föstudagur, júní 24, 2005

Bara helvístis gaman!!

Jæja þá er maður kominn heim í heiðardalinn með söknuð í hjarta og skítugar hendur af ofnotkun sólarolía og annars óþverra... En mikið andskoti er Mexíkó skemmtilegt land og má segja að við Margaríta og Benító hefðum kolfallið fyrir frumskógum maya-indjánanna, hvíta sandinum og græna sjónum sem var um það bil 25 gráðu heitur. Ekki sé minnst á barþjónana sem eltu mann alla leið út á strönd til að athuga hvað maður vildi drekka, og ef maður var ekki með drykk í hönd kom svona meðaumkunarsvipur á þá og spurðu mann, amigo why you not drink?? jæja þá... ég fæ mér einn... En við fórum all-out og vinguðumst við innfædda eins og við fengum borgað fyrir það, dönsuðum salsa og lærðum lókal blótsyrði PUTO-PENDEJO, og er skemmst frá því að segja að við eigum heimboð í a.m.k. 5 hús þegar við snúum aftur til þessa magnaða lands...

Topp-Tíu listinn:

**Jói Benító tekur mexíkanskan þjóðdans uppi á sviði fyrir framan allt hótelið ásamt því að taka tequila a la Mexicana og fer með þessa vísu:
"My name is Pancho, I live in a rancho. I have no pesos, but I am very macho. Senjóríta, will you marry me?"

**Stórbruni þrieykissins endar með ferð niður í búð að kaupa sterkasta aloe vera sem völ er á. Aðeins eitt til ráða-opinn bar...

**Mekkaferð til Kúbu þar sem sósíalisminn og vændi ráða ríkjum. Eftirminnilegast þegar þrír bílar fullir af hórum stöðvuðu leigubílinn okkar í þeirri von um að fá eitthvað ágengt hjá karlmönnunum

**Milliliður í deilum hjá Geira á Goldfinger og hljómsveitarmeðlimi kúbverskar salsa-sveitar þar sem sá fyrrnefndi borgaði þeim síðarnefnda aukapening fyrir að byrja að spila fyrr sem sá kúbverski stóð ekki við

**Frumskógarferð til fátækustu þorpa Mexíkó þar sem fólk býr í strjákofum án rafmagns og drekkur vatn úr þorps-tjörninni. Sigum niður í leðurblökuhella og flugum á vírum yfir fljót. Tognaði í utanverðu læri í hífingunum á leiðinni upp úr leðurblökuhellunum, frekar fyndið

**Pýramítaævintýri til Koba þar sem okkur Jóa fannst fyndið að fórna Möggu til regnguðsins svona til gamans, en hann voru ekki að taka gríni og aðeins nokkrum mínútum eftir fórnina miklu kom þessi líka úrhellisrigning sem varaði í þrjá daga og með-ferðalangar okkar farnir að senda okkur illt auga, því miður fundum við ekki sólguðinn og vorum í því að biðja fólk afsökunar á þessum látalætum í okkur...

**Horft á sólina koma upp á ströndinni vinstra megin á himninum og þrumur og eldingar hægra megin á himninum ásamt innfæddum á ósnortinni strönd í sandölum og ermalausum bol

**Öll fyrir-partýin með Sirrý og Badda, Ásu Ninnu og Gumma, Magga og Beggu, Sigga og Guðrúnu, Ösp og Elísabetu og svona mæti lengi telja...

**Mickael Jacksson kom beint úr fangelsinu að skemmta á hótelinu og var maðurinn svo fáránlega líkur honum að hann kemst beint inn á topp tíu þetta árið fyrir það að vera eins og hann og massaða dansarann sem fór í hvert flikk-flakkin á fætur öðru

**Gaukurinn (Blue Parrot) verður að fá að fylgja með hérna á listann því að ég varð eins og mubbla þarna og kynntist frábæru fólki sem fannst æðilsega gaman að kenna mér dónaorð á spænsku og láta mig segja það og svo grenjuðu þau úr hlátri. Eyddi þremur nóttum í það að horfa á sólina koma upp og dansa stríðsdansa á ströndinni, kíkti nánast á hverju einasta kvöldi þarna inn og ég fékk svona portúgal 97 fíling í hvert skipti sem ég steig þangað inn...

í þessari upptalningu lét ég það vera að tala um Cancún þar sem ég er ennþá að jafna mig eftir menningarsjokkið sem ég fékk við að fara þangað... Ef þið hafið einhverntímann heyrt talað um Girls gone wild þá er Cancún uppfullt af þannig gellum. Nakk.

Jæja farin að kalla þetta gott, komin með krampa í vísifingurinn og sjá tvöfalt.

Hasta luego amigos

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá. Það er aldeilis! Frábært að þetta hafi verið svona gaman hjá ykkur. Ég var með okkur í öllum þessum ævintýrum í huganum og var það ekki leiðinlegt að rifja þetta upp þegar ég var að lesa þessa skemmtilegu frásögu ;)

En það verður gert eitthvað skemmtilegt þegar ég kem út til Ameríku. :D

En allavega nóg í bili. hlakka til að sjá ykkur ;)
Bjögga frænks

Nafnlaus sagði...

hæ hæ ákvað að kasta á þig kveðju með þökk um frábært djamm og samveru á yacutan skaga:)!
ps:þú varst ekkert betri í dónaorðunum, pútta, totta, rída nuna!! hehe....
adios amiga

Nafnlaus sagði...

Dem var ég þarna.........

Lafan sagði...

bjögga: já það verður ekki leiðinlegt að fá svona höfðingja eins og þig til usa;)

ösp: hey beibí!! já takk sömuleiðis, það var svo gaman að það er ekki fyndið... við verðum að hafa mexíkó reunion og ræða skemmtilega tíma bráðum;) ha ha við vorum svakalegar... vonandi rekast þessir mexikanar ekkert á íslendinga í bráð...

baddi: já mér fannst ég sjá þig...