. Sidan fengum vid flosku med oliunni og spurdum hversu mikid vid skuldudum. "Thad er undir ykkur komid hvad thid viljid borga"... oh shit, hvad thydir thad? Vid akvadum ad vera rausnarleg og borga theim 500 pesoa, ekki mikid fyrir okkur en mikid fyrir thau. Nuna ber eg thess oliu a mig kvolds og morgna og adur en ad vid forum i gonguferdir, og eg verd ad segja eftir 2 daga notknun ad eg finn ekki fyrir hasininni...!

A leidinni fra natturulaekninum forum vid a bryggjuna og keyptum mida til Bohol daginn eftir, en fleiri gestir voru farnir ad lata sja sig, flestir eldri menn med ungum filippeyskum konum, einn Astrali sem sagdi okkur ad konan hans hafdi haldid framhja honum, hann kom ad theim heima hja ser, en hann kom heim snemma af sjonum. Hann brjaladist, pakkadi dotinu sinu, slokkti a simanum sinum og hvarf a hotelid okkar thar sem hann aetlar ad drekka sig fullan i 2 vikur adur en ad hann gegnur fra skilnadinum. Fleiri barnanidingar voru maettir og vid fengum nog...

Eftir 3 tima batsferd i morgun erum vid nu komin til Bohol eyju og aetlum ad skella okkur a strondina, skoda hofrunga og hakarla, leigja motorhjol og ferdast um. Hongad til hofum vid ekki sed neina barnanidinga og hasinin er i finasta lagi!

Reyni ad hafa naesta blogg styttra... bara svooo mikid ad gerast!

Knus fra verslunarmidstodinni Bohol Quality Mall
-Olof

miðvikudagur, október 06, 2010

Saelar...

Vildi bara henda a ykkur sma kvedju adur en ad vid leggjum i naesta legg ferdarinnar, en thad er 4 daga sigling fra Gili eyjum alla leid austur til Flores, med vidkomu a Komodo og Rinca... Eins og sonnum bakpokaferdalanga saemir tha er ekkert verid ad spandera i herbergi um bord i batnum, heldur munum vid gott folk sofa UTI a batnum i thessar 4 naetur sem vid verdum ad sigla. Eg er komin med allar langermapeysurnar minar og sidbuxurnar efst i ferdatoskuna, ekki ut af thvi ad eg hef ahyggjur af kuldanum, heldur vegna thess ad eg hata moskitoflugur meira en allt i thessum heimi... Svaf til ad mynda i hvitu skyrunni minni og pokabuxunum minum, inni i thunna svefnpokanum minum thvi a odyra hotelinu okkar er ekkert moskitonet ad finna. Eg svitnadi og svaf ekki mikid, en hey -thaer nadu ekki ad bita mig!

Forum i sma ferd i gaer ad snorkla um eyjarnar herna i kring, saum alls konar fiska, koral rif og saeskjaldbokur sem eru kannski thad svalasta sem eg hef sed hingad til. I thessari ferd opnadist nyr heimur fyrir mer og nuna er eg officially ordin hooked a thvi ad snorkla (naesta skref er kofun... en thegar fjarhagurinn leyfir verdur thad prufad). Eg var svo heillud af thessum heimi nedansjavar ad eg leigdi mer graejur i dag og vid forum til Gili Meno ad snorkla thar sem var einnig mjog athyglisvert.

Eftir heilan dag a strondinni var svo slappad af med goda bok og bananasheik i hond og horft a solina setjast...

Naestu dagar verda akaflega ahugaverdir... eg vona bara ad klosettid verdi meira en hola ofan i sjo... en thad er onnur saga!

Laet heyra i mer thegar vid erum komin til Flores eftir 4 daga :)

Lifid heil!!

sunnudagur, október 03, 2010

Hae ho jibby jei og jibby jei, eg er komin til Lombok a leidinni til Gili eyja :)

Um leid og eg var buin ad posta sidasta bloggi hafdi Amber nokkur, magkona Ingibjargar i Astraliu samband vid mig a fesbokinni og sagdi mer ad foreldrar hennar vaeru lika a Bali, i husinu sinu og ad eg aetti endilega ad hafa samband vid thau og hitta thau... Eg var ekki lengi ad henda mer a thad tilbod, enda thyrst i sma oryggi eftir Java ferdina okkar. Eg hringdi i Mr. Smith (en eg vissi ekki hvad hann het meira en thad) og fyrsta samtalid fer i sogubaekurnar fyrir vandraedalegheit, en hann taladi med astrolskum hreim, eg med blondu af islenskum og kanahreim, og svo var slaemt simasamband og gamli half heyrnalaus i thokkabot. Eftir fjolmargar tilraunir tokst okkur ad fa heimilisfangid, og thad mikilvaegasta nafnid a baenum sem thau voru i og svo hentum vid okkur i thad ad kaupa rutumida til Seminyak thar sem ad villan er stadsett.

Thegar vid komum thangad fundum vid okkur leigubil, syndum honum heimilisfangid og skundudum aleidis. Thegar thangad var komid horfdum vid hvort a annad, half kjanaleg og hugsudum, hvad nu? Helduru ad vid faum ad gista herna? Hvar eigum vid ad gista ef ekki her? Hvad eigum vid ad segja vid thau, vid thekkjum thau ekki neitt!!

Svo hringdum vid dyrabjollunni og letum vada, en eg er nu thekkt fyrir thad ad geta talad vid alla um ekki neitt. A moti okkur toku Steve og Marilyn, foreldrar David asamt Ben, litla brodur hans, med opnum ormum -gafu okkur bjor, en thau hafa eflaust tekid eftir kjanasvipnum a okkur. Kom a daginn ad fjolskyldan hans Dabba er med hjarta ur gulli, thau budu okkur ad gista endurgjaldslaust i flottustu villu sem eg hef sed hingad til a ferdalaginu, budu okkur ut ad borda, foru med okkur a alla turistastadina, og komu fram vid okkur eins og sin eigin born. I einu hofinu sem stadsett er uti vid sjo er hid svokallada heilaga vatn ad finna, og thar eru menn sem veita ther eilifa fegdurd og heilsu eftir ad thu hefur thvegid ther upp ut vatninu, sem eg svo sannarlega gerdi. Thad merkilega thotti mer ad hofid heitir Tanah Merah (tana meira haha). Okkur likadi svo vel tharna eftir hardraedid a Jovu ad vid endudum med thvi ad vera tharna i 3 naetur!

Planid var ad fara thadan til Ubud a Bali og sja allt sem thad hefur upp a ad bjoda (en konan i Eat, Pray, Love er i Ubud i bokinni) og thad held eg ad hafi haft ahrif a Magga, en hann vard allt i einu ekkert spenntur fyrir thvi ad fara thangad og imyndadi ser ad thar vaeru bara kjellingar a breytingarskeidinu, bitrar yfir skilnadinum, i leit ad sinum brasiliska elskhuga...

