fimmtudagur, júní 30, 2005

Það er nú helvíti hart þegar nágranna-grúppían sjálf getur ekki hugsað sér að sitja fyrir framan imbann í hádeginu vegna þess að hún getur ekki fyrir sitt litla líf horft upp á izzý-pissý skemma allt fyrir öllum og hugsa bara um eigið rassgat.

Bitur??

bara drullusvekkt út í höfunda nágranna að láta þetta ganga svona langt og vill fá að sjá pör á borð við Beth og Brad sem sýndu manni frá unga aldri hvernig sambönd eiga að vera...

minnið mig á það að stinga upp á þessu við þau þarna í Ramsey street næst þegar ég á leið framhjá

kveðja raunveruleikafirrta skrifstofudaman

miðvikudagur, júní 29, 2005

Hver er þessi Herjólfur??

Erum í því að skipuleggja Þjóðhátíð 2005 og stóra spurningin er Herjólfur eða flug frá Rvk. Ingibjörg fivestar manneskja tók ekki vel í það að veltast um í dollunni í þrjáoghálfantíma þegar maður getur verið fjörutíumínútur frá Reykjavík city... Good point, en veskið spyr ekki að þægindum og því var ákveðið að fara upp í Samskip Landflutningar í dag og redda sjö miðum takkfyrirtúkall. Við verum bara eins flottar á því og hægt er að vera og leigjum okkur bara kojur og svona.. smyglum víni inn og drekkum þessa sjóveiki burt...

Svo er það sprning hvað maður eigi að taka með sér. Kassa af bjór og flösku? Breezer, Hvítvín og Vodka-magic eða bara good old fashion moonshine. Kannski bara eplasnafs og eitthvað enn sterkara... dunnó, en hvað sem það verður verður það að vera ískalt því ég er með antipat á lúkvörmum drykkjum.

Gistingunni er Benító búinn að plögga en Henson gallarnir eru í vinnslu. Við Magga og Ingibjörg erum byrjaðar að "æfa" fyrir Þjóðhátíð með brennslutöfluáti og bjórsulli þegar við megum vera að. Þannig að það ætti ekki neitt að vera því til fyrirstöðu að Þjóðhátíð 2005 verði ógleymanleg (nema kannski af völdum áfengis eins og fyrsta Þjóðhátíðin mín þar sem allt rann í eitt og gat ég ekki fyrir mitt lila líf gert greinarmun á föstudegi, laugardegi eða sunnudegi...)

að svo sögðu ætla ég að bruna upp í bíl og kaupa þessa godforsaken miða í herjólf. Hej do og gleðilegan miðvikudag!!

mánudagur, júní 27, 2005

Fjólublátt ljós við barinn...

Lýsi hér með eftir þessu lagi sem ég vaknaði með á heilanum í morgun eftir af hafa dreymt Mexíkóferðina eina ferðia enn, og það þarf vart að taka það fram að Ása Ninna var þar fremst í flokki með þetta lag og massage, massage, braids amiga??

Annars er maður svona að komast á jörðina eftir herlegheitin og farinn að komast í takt við raunveruleikann. Brúnkan að fara, dottin úr liðinu og ég er ekki frá því að ég sé búin að bæta á mig einni fellingu, en ekki hvað...

En það þýðir ekkert að sitja á rassinum í eymd og volæði, heldur hugga ég mig við það að við Ingibjörg "singleton" vinkonur höfum endurheimt hvor aðra og fórum á kostum út að boðra á Óliver á laugardaginn ásamt Möggustínurokk og könunum. Svo er það Akureyri næsta helgi og Eyjar eftir hmmm 3 vikur eða svo. Málið er bara hvað maður eigi að gera inn á milli helganna... þó svo að Sódóma Reykjavík sé að breytast í Benidorm þar sem djammið spannar ekki bara helgarnar, heldur alla daga vikunnar. Kíkti nebbla á Vegó á fimmtudaginn og þar blasti við mér upptökulið frá amerískri sjónvarpsstöð og drukknir Íslendingar með hendur upp í loft að dansa... Fimmtudagar eru víst hinir nýju Laugardagar...

öss komin fram úr mér þarna. Farin að sækja um framhaldsnám í háskóla á Kúbu.

Que les vaya bien amigos

föstudagur, júní 24, 2005

Bara helvístis gaman!!

Jæja þá er maður kominn heim í heiðardalinn með söknuð í hjarta og skítugar hendur af ofnotkun sólarolía og annars óþverra... En mikið andskoti er Mexíkó skemmtilegt land og má segja að við Margaríta og Benító hefðum kolfallið fyrir frumskógum maya-indjánanna, hvíta sandinum og græna sjónum sem var um það bil 25 gráðu heitur. Ekki sé minnst á barþjónana sem eltu mann alla leið út á strönd til að athuga hvað maður vildi drekka, og ef maður var ekki með drykk í hönd kom svona meðaumkunarsvipur á þá og spurðu mann, amigo why you not drink?? jæja þá... ég fæ mér einn... En við fórum all-out og vinguðumst við innfædda eins og við fengum borgað fyrir það, dönsuðum salsa og lærðum lókal blótsyrði PUTO-PENDEJO, og er skemmst frá því að segja að við eigum heimboð í a.m.k. 5 hús þegar við snúum aftur til þessa magnaða lands...

