mánudagur, júní 27, 2005

Fjólublátt ljós við barinn...

Lýsi hér með eftir þessu lagi sem ég vaknaði með á heilanum í morgun eftir af hafa dreymt Mexíkóferðina eina ferðia enn, og það þarf vart að taka það fram að Ása Ninna var þar fremst í flokki með þetta lag og massage, massage, braids amiga??

Annars er maður svona að komast á jörðina eftir herlegheitin og farinn að komast í takt við raunveruleikann. Brúnkan að fara, dottin úr liðinu og ég er ekki frá því að ég sé búin að bæta á mig einni fellingu, en ekki hvað...

En það þýðir ekkert að sitja á rassinum í eymd og volæði, heldur hugga ég mig við það að við Ingibjörg "singleton" vinkonur höfum endurheimt hvor aðra og fórum á kostum út að boðra á Óliver á laugardaginn ásamt Möggustínurokk og könunum. Svo er það Akureyri næsta helgi og Eyjar eftir hmmm 3 vikur eða svo. Málið er bara hvað maður eigi að gera inn á milli helganna... þó svo að Sódóma Reykjavík sé að breytast í Benidorm þar sem djammið spannar ekki bara helgarnar, heldur alla daga vikunnar. Kíkti nebbla á Vegó á fimmtudaginn og þar blasti við mér upptökulið frá amerískri sjónvarpsstöð og drukknir Íslendingar með hendur upp í loft að dansa... Fimmtudagar eru víst hinir nýju Laugardagar...

öss komin fram úr mér þarna. Farin að sækja um framhaldsnám í háskóla á Kúbu.

Que les vaya bien amigos

7 ummæli:

Magga Stina Rokk sagði...

hahahah ja afhverju þurfum við alltaf að sýna heiminum hvað við erum víruð.. getum við ekki bara haft þetta útaf fyrir okkur?
en samt hahaha

Erla Ósk sagði...

gaman ad lesa um ferdina. by the way, thu sagdir a utlendingasidunni thinni ad passwordid vaeri Brenda, en hvad er user name? Vonandi er allt gott ad fretta... en hefurdu fengid sms-in sem eg hef sent?

Nafnlaus sagði...

Já komin aftur í raunveruleikann. Mikið rosalega var gaman í mexico. Er alveg pottþétt á leið þangað í náinni framtíð. Allaveganna vildi bara kasta kveðju á þig, náði ekki að kveðja og þakka fyrir góðan félagsskap þarna undir lokin. Ég bið að heilsa hinum mexico förunum og hafðu það gott í sumar. :)
Kveðja Elisabet

Lafan sagði...

magga: hahahaha víruð...

erla: annie er búin að vera með símann svo að það getur verið að við höfum fengið eitthvað.. ég tjékka á því... hefði verið gaman að hafa erlu perlu með á kantinum:)

elísabet: já sömuleiðis og takk fyrir frábær kvöld á gauknum eða santanera... hehe vonandi verðum við áfram í bandi kjúttípæ, adios!!

Nafnlaus sagði...

hey skvis! ja við verðum að hafa reunion...hehe ég er ekki að djóka ég er ekki búin að sætta mig við það að ég sé komin heim,damn!
hvað mín bara að fara til kúbu?en æði.
ps:singleton er án efa orðið í dag hehe:)
kv. Ösp singleton

Lafan sagði...

já nákvæmlega.. ömurlegt að vera komin heim... en hey hvað er síminn hjá ykkur stöllum svo við getum komið á hittingi í náinni framtíð??

minn er 696-5419:)

Nafnlaus sagði...

já,mér lýst vel á það skvís!
ég átti að láta elísubetar síma einnig með.
ösp: 6948759
elísabet: 6978217
:)