Thad var thvi akvedid ad fara aleidis til Lombok og thadan til Gili eyja, sem vid gerdum i morgun. Vid tokum ferju i 4 tima til Lombok, fundum leigubil og keyrdum til Senggigi thar sem eg sit a enn einu Sheraton hotelinu og blogga. A morgun er svo forinni heitid til Gili eyja, sem eiga vist ad vera aedislegar og ef ad svo er, tha verdum vid thar thangad til ad taninu er nad...

Fangelsisheimsokninni var frestad um oakvedinn tima, en Marilyn mamma Davids hafdi reynt ad heimsaekja hana adur en fekk ekki ad fara inn thvi ad hun tekur ekki a moti heimsoknum. Hun er vist ordin andlega veik af dvolinni, gengin i barndom og situr og sygur puttann. Astralskir laeknar eru ad reyna ad fa hana heim eda adstoda hana a einhvern hatt, an mikils arangurs.

Thangad til aelta eg bara ad senda henni goda strauma og njota thess ad vera frjals eins og fuglinn a osnortnum eyjum i Indonesiu, en mesti hausverkurinn okkar er ad finna odyr flug a milli Filippseyja og Astraliu...

Bid ad heilsa heim, reyni ad vera dugleg ad blogga fra Gili :)

miðvikudagur, september 29, 2010

Jaeja gott folk, er ekki kominn timi a blogg?

Sidast thegar leidir okkar skildu sat eg vid tolvu nokkra a luxus hotelinu Sheraton i Yogyakarta, i thann mund ad fara ad skoda 1200 ara gamalt hof og boka okkur i tvofalda eldfjallaferd.

Hofid, sem heitir Borobudu og er stadsett rett fyrir utan borgina var alveg hreint magnad, enda ekki a hverjum degi sem ad madur ser svona stad mef eins mikla sogu og Borobudu. Vid forum ad radum Lonly Planet i thetta sinn, tokum rutu a stadinn -alveg sjalf og sporudum fullt af pening- og gengum svo um thennan magnada stad. Vid forum a sunnudegi og thvi var mikid um manninn a stadnum, serstaklega mikid af heimamonnum, sem eg held ad sjai ekki mikid af hvitu folki thvi thad var sispyrjandi mig, og adra um myndir af ser med manni. Kannski var eg bara eitthvad skrytin, veit thad ekki, en eg let ad sjalfsogdu ekki bjoda mer thad tvisar, posadi med folkinu og bad Magga um ad smella einni lika :)

Thar sem ad borgin sjalf er ekkert til ad hropa hurra fyrir, vorum vid ekki lengi ad boka okkur ferd um eldfjollin a Java eyjunni, og svo var eg lika haett ad finna fyrir einum einasta vodva i likamanum eftir strandarleguna og luxushotelid. Vid vorum sott a hotelid klukkan half niu um morguninn og framundan var 11 klst akstur ad hotelinu hja Bromo eldfjallinu. 11 klukkustundirnar urdu ad lokum 13, en bilstjorinn tok upp a thvi ad leggja sig eftir hadegismatinn (skarra ad koma seint en ad vera daudur ekki satt?). Vid komum thvi rumlega niu ad hotelinu, fengum verstu supu sem eg hef a aevinni smakkad (og skiladi svo pent um nottina) og forum beint ad sofa, en thad var raes klukkan 3:15 og brottfor 3:45 upp ad eldfjallinu til thess ad na solarupprasinni. Jepparnir toku okkur alla leid upp ad utsyninspalli fyrir ofan eldfjallid og thar horfdum vid a solina koma upp, uppi a indonesisku fjalli, alveg eins og i biomynd!

Eftir solarupprasina var svo ekid nidur ad eldfjallinu sjalfu og thad klifid (fyrir alla nema mig var thetta ekkert mal, en eg er engin fjallakona og skammast min fyrir ad segja ad eg fekk hardsperrur i laerin eftir allar 250 troppurnar upp ad gignum!). Landslagid var keimlikt Islandi og eg verd ad vidurkenna ad eg fekk sma sting i hjartad af soknudi...

Ad thvi loknu var haldid upp a hotel ad nyju, fengid ser morgunmat (sem var verri en supan og thvi akvad eg ad gefa maganum bara fri og vera a kok-og-vatn kur fram ad hadegismat), pakkad nidur og haldid afram a naesta afangastad, Ijen fjall. Vid fengum nyjan bilstjora i tha ferd sem thurfti enga leggju og keyrdi eins og vindurinn. Su ferd tok taepa 7 tima og klukkan 17 vorum vid komin a naesta hotel. Thad kom sma babb i batinn hja Petursdottir og Oppenheimer thegar thangad var komid, en allar tvaer milljonirnar sem vid hofdum tekid ut i Yogyakarta voru ad verda bunar, vid attum bara nog fyrir einni maltid og inngongumidunum ad eldfjallinu (hver maltid kostar a bilinu 25-50.000) en a thessum slodum er liklegra ad rekast a einhvern fra Grindavik en hradbanka. Folkid a hotelinu fann til med okkur og leyfdi okkur ad borga fyrir einn kvoldverd og gafu okkur tvo! Hann var meira ad segja ekki vondur (ekki godur heldur, en hey, eg helt honum nidri!). Yndislegt folk alveg.

Annad merkilegt gerdist a thessu hoteli, eg fekk mer kaffi og fannst thad gott! Kannski var thad ferdalagid i litlu rutunni, ojofnu vegirnir eda thad ad eg vaknadi klukkan 3:15 nottina adur, en kaffid fannst mer gott. Kom svo a daginn ad kaffid goda sem eg drakk med mikilli innlifun var ekkert venjulegt kaffi, heldur Java kaffi, eitt thad dyrasta i heiminum. En thad er bruggad thannig ad einhverskonar dyr sem er mitt a milli kattar og apa etur kaffibaunirnar.... og... og... skilar theim svo! Thannig myndast thetta serstaka bragd... kattar-apa-skita-kaffibaunir!

Kaffid for vel i mig og klukkan 21 var kominn hattatimi thvi ad naesta raes var klukkan 4 um nottina. Einhverra hluta vegna fannst mer thetta ekkert mal, vaknadi hress og kat, fekk mer morgunmat og kattar-apa-skita-kaffibauna-kaffi og gekk galvosk ut i daginn/nottina.

Solin var vel komin upp thegar vid komum ad Ijen fjallinu klukkan halfsex um morguninn. Thar hofst gangan fyrir alvoru, 3 km brattur vegur upp ad Ijen loninu sem lyktadi og leit ut eins og Blaa Lonid, nema thad var ofan i eldfjallagig hatt uppi a fjalli. Gangan gekk agaetlega fyrir sig eg gekk bara haegt og orugglega -seint koma sumir en koma tho! Belgi nokkur sem vid hofdum hitt deginum adur og sagdi okkur fra kaffinu goda sagdi vid mig thegar vid komum upp -thetta er alveg eins og Island, hvad ertu ad gera herna? God spurning, en fegurdin tharna uppi var gridarleg, alveg eins og heima (minus rokid og rigninguna og eg fekk meira ad segja sma roda i kinnarnar af solinni).

