sunnudagur, desember 05, 2010

Jæja góðir hálsar... vil biðjast velvirðingar á seinlegum pistli, en það er bara búið að vera of gaman að vera til!

Síðan að ég settist við tölvuborðið síðast hefur margt gerst og ég hef meðal annars fært mig um set til Nýja Sjálands þar sem ég er nú stödd.

Vínsmökkunarferðin í Ástralíu með nýtrúlofaða parinu var sko ekkert slor og eins og sönnum vínaðdáendum sæmir byrjuðum við daginn á því að fá okkur morgunmatsvín í boði hússins og horfðum á kengúrurnar skoppa um á engjunum í morgunsólinni. Síðan voru um 4 vínekrur heimsóttar, óteljandi vín smökkuð og enn fleiri flöskur keyptar. Einhver heppinn fær skemmtilega jólagjöf frá mér þetta árið haha!

Eftir þá skemmtilegu helgi skunduðum við hjónaleysin yfir til Nýja Sjálands þar sem að góðvinur okkar Kiwi Beats tók á móti okkur í Christchurch með bros á vör. Hann byrjaði á því að sýna okkur byggingarnar sem skemmdust í jarðskjálftanum í september, en fyrir þá sem ekki fylgjast með fréttum erlendis frá þá reið yfir jarðskjálfti hér upp á 7.1 á richter skalanum en furðulega fá hús hrundu og enginn slasaðist alvarlega! Eins og við mátti búast af Nýsjálendingnum þá var farið með okkur fyrsta kvöldið á local-pöbbinn og bjórinn smakkaður. Síðan skelltum við okkur til Akaroa sem er 45 mínútur frá Christchurch og fengum okkur fish and chips og röltum um. Á laugardeginum vorum við svo búin að leigja okkur húsbíl hjá fyrirtæki sem heitir Jucy og skelltum við okkur í 5 daga road tripp með landakortið að vopni og sáum meðal annars mörgæsir, seli, albatrossa, fjöll og fyrnindi (byrjuðum að fara til Dunedin að sjá Kiwi keppa í fótbolta, síðan héldum við áleiðis til Milford Sound og þaðan til Queenstown). Ég var enn og aftur plötuð í margra klukkutíma gönguferðir, 4 tíma kayakferðir og hálfs dags hjólaferð (líður stundum eins og ég sé í the biggest looser haha).

Til þess að láta þennan pistil ekki hljóma eins og hina verstu upptalningu þá verð ég að nefna nokkur atriði sem stóðu upp úr þessari húsbílaferð.

-Vegurinn til Milford Sound var eins og klipptur út úr Lord of the Rings (sem var að hluta tekin upp þar)
-Á leiðinni stoppuðum við til þess að fara í smá göngu en þegar við komum til baka var fugl sem kallast Kea fugl og er mjög sérstakur mættur upp á bílinn hjá okkur og var að borða gúmmíið af toppnum örðum ferðamönnum til mikillar ánægju (en sem betur fer tók Jucy húsbílaleigan ekkert eftir því þegar bílnum var skilað!)
-Í kayakferðinni góðu sem við borguðum morðfjár fyrir var grenjandi rigning og þoka þannig að við sáum ekki helminginn af því sem við áttum að sjá, en fengum óvæntan glaðning þegar að selur nokkur tók upp á því að veiða sér kolkrabba rétt hjá okkur og fylgja okkur nánast alla leið niður fjörðinn
-Í Queenstown leigðum við okkur hjól og létum skutla okkur inn í fallegan dal einungis til þess að við gætum hjólað tilbaka. Ég var kokhraust og alsæl með það hversu hátt okkur var skutlað upp og hélt í einfeldni minni að hjólaferðin yrði héðan í frá öll niður brekkur og ég gæti bara slakað á og notið útsýninsins. Allt kom fyrir ekki og annað eins erfiði hef ég ekki upplifað frá því að maður keppti marga leiki í röð á pæjumótunum í denn.
-Það var þó eitt sem hélt gleðinni inni í mér en það var Magnús nokkur Svíi með meiru sem reyndi að vera gríðarlegur töffari og hjóla alla leiðina upp bröttu brekkuna sem ég teymdi bara hjólið. Honum tekst ekki betur til en það að maðurinn prjónar yfir sig og lendir í fjallshlíðinni í miðjum runnanum og litlu mátti muna að hann færi alla leið og hann þurfti hjálparhönd frá mér til þess að losa sig úr þessari klípu sem hann var kominn í. Eins og mér einni sæmir gat ég því miður ekki aðstoðað hann strax vegna þess að ég var í kasti á jörðinni að reyna að ná andanum.
-Eftir hjólaferðina skelltum við okkur í hjólabíla niður fjall sem endaði vel sem betur fer!

Eftir húsbílaferðalagið fórum við svo aftur til Kiwi og co þar sem hugsað var um okkur eins og kóngafólk eins og það á að vera!

Núna erum við stödd í örðu ferðalaginu, núna um norðurhluta suðureyjarinnar og erum í Abel Tasman þjóðgarðinum þar sem við ætlum að tjalda yfir nótt og halda svo áfram inn í þjóðgarðinn á morgun í kayak og vera í eina nótt með kayak og tjald að vopni inni í miðri náttúrunni!

Verð duglegri að blogga næst, farin að tjalda og horfa á sólina setjast.

Knús og kossar heim!

5 ummæli:

Guðfinna sagði...

Haha sé atriðið í bröttu brekkunni alveg fyrir mér! Haldið áfram að njóta lífsins og sjáumst um jólin í Efstahrauninu góða ;)

Ágústa sagði...

Ólöf þú ert svoo mikið æði... Ég var að stelast til að lesa þetta í skólanum og hló upphátt þegar ég las þetta, kennarinn hefur pottþétt fattað að ég var að gera eitthvað annað en ég átti að vera að gera.... Enn hlakka svo mikið til að fá þig heim :) :)

Magga sagði...

Shit hvað er mikið gaman hjá ykkur... Fyndari ferðafélagi er ekki hægt að finna en hann Magnús nokkur Oppenheimer!! haha
En gaman að vera búin að heyra svona mikið í þér í síma... er að spá í að hringja í þig á morgun bara aftur svona for shits and giggles!!! Lov you bara 16dagar í þig!!! woopwoop

Nafnlaus sagði...

snilldar pistill, shitturinn titturinn mellan og hóran hvað það er gaman hjá ykkur!!!!!!!!!!! :)
teddz

Nafnlaus sagði...

Þú ert snilldar penni Ólöf :) Frábært hjá ykkur að fara í svona ferð! Njótið síðustu daganna.
Kv. Fjóla Ben