Topp-Tíu listinn:

**Jói Benító tekur mexíkanskan þjóðdans uppi á sviði fyrir framan allt hótelið ásamt því að taka tequila a la Mexicana og fer með þessa vísu:
"My name is Pancho, I live in a rancho. I have no pesos, but I am very macho. Senjóríta, will you marry me?"

**Stórbruni þrieykissins endar með ferð niður í búð að kaupa sterkasta aloe vera sem völ er á. Aðeins eitt til ráða-opinn bar...

**Mekkaferð til Kúbu þar sem sósíalisminn og vændi ráða ríkjum. Eftirminnilegast þegar þrír bílar fullir af hórum stöðvuðu leigubílinn okkar í þeirri von um að fá eitthvað ágengt hjá karlmönnunum

**Milliliður í deilum hjá Geira á Goldfinger og hljómsveitarmeðlimi kúbverskar salsa-sveitar þar sem sá fyrrnefndi borgaði þeim síðarnefnda aukapening fyrir að byrja að spila fyrr sem sá kúbverski stóð ekki við

**Frumskógarferð til fátækustu þorpa Mexíkó þar sem fólk býr í strjákofum án rafmagns og drekkur vatn úr þorps-tjörninni. Sigum niður í leðurblökuhella og flugum á vírum yfir fljót. Tognaði í utanverðu læri í hífingunum á leiðinni upp úr leðurblökuhellunum, frekar fyndið

**Pýramítaævintýri til Koba þar sem okkur Jóa fannst fyndið að fórna Möggu til regnguðsins svona til gamans, en hann voru ekki að taka gríni og aðeins nokkrum mínútum eftir fórnina miklu kom þessi líka úrhellisrigning sem varaði í þrjá daga og með-ferðalangar okkar farnir að senda okkur illt auga, því miður fundum við ekki sólguðinn og vorum í því að biðja fólk afsökunar á þessum látalætum í okkur...

**Horft á sólina koma upp á ströndinni vinstra megin á himninum og þrumur og eldingar hægra megin á himninum ásamt innfæddum á ósnortinni strönd í sandölum og ermalausum bol

**Öll fyrir-partýin með Sirrý og Badda, Ásu Ninnu og Gumma, Magga og Beggu, Sigga og Guðrúnu, Ösp og Elísabetu og svona mæti lengi telja...

**Mickael Jacksson kom beint úr fangelsinu að skemmta á hótelinu og var maðurinn svo fáránlega líkur honum að hann kemst beint inn á topp tíu þetta árið fyrir það að vera eins og hann og massaða dansarann sem fór í hvert flikk-flakkin á fætur öðru

**Gaukurinn (Blue Parrot) verður að fá að fylgja með hérna á listann því að ég varð eins og mubbla þarna og kynntist frábæru fólki sem fannst æðilsega gaman að kenna mér dónaorð á spænsku og láta mig segja það og svo grenjuðu þau úr hlátri. Eyddi þremur nóttum í það að horfa á sólina koma upp og dansa stríðsdansa á ströndinni, kíkti nánast á hverju einasta kvöldi þarna inn og ég fékk svona portúgal 97 fíling í hvert skipti sem ég steig þangað inn...

í þessari upptalningu lét ég það vera að tala um Cancún þar sem ég er ennþá að jafna mig eftir menningarsjokkið sem ég fékk við að fara þangað... Ef þið hafið einhverntímann heyrt talað um Girls gone wild þá er Cancún uppfullt af þannig gellum. Nakk.

Jæja farin að kalla þetta gott, komin með krampa í vísifingurinn og sjá tvöfalt.

Hasta luego amigos

þriðjudagur, júní 07, 2005

Why does it alwyas rain on me?? It is because I lied when I was seventeen??

Vaknaði með þetta þunglyndis lag á heilanum í morgun og bölvaði símanum fyrir að snúsa bara í sex í mínútur í staðinn fyrir mínar venjulegu tíu á hinum símanum.. moðer fokker...

En viðburðarík helgi að baki og Vísir hf. orðið fjörtíuáraogþriggjadaga gamall, en ekki hrukku að sjá á kjellinum... Fórum á kostum í línudansinum, þar sem eins manns dauði var annars manns brauð, eða réttara sagt annarrar konu brauð og fór hin umrædda kona á kostum og fékk fýldustu andlitnin á Broadway til að missa sig og skella upp úr af hlátri og kátínu. Svo fóru Þorgeir Ástvalds og Raggi Bjarna hamförum með lagið Ég fer í fríið og fengu áhafnir, starfsfólk og velunnara Vísis til að rísa úr sætum, upp á borð og klappa líkt og þeir væru mættir á Bon Jovi tónleika... babababababababa babababababab babababababaaaaa. Nakk, þvílík stemning!