Eftir gonguna var enn og aftur forinni heitid i litlu rutuna godu sem skiladi okkur svo ad ferjunni fra Java eyju yfir til Bali. Vegna peningavandraedanna var hadegismatnum sleppt og vatnid drukkid thar ad vid komum ad ferjunni 2 timum seinna. Thar tokum vid ut pening, en slepptum ad borda thvi vid thurftum ad na ferjunni. Sidan rottudumst vid okkur saman vid adra bakpokaferdalanga vid hofnina i Bali og tokum adra litla rutu saman til Lovine strandar thar sem eg sit nu vid internetkaffihus og hripa thessi ord a lyklabordid.

Planid er ad vera herna i einn til tvo daga og halda svo aleidis til Umud sem er meira inn i landinu og ad lokum sudureftir i att til Denpansar og svo til Lombok og Gili eyja.

Hef thetta ekki meira i bili... enda thetta med sma skodanakonnun, aetti eg ad heimsaekja konuna sem eg var ad lesa um (Schapelle Corby, daemd i 20 ara fangelsi fyrir ad smygla 4.2 kg af marijuana inn i Bali en hun thvertekur fyrir ad hafa att) og er i fangelsinu herna a Bali?

Lafan out :)

laugardagur, september 25, 2010

Krabi-Singapore-Yogyakarta

Hae ho!

Eftir paradisarferdina a strondina la leid okkar til nutimaborgarinnar Singapore thar sem ad vid hittum tvo Macalester nemendur sem bua thar og syndu okkur um thessa aedislegu borg eins og heimamenn :) Til thess ad byrja med tha verdur thad ad koma fram ad Formula 1 er haldin thar nuna um helgina og var borgin thvi yfirfull af Formula 1 keppnismonnum, holdurum, ahugamonnum og tonlistarfolki a bord vid Adam Lambert og Mariuh Carey. Ekki tokst okkur ad koma auga a neitt af thessu folki, en vid saum brautina fra 63 haed i haesta bar i heimi. Brautin er serstok fyrir thad leyti ad hun er um gotur Singapore og keppnin fer fram a morgun, ad kveldi til. Vid stoppudum adeins stutt, tvaer naetur og heldum svo aleidis til Yogyakarta i Indonesiu, en eg maeli hiklaust med ferd til Singapore fyrir tha sem kunna ad meta fallega skykakljufra, hreina borg, flottan dyragard og verslanir a bord vid Luis Vutton og Gucci :)

Naesta stopp, Indonesia -en vid flugum til Yogyakarta i morgun og eg verd ad vidurkenna ad eg var doldid smeyk ad fara i gegnum tollinn eftir ad hafa lesid bokina sem eg var ad tala um og eftir ad hafa fyllt ut utlendingaskjalid thar sem stendur skyrt med thykku letri ad smygl inn i landid a dopi se daudarefsing. Sem betur fer hafdi enginn brotist inn i farangurinn minn og eydilaggt lif mitt eins og Schapelle Corby, heldur fekk eg vinalegt bros fra tollverdinum sem baud mig velkomna inn i landid sitt.

Sidan var leigubill tekinn a finasta hotelid i baenum -en Maggi vill svo heppilega til a fullt af hotel punktum a slik hotel. Thad eina sem eg get kvartad yfir er sprengjuleitarvorudurinn sem leitar ad sprengju adur en ad leigubilnum er hleypt upp ad hotelinu, og orygglishlidid sem vid thurfum ad ganaga i gegnum. Annars litur thetta ut fyrir ad vera hinn besti stadur :)

Gengum svo adeins um baeinn, tynd og asnaleg og endudum a thvi ad brjota allar reglur bakpokaferdalanga -vid forum inn i verslunarmidstod og fengum okkur Pizza Hut pizzu, afsakid Lonly Planet! Haha

Aetlum svo ad kikja a hof a morgun og boka okkur i gonguferdir um eldfjoll og svo aleidis til Bali.

Haett i bili -kokteilinn bidur!

Bestu kvedjur heim :)

miðvikudagur, september 22, 2010

Einn dagur eftir i paradisinni

Eftir niu daga dvol i paradis er forinni heitid til Singapore a morgun thar sem ad vid munum eyda tveimur dogum i alvoru borg adur en ad vid forum til Indonesiu i manud thar sem ad heitar sturtur og venjuleg klosett eru ekki a bodstolnum. Herna i Railey, Krabi hef eg svo sem ekki verid ad gera mikid annad en ad liggja a strondinni, skella mer i sjoinn, fara ut a kayak og horfa a solsetrid med vinum hvadanaeva ur heiminum og einum koldum a kantinum.

I gaer kom taelensk kona heim til okkar og eldadi thennan dyrindismat handa okkur og svo skelltum vid okkur i midnaetursund svona til thess ad melta matinn. Thad er svo magnad ad fara ad synda i sjonum ad kvoldi til vegna thess ad thad eru einhver efni i sjonum herna sem gerir thad ad verkum ad thegar ad madur hreyfir sig i vatninu lysist allt upp, eins og alfaryk (heitir phosphoresence eda eitthad svoleidis a ensku). I dag aetlum vid ad reyna ad veida fisk og elda hann i hadegismat, tana orlitid og synda i heitum sjonum.

Var ad henda myndum inn a facebook -en hef thetta ekki lengra i bili thvi solin bidur eftir mer nidri a strond, heyrumst fra Singapore!

sunnudagur, september 19, 2010

Thailand baby!

Jaeja, er ekki kominn timi a blogg? Erum komin til Krabi i Thaelandi thar sem ad vinur okkar a hus og thad vildi svo heppilega til ad hann er herna a sama tima med odrum vini okkar ur haskolanum.

Ferdalagid fra Luangprabang gekk furdu vel, thott ad vid hofum thruft ad bida i atta tima a flugvellinum i Bangkok. Thar keypti eg mer bok sem heitir No More Tomorrows og er um astralska stelpu sem fer i fri til Bali og er tekin thar med 4.2 kg af marjuana sem hun segir ad hun hafi ekki vitad um, enda aldrei verid bendlud vid dop eda tekid slikt. Hun er enn i fangelsi i Bali, en hun fekk 20 ara dom. Thad var thvi engin furda ad eg var sma nojud a flugvellinum, alltaf med augum a bakpokanum minum og svitnadi eins og vopnasmyglari thegar vid vorum lent i Krabi. Nu hef eg alvarlegar ahyggjur af fluginu fra Singapore til Indonesiu, en thad er ekkert vid thvi ad gera, bara krossleggja fingurnar.

