miðvikudagur, júní 29, 2005

Hver er þessi Herjólfur??

Erum í því að skipuleggja Þjóðhátíð 2005 og stóra spurningin er Herjólfur eða flug frá Rvk. Ingibjörg fivestar manneskja tók ekki vel í það að veltast um í dollunni í þrjáoghálfantíma þegar maður getur verið fjörutíumínútur frá Reykjavík city... Good point, en veskið spyr ekki að þægindum og því var ákveðið að fara upp í Samskip Landflutningar í dag og redda sjö miðum takkfyrirtúkall. Við verum bara eins flottar á því og hægt er að vera og leigjum okkur bara kojur og svona.. smyglum víni inn og drekkum þessa sjóveiki burt...

Svo er það sprning hvað maður eigi að taka með sér. Kassa af bjór og flösku? Breezer, Hvítvín og Vodka-magic eða bara good old fashion moonshine. Kannski bara eplasnafs og eitthvað enn sterkara... dunnó, en hvað sem það verður verður það að vera ískalt því ég er með antipat á lúkvörmum drykkjum.

Gistingunni er Benító búinn að plögga en Henson gallarnir eru í vinnslu. Við Magga og Ingibjörg erum byrjaðar að "æfa" fyrir Þjóðhátíð með brennslutöfluáti og bjórsulli þegar við megum vera að. Þannig að það ætti ekki neitt að vera því til fyrirstöðu að Þjóðhátíð 2005 verði ógleymanleg (nema kannski af völdum áfengis eins og fyrsta Þjóðhátíðin mín þar sem allt rann í eitt og gat ég ekki fyrir mitt lila líf gert greinarmun á föstudegi, laugardegi eða sunnudegi...)

að svo sögðu ætla ég að bruna upp í bíl og kaupa þessa godforsaken miða í herjólf. Hej do og gleðilegan miðvikudag!!

3 ummæli:

Magga Stina Rokk sagði...

ein spurning: má ekki drekka í herjólfi?
Ég sagði ykkur að við hefðum átt að fara frá Bakka, það er skemmtilegast í heiminum...svoo spennó!!

Annars ætla ég að taka með mér epló snapsó, vodka og magic og so nattla oggópoggó servesa eða bara tantó spandó!!

oh hva ég vona að verði rigning!!!

Lafan sagði...

daiquiri de fresa, de mango de platanó.. neim it!!

en nei, manstu það má ekki drekka í herjólfi.. bannsettur

Kristín María Birgisdóttir sagði...

alltaf gaman að lesa