Í gær tókum við svo Víði frekar létt, 11-0 þar sem J-Lo lét sér nægja að vera með 3-4 stoðsendingar og bölvaði í hljóði fyrir skipulagsleysi Íslendinga þar sem stoðsendingar í fótbolta skipta nákvamlega engu máli ólíkt kanarassgötunum sem grafa upp alla tölfræði sem möguleiki er á og vita hæglega hvað ég missti marga bolta frá mér í leiknum með Macalester á móti St. Thomas haustið 2003...

En dagurinn í dag mun einkennast af launareikningi, grönnum og æfingu, ásamt því að huga að því hvað ég á nú að taka með mér til Mejíkóóó þar sem mikið verður í húfi og gaman að sjá hver vinnur brúnkukeppnina!!

Jæja farin að kalla þetta gott, Þingeyringar verða að fá launin sín á réttum tíma og ég er búin að mæta korteri of seint í vinnuna síðustu tvær vikur.

pís

föstudagur, júní 03, 2005

HANN Á AFMÆLI Í DAG, HANN Á AFMÆLI Í DAG, HANN Á AFMÆLI HANN VÍSIR, HANN Á AFMÆLI Í DAG!!

til hamingju með 40 ára afmælið á morgun eigendur og starfsfólk Vísis!! Í tilefni dagsins hefur línudansatriði verið sett upp á Broadway með Löfunni, Möggu Stínu Rokk og Erlu Perlu í broddi fylkingar ásamt velvöldum kór starfsfólks, þar sem lagið GRINDAVÍK verður frumflutt. Allir að láta sjá sig á sýningunni. Frítt inn í boði Vísis.

Blaðamönnum Hér og Nú hefur verið meinaður aðgangur þrátt fyrir ítrekaðar hringingar um leyfi. Þannig að það er ekki hægt að treysta á að sjá sýninguna í myndum og máli í slúðurblöðum landsins...

henyways, bryggjuball með Pöpunum í kvöld og línudans með Pétursdætrum á morgun, HALELÚJA!!

kveð í bili, en læt fylgja lagið Grindavík, og allir saman nú!!

GRINDAVÍK (lag: vinur ég er hætt að elska þig)

Nú vorar enn og veðurblíðan slík,
þá vissulega skartar Grindavík.
Í öldugárum öslar út á mið,
örsmá trilla að glíma þorskinn við.

Í gönguleiðum gaman er að spá,
ganga á Þorbjörn og líta á Þjófagjá.
Horfa út á hafið allt um kring,
þar heilsar Eldey upp úr löðurbing.

Í hlíðum fjallsins sjáum við Selskóg,
sem kúrir þar í friði og ró.
Að dvelja þar og dorma og litla stund,
dásamlegt í grænum skógarlund.

Í Bláu Lóni er gott að baða sig,
busla um og fá í kroppinn frið.
Í hraunsins lænum ljúfum hveranið,
heilsusamlegt fyrir mannfólkið.

Mosahraunið mikilfenglegt er,
margt að sjá og gleyma sjálfum sér.
Rölta svo og reika um lyngsins mó,
rifja upp minningar á mosa tó.

og svo allir saman...

Já Gott er líka að búa í Grindavík,
glæsilegur bær með rómantík.
Fólkið er í fyirrúmi hér,
fallegur er bærinn hvað finnst þér??

fimmtudagur, júní 02, 2005

...kominn nýr mánuður sem þýðir bara eitt:

peningar, útgjöld, bsssjálað að gera í vinnunni og síðast en ekki síst, nýtt plakat af BRAD PITT uppá vegg hjá skrifstofudömunum.

Í dag er líka akkúrat vika í að tvibbarnir ásamt Joey Benito leggjum land undir fót og öskum til Mejíkóóóó með fullri vél af askvaðandi Íslendingum sem eru tilbúnir að selja sál sína fyrir brúnku a la Mejíkóóó.

-Var líka að koma úr ferðalagi til Þórsmerkur þar sem ég óð fjöll og fyrnindi í næk-skóm og 66 gráður norður peysu, haltrandi eftir leikinn á móti Þrótti þar sem ég náði "a personal low" með því að drulla á bitann sem venstre bakvörður... hef alltaf sagt að ég eigi heima frammi!!

Næsta verkefni á dagskrá hjá Löfunni með F-i er að gera sig klára fyrir afmælishátíð Vísis þar sem famelían verður að skarta sínu fegursta og gjöra svo vel að læra línudansinn sem Harpa danskennari var að kenna okkur, þar sem við erum jú uppistaðan í Vísis-atriðinu...

Gott er líka að búa í Grindavík,
glæsilegur bær með rómantík.
Fólkið er í fyrirrúmi hér
fallegur er bærinn hvað finnst þér??

(S.M.V 1998)

með þessum fleygu orðum kveð ég í bili því mín bíður gjafabréfakaup, fótboltasprikl, íbúðarskoðun, dinner-a-la-Fjölnir og línudansæfing

nakk