Fra thvi ad vid komum hofum vid ekki gert mikid, enda ekki annad haegt en ad slaka bara a og njota utsynisins a strondini, en herna er alveg gridarlega fallegt (imyndid ykkur bara atridin ur Beach myndinni, eg er thar!). Eg byrjadi afmaelisdaginn a thvi ad fara a midnaetti kvoldinu adur i helli asamt folkinu sem byr herna, en thessi hellir er lokadur a kvoldin (tha er bara tekid upp sedlana og mutad verdinum, you know-thetta vanalega) Hellirinnn var alveg otrulegur, og steinarnir inni i honum myndudu einhvers konar hljodfaeri sem vid spiludum oll a, eins og hopur af frumbyggjum -akkurat minn tebolli eins og Magga syss myndi segja.

Um morguninn komu svo fleiri vinir i heimsokn og fengum vid ponnukokur, egg og fleiri godgaeti i morgunmat. Sidan tokum vid Maggi kayakinn og krusudum um eyjarnar herna i kring, snorkludum og bodudum okkur a osnortnum strondum, alveg eins og i biomyndunum. Sidan fengum vid oll okkur hadegismat a einum veitingastadnum herna, sem er ekki frasogufaernandi nema fyrir thaer sakir ad Maggi kafnadi naestum thvi.

Ja, thid lasud rett, hann kafnadi naestum thvi, og bara svona fyrir framtidarsakir, ekki lata mig sitja vid hlidina a ykkur ef ad thid erud ad kafna -eg hlae bara. En hann pantadi ser sum se einhverja supu med alls konar graenmeti i sem er einhverskonar thjodarrettur theirra herna i Taelandi. Heimamenn vita hvada graenmeti er aett og hvad ekki, en nordanevropumenn eru ekki svo vissir i sinni sok. Allt i einu se eg Magga eldrauduan i framan, med puttann upp i ser og ytir a mig, eins og eg eigi ad gera eitthvad. Eg veit i raun ekki hvad skal gera, eg kann ekki kofnunartakid eda neitt svoleidis og restin af okkur horfdi bara a... Sidan fatta eg hvad hann a vid og faeri mig um set svo ad hann geti hlaupid ut i skog ad aela -hann hafdi fest oaett graenmeti i kokinu a ser, sett puttann ofan i kok til thess ad na thvi, en tha thurft ad aela og hljop thvi rakleidis ut i skog sem var vid hlidina a veitingastadnum og aelt. Thad var daudathogn a veitingastadnum thegar thetta var ad gerast, en svo thegar ad vid saum ad thad var i lagi med hann doum vid, starfsfolkid og allir a stadnum ur hlatri. Hver kafnar a supu??

Eftir supuatvikid forum vid a strondina, syntum i heitum sjonum, horfdum a solsetrid og gerdum okkur klar fyrir leiknn, Liverpool Man U, sem kom svo a daginn ad er i dag. Maggi atti reyndar lika annad gott atvik a theim stad sem vid aetludum ad horfa a leikinn, en their seldu okkur bjorinn a tvofoldu uppgefnu verdi sem vid gatum ekki annad en borgad med fylusvip. Sviinn tholir ekki svoleidis vidskiptahatt og kalladi thann sem rukkadi okkur helvitis lygara. Sonur hans eda litli fraendi, annad hvort var sko ekki a thvi ad standa undir slikum asokunum og sotti kust inn i skap. Ja, madurinn sotti kust inn i skap sem hann aeltadi ad berja hann med. Thad tokst thvi midur ekki og vid nadum ad stia tha i sundur adur en til kusta-ataka kom.

Tha forum vid i mjolkurbudina, keyptum nokkra bjora og satum a strondinni undir stjornunum og tunglinu thangad til ad bjorarnir voru bunir. Aedilsegur dagur ad baki, nema hvad ad eg hefdi oskad thess ad hafa Moggu lika -enda 7 ar sidan ad vid hofum att afmaeli saman...

I dag er stefnan sett a strondina ad lesa meira i bokinni godu, hadegismatur og kvoldmatur. Erfitt lif a strondinni...

Hef thetta ekki lengra i bili... set inn myndir thegar ad solin haettir ad skina :)

þriðjudagur, september 14, 2010

Komid sael vinir naer og fjaer...

...sidast thegar ad eg skildi vid ykkur tha var eg a leidinni i thriggja daga kayak/filaferd. Ferdin var sko farin med trompi en eg, Maggi og leidsogumadurinn okkar hann Kai hentum farangrinum okkar i vatnshelda poka, fengum far til ad na i kayakana og skundudum upp fjollin, forum svo nidur ad anni og kayakferdin hofst med sma kennslu i thvi hvernig madur aetti ad bregdast vid ef ske kynni ad madur skyldi detta. Thessu nadum vid nokkurn vegin vandraedalaust og tha hofst aevintyrid nidur Nam Khong fljot (eda var thad Nam eitthvad annad??) Henyways...

Maggi var einn a kayak og eg var orugg (ad eg helt) med Kai a tveggja manna kayaknum. Ain var roleg og fin, og vid letum okkur bara fljota framhja hrisgjronaokrunum, fiskimonnunum, vatnabuffalounum og folkinu sem horfdi a okkur eins og ad vid vaerum fra annarri planetu. Maggi og Kai spjolludu og spjolludu (eins og honum er einum lagid) og eg sat fremst a kayaknum og sa thetta lika fallega tre i midri anni stara a mig. Eg hugsadi med mer, Kai hlytur ad sja thetta og sagdi thvi ekki neitt. Nei nei, hann var ekkert ad spa i thvi hvad vaeri framundan, enda sneri hann ofugt ad spjalla vid Magnus og viti menn, kabumm vid klesstum a tred med theim afleidingum ad kayaknum hvolfdi. Kai hlo nu bara ad thessu og sadgi ohhhh haha solly (sorry meinti hann nu ad segja). Eftir erfidi og pud tokst okkur ad komast upp a kayakinn ad nyju og nu var Maggi kominn med sjalfstraustid i botn og var nokkrum metrum a undan okkur. Svo tekur ana a thengjast og eg se ekki betur en ad annad tre standi i vegi okkar, i thetta sinn thvert yfir ana svo ad thad er ekki haegt ad komast framhja thvi. Kai oskrar, uhhh neii vid komumst ekki framhja tharna -en tha er thad ordid of seint. Magnus segir haa? Og litur fram, vitandi orlog sin. Thad sidasta sem eg sa af honum var oborganlegur svipur, stor augu, galopinn munnur og OhhhOhhh!! Svo sogast hann ad trenu, kayakinn fer a hlidina og festist a milli anarinnar og tresins en Magga tekst ad komast undan og eg se hann fljota nidur ana a methrada, svo fygldi roan, svo einn bakpoki, svo annar.

