föstudagur, júní 03, 2005

HANN Á AFMÆLI Í DAG, HANN Á AFMÆLI Í DAG, HANN Á AFMÆLI HANN VÍSIR, HANN Á AFMÆLI Í DAG!!

til hamingju með 40 ára afmælið á morgun eigendur og starfsfólk Vísis!! Í tilefni dagsins hefur línudansatriði verið sett upp á Broadway með Löfunni, Möggu Stínu Rokk og Erlu Perlu í broddi fylkingar ásamt velvöldum kór starfsfólks, þar sem lagið GRINDAVÍK verður frumflutt. Allir að láta sjá sig á sýningunni. Frítt inn í boði Vísis.

Blaðamönnum Hér og Nú hefur verið meinaður aðgangur þrátt fyrir ítrekaðar hringingar um leyfi. Þannig að það er ekki hægt að treysta á að sjá sýninguna í myndum og máli í slúðurblöðum landsins...

henyways, bryggjuball með Pöpunum í kvöld og línudans með Pétursdætrum á morgun, HALELÚJA!!

kveð í bili, en læt fylgja lagið Grindavík, og allir saman nú!!

GRINDAVÍK (lag: vinur ég er hætt að elska þig)

Nú vorar enn og veðurblíðan slík,
þá vissulega skartar Grindavík.
Í öldugárum öslar út á mið,
örsmá trilla að glíma þorskinn við.

Í gönguleiðum gaman er að spá,
ganga á Þorbjörn og líta á Þjófagjá.
Horfa út á hafið allt um kring,
þar heilsar Eldey upp úr löðurbing.

Í hlíðum fjallsins sjáum við Selskóg,
sem kúrir þar í friði og ró.
Að dvelja þar og dorma og litla stund,
dásamlegt í grænum skógarlund.

Í Bláu Lóni er gott að baða sig,
busla um og fá í kroppinn frið.
Í hraunsins lænum ljúfum hveranið,
heilsusamlegt fyrir mannfólkið.

Mosahraunið mikilfenglegt er,
margt að sjá og gleyma sjálfum sér.
Rölta svo og reika um lyngsins mó,
rifja upp minningar á mosa tó.

og svo allir saman...

Já Gott er líka að búa í Grindavík,
glæsilegur bær með rómantík.
Fólkið er í fyirrúmi hér,
fallegur er bærinn hvað finnst þér??

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð að fá copyu af þessu lagi ´(tónlist og söng, eða MP3) er ekki hægt að redda því

Nafnlaus sagði...

En ég bjargaði alveg þessu línudansatriði ykkar!!

Lafan sagði...

baddi: jú ekkert mál, það eru til geisladiskar með þessu lagi hérna uppí vísi, ég skal bara taka einn frá fyrir þig!!

anonymous: línudansinn var magnaður, sem betur fer fer voru nokkrar camerur á svæðinu svo maður sjái nú herlegheitin svona eftir 40 ár og grenji úr hlátri...