mánudagur, desember 20, 2010

Þá er komið að því...

...síðasta blogið í ferðalaginu! Í kvöld leggjum við í tuttuguogeitthvað tíma flug frá Sydney til London með smá stoppi í Dubai. Þaðan verður svo farið frá Heathrow til Gatwick og síðan beðið í 13 tíma þar til að við tökum enn aðra flugvél, en í þetta sinn til Svíþjóðar þar sem ég verð í tólf tíma áður en ég kemst loksins heim.

Þetta er að sjálfsögðu planið fyrir ófyrirséðar aðstæður. Það er víst allt í kaos í London vegna snjókomu og ef að ekki er flogið þangað... þá er það hugsanlegt að jólin verði eydd á flugvellinum í Dubai (snökt snökt). En Pollýanna neitar að trúa að veðurguðirnir ætli að stríða henni núna og leggst á bæn að vélin fái að lenda í London og að vélin fari frá London til Stokkhólms!

En ég kveð þennan hluta heimsins með gleði í hjarta, smá gat á veskinu og óteljandi minningar sem eiga svo sannarlega eftir að hlýja mig í myrkrinu í janúar. Þessi helgi hefur einnig verið sérstaklega góð því ég fékk að eyða þremur heilum dögum með henni Ingibjörgu minni alveg alein!

Við sendum strákana til Melbourne á föstudaginn, keyptum osta, súkkulaði og vín og nutum sólarblíðunnar á svölunum þar sem við horfðum á sólina setjast, hituðum upp fyrir Bon Jovi og skypuðum fólk sem nennti að tala við okkur á Íslandi! Á laugardaginn fórum við svo í tvær búðir að máta brúðarkjóla (já við erum gamlar I KNOW!) en ég hélt að ég myndi deyja úr hlátri við að sjá æskuvinkonu mína, sem klæddi sig í stígvél og hallærisleg íþróttaföt með mér í gamla daga, uppáklædda í gullfallegan brúðarkjól, en það sem var svo skrýtið var að það var eins og hún hefði aldrei gert annað en að sýna brúðarkjóla -svo falleg brúður! Eftir það var leitað að jólunum í hjartanu okkar með því að versla jólagjafir og horft á bíómyndir með nammi á kantinum (ef að það öskrar ekki jólin þá veit ég ekki hvað!)

Í gær fórum við svo á tónleikana sem stóðu sko algerlega undir nafni en það er erfitt að lýsa tilfinningunni sem maður upplifir þegar að maður sér stórstjörnu slá í gegn á sviði... reyndi að taka upp vídjó á fullu en er ansi hrædd um að þau verði ekki sett á almennan markað sökum þess að ég er gersamlega öskrandi með öllum lögunum og slíkt skyldi aldrei leggja á fólk!

En núna er ég farin að leita að síðustu jólagjöfunum, fá mér hádegismat og njóta lífsins áður en að flugvallageðveikin gengur í garð.

Þakka áherynina í þessari ferð -ég er pottþétt komin með bloggdelluna upp á nýtt þökk sé ykkur.

Ólöf kveður hinum megin við hnöttinn, sjáumst vonandi fyrir jólin!

4 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Elsku besta systir! Takk fyrir öll bloggin og fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þessu ævintýri ykkar :) Við hlökkum SVOOO til að fá þig heim um jólin!!! Ég ætla fyrir mitt leyti að leggjast á bæn og call in a few favors á æðri stöðum til að sjá til þess að þú komist á klakann fyrir jól. Bara 2 dagar í þig!!!
p.s. allt rólegt hjá mér...krílið ætlar greinilega að bíða eftir frænku sinni ;)

Nafnlaus sagði...

Ef allt klikkar þá er kalkúnn á borðum á Norrängsvägen.
knús frá
Elínu frænku

Magga sagði...

Ohhh hvað verður gaman að fá þig heim!! Get ekki beðið :D Verð líka að segja að maður á eftir að sakna þess að vakna á morgnanna og tékka á blogginu til þess að geta komist á allra þessa ævintýrastaða í hausnum ;)
Þú kemst heim :) Skal leggjast á bæn og þú getur náttla ekki svikið lítinn frænda sem mun bíða í ofvæni á Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 22.des kl.15:30 ;)

Nathalia sagði...

Oh I wish I could read Icelandic but I can read pictures and it looks like you're having a great time! Continue you're lovely travels =)