A medan thetta er ad gerast kemur Kai okkur orugglega fyrir i hlid annar thar sem eg held kayaknum fostum med thvi ad gripa i trjagrein. Kai segir bara not good, not good, hendist ut i a, losar kayakinn og syndir svo sjalfur a eftir Magga. A thessum timapunkti vissi eg ekki hvort ad Maggi vaeri lifs eda lidinn og hvort ad Kai myndi koma a eftir mer eda ekki. Eg helt heljargreipi um trjagreinina og hugsadi um eitthvad fallegt, eins og Helga Hafstein ad segja LoLo. Einhverjum tugum minutum seinna kom Kai askvadandi upp ana og sagdi ad allt vaeri i lagi med Magga og ad bakpokarnir hefdu meira ad segja fundist. Fjhukket hugsadi eg, annars mundi eg ad eg aetti einn poka af oreos i toskunni minni sem eg hefdi geta etid um nottina ef ad eg hefdi ekki fundist.

Eftir thetta aevintyri gekk allt eins og i sogu. Vid stoppudum i einu thorpi i hadegsimat og eins og i ollum litlum baejarfelogum tha flygur fiskisagan. Thegar vid vorum rett komin ur bjorgunarvestunum var allur baerinn maettur ad fylgjast med thessu skrytna folki med hjalmana. Tharna bjuggu um 30 fjolskyldur og adeins var haegt ad komast ad thorpinu vatnsleidina.

Thadan forum vid um 2 tima nedar i anni thar sem ad vid myndum gista yfir nottina. Thetta var annad thorp en hid svokallada Kmut folk bjo thar. Vid komum okkur fyrir i thessu afskekkta thorpi sem er einnig einungis adgengilegt medfram anni. Thar var buid ad koma fyrir vatnskrana sem allt thorpid notadi til thess ad sturta sig, tannbursta sig, thvo fotin sin, name it. Eg sleppti thvi ad bada mig thennan dag. Sidan forum vid a roltid um thorpid, um allar 3 gotunar. Herna i Laos eru menn ekkert ad spandera i husgogn, heldur sitja allir a golfinu. Vid komum ad thessu husi thar sem var ad heyra skemmtilega tonlist, hlatur og folk ad spjalla. Vid litum inn i eitt heimatilbuid whiskey skot, en tharna var verid ad halda upp a brudkaup, en brudguminn, vinir og fjolskylda hans voru komin ur ordu thorpi til thess ad borda mat med fadir brudarinnar, brudurinni, fjolskyldu hennar og vinum. A morgun var svo brudkaupid sjalft. Vid thokkudum kaerlega fyrir okkur og heldum afram. Sidan forum vid aftur i husid sem vid attum ad gista i og horfdum bara hvert a annad -hvad nu? Klukkan var bara um half fimm, ekkert rafmagn, bokin buin og langt i brottfor. Rett i thessu kom fadir brudarinnar hlaupandi til okkar og vildi endilega bjoda okkur ad borda med ser. Hann taladi ad sjalfsogdu enga ensku og vid ekki hans tungumal, en gamla goda taknmalid kemur alltaf ad godum notum.






Thannig ad tharna vorum vid komin, i kvoldverd hja thessu folki sem atti ekki neitt en kom fram vid okkur eins og konga. Eg tok eftir thvi thegar vid komum inn ad einugis mennirnir satu og voru ad borda, a medan ad konurnar og bornin satu fyrir utan. Eg matti samt sitja med theim, sennilega gerd undantekning fyrir hvitu risana. I bodi var supa med svinsskinni, graskeri, graenmeti og hrisgjon, klesst hrisgrjon sem allir hnodudu i stora bolta og dyfdu ofan i idyfu. Mannfraedingurinn i mer sagdi mer ad gera bara alveg eins og their. Eftir fyrsta smakkid ad idyfunni hostadi eg eins og kedjureykingamanneskja vid mikla katinu heimamanna, idyfan er mjog sterk segi eg svo vid Magga. Med thessu er svo drukkid heimagert whiskey gert ur hverju odru en hrisgrjonum! Klukkan atta vorum vid enn ad borda og enn ad drekka...

Vid nadum ad kynnast thessu folki vel og thegar ad Kai vinur okkar kom loksins (en hann hafdi verid tyndur fra thvi a roltinu um thorpid) fengum vid langthradar upplysingar um hver vaeri ad gifta sig. Stelpan var 16 og strakurinn 18. Vid spurdum hvort ad vid maettum taka mynd af theim saman og thau ljomudu oll, en ekki hofdu allir thorpsbuar sed slikt fyrirbaeri. Vid lofudum svo ad senda theim myndirnar sem vid aetlum ad bidja Kai um ad gera. Fadir brudarinnar var einn virtasti i thorpinu, hann atti einn storan hatalara sem virkadi reyndar ekki -en thotti mjog flott- og svo var hann med eina ljosakronu, afar sjaldsed thar a bae. Hann var vinur allra og vildi endilega ad vid yrdum eftir ut kvoldid sem vid ad sjalfsogdu thadum. Magnus sagdi i sifellu, sjaaa Petur Palsson en honum fannst fadir brudarinnar minna a pabba a gamlarskvold med sitt flotta skilti :)

Vid drukkum og sungum med folkinu sem spiladi a toma plastdalla og oliubrusa thar til ad sumir voru naestum sofnadir. Tha var timi til ad fara heim. Sem betur fer hafdi eg hugsad ut i ad taka vasaljosid med mer og komumst vid heil a hufi i bambuskofann okkar thar sem vid svafum a golfinu med moskitonet yfir okkur.

Eftir thorpsaevintyrid heldum vid afram a kayaknum nidur ana i um 3 klukkutima thar sem ad vid stoppudum til thess ad fara a filsbak i thorpinu sem vid gistum i adra nottina. Filarnir voru geymdir kedjadir vid tre i grennd vid frumskoginn, badir kvenkynsfilar 48 og 28 ara. Fyrst forum vid a bak a svona stolum, en svo berbakt. Eg gat ekki annad en vorkennt filunum, en tharna vorum vid berbakt a sitthvorum filnum med filathjalfarana med okkur. Vid tokum sma runt um frumskoginn, filarnir fengu ad borda og svo voru their festir vid tre inni i frumskoginum og vid gengum tilbaka. Tha sarvorkenndi eg theim! Daginn eftir vorum vid maett klukkan sjo til thess ad saekja tha og bada tha. Thad var mjooog gaman -serstaklega ad sja hvad theim fannst thad gott. Eftir bodunina forum vid berbakt a theim tilbaka thar sem ad vid gafum theim af borda ananastre, sem var lika mjooog gaman og athyglisvert, en thessi dyr eru alveg otruleg, roleg og yfirvegud. Gat samt ekki yfirgefid tha hugsun ad their aettu nu frekar heima i frumskoginum, frjalsir...

EN eg hristi thad af mer og kayakadi nidur til Luang Prabang thar sem eg hef aldrei verid eins glod med heita sturtu og pizzu.

Morguninn eftir flugum vid svo til Krabi i Taelandi thar sem ad Jesse og Elliot vinir okkar fra college eru i husi sem ad foreldrar Jesse eiga. Sandur, sumar og sol!

Hef thetta ekki lengra i bili -verd ad blogga oftar svo thad se ekki svona mikid ad lesa :)

Lafan out

fimmtudagur, september 09, 2010

Laos baby!

Hae ho vinir naer og fjaer, nuna erum vid komin til Luangprabang eftir mjog skemmtilegan tima i Van Vieng. Fra thvi ad eg sidast settist nidur og rabbadi vid ykkur hefur ymislegt gerst eins og vid er ad buast thegar ad tveir olikir einstaklingar ferdast til eins olikra landa...

Eftir hjolaferdina okkar miklu skradum vid okkur i Kayak ferd nidur Nam Song ana (p.s. hofundur er ekki abyrgur fyrir stafsetningu eda framburdi thessara stada sem hun er a, heldur eru nofn theirra geymd vel inni i hofdinu a vidkomandi og enda a thessari sidu eins og hugurinn segir til um) Kayak ferdin gekk vel, til thess ad byrja med thurftum vid ad fara thvert yfir ana, i gegnum strauminn, til thess ad komast ad helli nokkrum. Mer til mikilla lettis akvad gaedinn okkar ad Maggi skyld vera einn a kayak og eg fekk ad hafa hinn reynda Tang med mer a bat. Fyrst forum vid yfir og svo fylgdi Maggi i kjolfarid og ollum til mikillar undrunar gekk thad storslysalaust fyrir sig. Thar gegnum vid i gegnum hrisgrjonaakra i att ad fjollunum thar til ad vid komum ad fallegu vatni thar sem vid hentumst i sundfotin, forum ofan i svona uppblasna belgi, fengum vatnshelt vasaljos og fylgdum svo linu sem tok okkur inn i hellinn og flutum svo inni i hellinum a thessum belgjum, mjog fyndid!
Eftir hellaaevintyrid forum vid nidur ana i svona einn og halfan tima og stoppudum svo a nokkrum borum a leidinni og fengum okkur bjor -ja thid lasud rett- thar eru barir a leidinni nidur ana, folkid sem vinnur thar hendir bara til thin reipi og thu stoppar, faerd ther einn bjor og heldur svo afram. Mjog snidug hugmynd hja Laosnum!

Daginn eftir leigdum vid svo vespur og thutum um thorpin i kringum Van Vieng, skodudum fjollin, folkid og tokumst a vid vegina, en nuna er regntimabilid og ad sjalfsogdu er ekkert malbikad og thvi thurfti madur ad hafa sig allan vid ad renna ekki i ledjunni eda festa sig i pollunum. Maggi lenti reyndar i thvi ad hjolid biladi thegar hann var ad fara yfir einn pollinn. Thar sem hvorugt okkar veit hvar velin er a svona grip horfdum vid bara a hvort annad og -hvad nu?? Tha komu heimamennirnir hlaupandi -en allir eru svo vingjarnlegir og godir herna ad thad er alveg otrulegt- Tveir strakar a motorhjoli komu a fartinu, einn baud Magga far a medan ad hinn HLJOP med hjolid hans a naesta vidgerdarstad. Eg med mina reynslu af ranum i Ekvador var heldur betur skeptist og elti manninn med hjoldid eins og skugginn, en nei nei, their voru ekkert ad reyna ad stela hjolinu, Magga eda mer, heldur vildu their bara olmir hjalpa! Fimm minutum seinna var hjolid komid i lag og vid klarudum ferdalagid an teljandi vandreda -nema kannski thegar eg missti hjolid tvisvar i rod, heimamonnum til mikillar skemmtunar-

Thar a eftir var rodin komin ad borg sem heitir Luangprabang, en vid keyptum okkur mida i svokallada Minibus sem atti ad taka tveimur til thremur klukkustundum minna en venjuleg ruta (6 tima). Okumadurinn okkar akvad hins vegar ad taka alla fjolskylduna og tvo sett af ommum med og stoppa hundrad sinnum a leidinni til ad versla hitt og thetta. Ekki baetti ur skak ad ein amman og litli strakurinn voru med aelupest og thurtu ad stoppa oft til ad aela, eda til ad thrifa aeluna ur bilnum. Eins stoppadi hann i hatt i klukkutima til thess ad borda godan hadegismat med storfjolskyldunni a medan ad vid utlendingarnir satum a stett og bidum. Mjog komiskt og skemmtilegt eftir a, en eg vidurkenni ad eg var adeins farin ad tapa gledinni thegar ad eg var buin ad vera i bilum i 7 tima en samt nalgudumst vid ekkert.

Thegar ad vid loksins komumst a afangastad leist okkur heldur betur a blikuna, thvi tharna erum vid komin til borgar sem er svo uppfull ad sogu, morandi i munkum og hofum ad hun er a verdnunarlista Unesco. Daginn eftir ad vid komum var svona festival, en thetta er arleg rodrakeppni a milli thorpa og fyrirtaekja herna i Laos. Vid Maggi skodudum thad sem ad Lonly Planet lagdi til um morguninn en plontudum okkur svo a medal heimamanna og horfdum a thessa rodrakeppni sem fer fram a Nam Khan anni og eru svona storir langir batar med um 45 keppendum sem nota pinulitlar ar og eru svo samtaka ad lidid i SYTUCD myndi rodna... Vid gerum eins og lokalinn, drukkum heimabjorinn Beerlao og hvottum lidin afram. Svo datt Magga i hug ad vedja vid heimamennina hvor myndi vinna hverju sinni um einn bjor. Thetta vakti mikla lukku ad -falang- (utlendingarnir) myndu syna thessu svo mikinn ahuga ad allt i einu voru allir farnir ad taka thatt i thessu, gafu okkur mat ad smakka, vin ad drekka og brostu og skaludu vid okkur allan daginn. Aedislegasti dagurinn hingad til! Eins laerdum vid mikid ad nyjum ordum og fengum bod a diskotek sem vid thvi midur gatum ekki thegid thvi ad falang lidid bara gat ekki meir!! haha

Nuna er stefnan sett a fossa herna i kring og a morgun -haldid ykkur fast- forum vid i fila ferd, forum a filsbak, skodum meiri fossa, gefum filunum ad borda, bodum tha og forum svo ad synda med theim...

En nuna situr Maggi med krosslagdar faetur fyrir framan mig og bendir mer a ad thad er 10 min i brottfor...

Thangad til seinna, lai lai!

Lafan kvedur med bros a vor og sol i hjarta :)

laugardagur, september 04, 2010

Tha erum vid loksins komin til Laos!

Eftir mjog svo skemmtilega ferd i midnaeturlest fra Bangkok til Laos erum vid komin til Vang Vieng eftir stutt stopp i hofudborg Laos, Vientiane. Lestarferdin var i senn aedisleg, og hraedileg. Thetta byrjadi a tveimur hermannaklaeddum taelenskum monnum sem badu okkur um midana a mjog akvedinn hatt, vid utlendingagreyin thordum ekki annad en ad henda i theim midunum og horfa beinustu leid nidur. Midana samthykktu their sem betur fer og afram helt ferdin. Lestin (sem er gridarlega havaer, gomul en mjog sjarmerandi) fer haegt af stad en stoppar annad hvoru mjog snogglega. Komumst liklega aldrei ad thvi hvers vegna. Hurdin sem vid satum vid hlidina a lokadist ekki almennilega og thvi fylgdi ferdinni sjarmerandi havadi alla leidina. Konan sem seldi drykki kom til okkar og badst afsokunar a thessu, en hun skyldi nu reyna ad binda hurdina, sem thvi midur gekk ekki eins og vid var ad buast. En thegar ad konan var a bak og burt horfdum vid Maggi hvert a annad og hugsudum... hmm thetta var ekki kona, thetta var karlmadur sem klaeddi sig eins og kona! (Thetta er vist algengt ad sja svona stelpustraka herna i Taelandi, en vid reyndum eins og vid gatum ad kippa okkur ekki upp vid thetta...) Vid nadum ad sofa alla leidina, enda ekki annad haegt thegar verid er ad hrista mann til og fra, likt og gert er vid litlu bornin, nuna skil eg af hverju theim er ruggad til svefns.

Vid komuna til Laos thurfti svo ad fa vegabrefsaritun, sem vid fengum an teljandi vandraeda. Thad er ekki haegt ad segja thad um franskt par sem var einnig a somu leid og vid, en einhverra hluta vegna fengu thau ekki ad fara inn i landid. Kom svo i ljos ad thau attu ekki fyrir arituninni (!!) en thau hofdu verid raend i Taelandi og aetludu bara ad taka sjensinn ad thau kaemust inn i landid... veit ekki med ykkur en thratt fyrir allar kaerulausu akvardanirnar sem eg hef tekid, tha toppar ekkert thetta! Veit ekki hver afdrif theirra voru en ef hef ekki rekist a thau sidan...

Hofudborg Laos er skemmtilegur stadur, thar bua um 200.000 manns og er thekkt fyrir hofin sin, munkana og rolegt umhverfi. Munkarnir eru a hverju horni, sumir ad bidja, adrir i gemsanum sinum. Sumir fotgangandi og adrir a vespum. Skemmtileg syn fyrir kjanalegan Islending sem helt ad munkar byggju upp i afskekktum fjollum an samskipta vid annad folk :)

Eftir hofudborgina var forinni svo heitid til Vang Vieng med rutu i 4 tima sem keyrdi kannski a 60 km a klst og var med takmarkada loftkaelingu. Eins og i ollum skemmtilegum rutuferdum var eitt pissustopp. Kameldyrid var ekki lengi ad hendast ad pissa, enda buin ad halda i ser i heila tvo tima! Thegar a kloid var svo komid kom babb i batinn, en kloid var bara hola i jordinni! Tha var ekkert annad i stodunni en ad halda aelunni inni og gera eins og lokalinn, pissa i helvitis holuna. Var ekki med klostettpappir a mer, og thurfti thvi ad nota adferdina sem ad gud kenndi okkur, hrista hrista (sem betur fer, hefdi ekki vitad hvad eg aetti ad gera vid pappirinn haha)

Eins og godur planeleggjari var Maggi buinn ad akveda a hvada hotel vid myndum gista a, eitt stykki hostel vid ana fallegu og kostar heila 5 dollara nottin fyrir okkur tvo (leigdum okkur samt hjol og gerdum verdsamanburd, hvort ad vid fyndum nu ekkert odyrara, eg stoppadi thad sem betur fer i faedingu). Hjoludum svo um thorpin herna i kring sem er alveg olysanlegt thvi ad fjollin sem umkringja thennan bae eru svo falleg. Folkid herna er lika svo rolegt og gott, her heilsa allir og ran og ofbeldi er alls othekkt, nema tha helst a milli ferdalanganna (sem koma hingad i hronnum). Eftir um halftima hjolaferd rakumst vid a ansi skemmtilegt, tharna var hundur -sem er ekki frasagnarvert- nema hvad ad nyfaeddur api hafdi fest sig ofan a bakid a honum, eins og hundurinn vaeri mamma hans! Vid attum ekki til ord, en folkid kippti ser ekkert upp vid thetta, kannski var thetta bara mamma hans??

Eftir hjoleriid og fjalla og hella skodunina forum vid rakleidis heim i sturtu thvi ad Magga tokst ad festa sig i drullu a leidinni, og tha meina eg festa sig haha. I kvold aetlum vid ad fa okkur eitthvad gott ad borda (alltaf gaman ad borda framandi mat!) en okkur er sagt ad halda okkur fra matsedlum sem enda a -happy- thar er vist ad finna mat med sveppum, marjuana, opium, name it! En thad tidkast vist ad fa ser slikan mat og horfa svo a Friends...

Ef eg nae mynd af slikum matsedli skal eg glod deila honum med ykkur, set herna nokkrar myndir med ad gamni, fleiri koma seinna.

Lifid heil kaeru vinir, Lafan tharf ad fara ad drifa sig ad borda og svo hatta thvi a morgun forum vid a Kayak, a belgi, i gongu og skodum thorp herna i kring.







fimmtudagur, september 02, 2010

Island-Svithjod-London-Dubai-Bangkok-Laos

Ferdalagid byrjadi vel, nadum ad tjekka toskurnar inn alla leid til Bangkok og vorum maett timanlega fyrir brottfor eins og Svium er einum lagid. Vid thurftum ad millilenda i London og Dubai adur, en vid komuna til London kom upp sma babb i batinn.

Vid vorum ad tjekka okkur inn i flugin til Dubai og Bangkok i London thegar ad goda konan fra Emirates flugfelaginu bad okkur um midann ut ur Bangkok, en thau mega vist ekki tjekka mann inn nema ad madur hafi svoleidis mida. Crap attack. Hr. skipulagdur var ekki buinn ad kaupa slikan mida og thvi hofst kapphlaup um Heathrow flugvoll i leit ad tolvu, med prentara svo haegt vaeri ad kaupa midann, prenta hann ut og tjekka okkur inn i naesta flug. Eftir nokkur hundrud metra spretti fram og tilbaka urdum vid ad jata okkur sigrud, engan prentara ad finna a flugvellinum. Med angist i augum og otta i hjarta gengum vid med skottid a milli lappanna til Emirates konunnar og sogdum henni ad vid hefdum ekki getad keypt mida. Konan for strax i simann og reddadi okkur svo kolludum -dummy- midum til thess ad syna vid komuna og tjekkadi okkur svo inn.

Eftir thad var allt i himna lagi, en Emirates flugvelarnar eru ekkert sma flottar, allir med skjai, veitingahusamatur, heitir klutar afhentir thegar madur settist nidur, fritt ad drekka allt nema kampavin alla leid og otruleg tjonusta. Eitthvad hljotum vid Maggi ad hafa elst eda throskast thvi einn bjor var pantadur alla leidina! Flugid fra London til Dubai tok um 6 tima, en thad var gedveikt ad sja hahysin og byggingarnar i Dubai. Lafa glenna.is thurfti svo heldur betur ad hyfa bolinn upp og fara i peysu a flugvellinum ef hun skyldi ekki vera drepin med augnaradi muslimskra manna thar a bae.

Stoppid var stutt i Dubai en flugid thadan til Bangkok tok adra 6 tima og thad ad vid skyldum vera ad fluga yfir Irak fannst mer mest spennandi, en Maggi var aestastur yfir ollu kvikmyndavalinu, en samanlagt saum vid um 8 myndir a leidinni! Velin sem vid vorum i tha var ekki Boing 777 heldur nyja velin sem er gridarstor, og vid vorum i rod 70 en vorum ekki naestum thvi aftast haha.

Vid komumst inn i landid thratt fyrir ad vera med falsada mida ut ur landinu og forum rakleidis a hotelid sem Maggi pantadi fyrir okkur med punktunum sinum, mjog flott hotel! Thadan forum vid svo a turistastadinn Khao San, stadinn sem ad Leo Decaprio hatar i myndinni The Beach. Eg skil hann. Magnus komst svo vel ad ordi ad kalla hann i myndlikingunni -asshole of the earth-. Thar fengum vid okkur ad borda (og erum enn a lifi) og svo kokteila i glaerum fotum og heldum svo heim a hotel i langthradan svefn.

Dagurinn i dag for i thad ad svitna, svita meira og svitna svo adeins meira. Lafan og hiti fara ekki vel saman og eg telst heppin ad geta haldid fingrunum a lyklabordinu, slikur er svitinn. Milli thess sem vid svitnudum skodudum vid buddista hof og sogdum nei vid agengum taelendingum sem vidu selja okkur dot. Og bara svona fyi ping-pong show er ekki i alvorunni bordtennis syning...

Nu erum vid a leidinni til Laos med lest sem fer klukann atta i kvold og kemur a afangastad klukkan atta i fyrramalid. Eg vona ad thad verdi loftkaeling alla leidina thvi eg veit ekki hvort eg eigi meiri svita eftir i likamanum haha!

Komid nog i bili, kakkalakkar, rottur, vond lykt, seljandi taelendingar, mengun og havadi bida min her fyrir utan.

Bless i bili!

þriðjudagur, ágúst 31, 2010

Nú styttist i herlegheitin...
Undirritud er komin til Svithjódar án teljandi vandraeda og Maggi er farinn ad pakka, med heldur meiri vandraedagangi -en thannig er mal med vexti ad honum thykir thad hid mesta vandraedamal ad hann sé ad pakka meiru med sér en ég er ad taka med mér. Daemi hver fyrir sig.

Framundan er smá HM shopping og hledslutaekja redding. Nidurgangstöflur og stopparar eru komnir ofan í tosku sem og heilt apótek af móskítóvörnum. Flugid fer frá Arlanda til Bangkok klukkan 18:00 ad stadartíma og heilum 19 tímum seinna, eda 19:00 ad stadartima verdum vid komin í Sódómu Taelands. Thegar thangad er komid munum vid skoda okkur um í borginni í einn dag og halda svo förinni áfram til Laos med naeturlest um kvöldid.

Thar sem ekkert markvert hefur gerst hérna í Svíthjód -annad en thad ad kjéllingin fór med Magga á rúntinn í gaer á blaejubíl- thá hef ég thetta ekki lengra í bili. Kominn tími til ad panta hótel í Taelandi og kannski skella sér á McDonalds svona í tilefni dagsins.

Lafan kvedur thennan heimshluta med trega en full tilhlökkunar. Lifid heil kaeru vinir, vid skrifumst thegar til Taelands er komid!

mánudagur, maí 17, 2010

Hugleiðing frá Hlöðunni

...nei ég er ekki í sveitinni þó svo að ég sé að skrifa um hana múahahaha

Eins og gengur og gerist gerir maður allt annað en að læra þegar maður á að vera að læra og því kíkti ég á þessa annars bragðdaufu síðu og ákvað að henda inn svo sem einni færslu því góð frænka mín kenndi mér að þegar maður er með ritstíflu þá á maður að setjast niður og skrifa hvernig manni líður, svo VOILÁ! Héðan í frá koma reglulegar hugleiðingar frá Hlöðunni þegar ritstífla á sér stað.

Og þá hefst lesturinn.

Líkt og fram kom í fjölmiðlum þá er kjéllingin farin að spila fótbolta að nýju með uppeldisfélaginu Grindavík. Ekki er undirrituð komin í sitt besta form, enda það ekki aðal málið því ég ætla mér að ná titlunum "vinsælasta stúlkan í liðinu". Til þess að það megi gerast verður að fara varlega að því, enda auðséð þegar einhver er að "reyna að vera skemmtilegur".

Fyrsta skrefið í þessu markmiði mínu var að vera ljót á myndinni á leikjaskránni, því þá líður hinum stelpunum betur og geta kannski hlegið pínu að mér. Tjékk.

Næsta skref var að vera alltaf síðust í sprettum og hlaupum til þess að láta þeim líða eins og þær séu mun fljótari en ég. Tjékk.

Þar á eftir er mikilvægt að hlægja og vera glaður og jafnvel LEYFA liðsmönnum að klobba sig á æfingu, skapar mikla og góða stemningu. Tjékk.

Eins má ekki gleyma að smjaðra við þjálfarana, en þeir eru ekki síður mikilvægir. Þá er mjög mikilvægt að vera alltaf fyrst til þess að safna boltum saman, taka saman keilur, bera mörkin með bros á vör og síðast en ekki síst ekki væla þegar við eigum að skokka okkur niður eftir æfingu. Er að vinna í því.

Síðan er krúsjal að hrósa hinum stelpunum fyrir vel unnin störf á vellinum og gera óspart grín að sjálfri sér fyrir ekki svo vel unnin störf á sama velli. Tjékk.

Ef ég vinn í þessum atriðium þá tel ég það næsta víst að ég hljóti titilinn "vinsælasta stúlka Grindavíkurliðsins 2010" -annað væri skandall.

Kveð ykkur með mynd sem ég veit að mun fá gömlu kempurnar Möggu og Gebbu til þess að brosa, allavegana út í annað. Toppur eða ekki toppur??