fimmtudagur, júlí 31, 2008

Núna ætla ég að fara út til Eyja... út til Eyja... út til Eyja...

öss þetta fer að skella á!

búin að redda ponchó úr RL
búin að redda tjaldi og útilegustól
á svefnpoka
á dýnu
á öllara
á bobby á kantinum til að hlægja að mér

var svo að frétta að ANÍTA ÓSK sé að fara á þjóðhátíð (hef ekki farið á þjóðhátíð með henni síðan hún tók mig á ýkjufylleríinu sumarið 99!)

össs

góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr.

ábyrgðafulla guðmóðirin kveður í bili.

Sjáumst í dalnum -Í TJALDI -með aflitað hár og tanið í drasl

ykkar verður sárt saknað kæru fullorðnu foreldrar...

mánudagur, júlí 28, 2008

Það er víst búið að skíra mig


Já það var rétt hjá ykkur. Ég heiti Helgi Hafsteinn!

föstudagur, júlí 25, 2008

Ég skírist á morgun


Ég skírist á morgun, getidi hvad ég á ad heita! Verdlaun í bodi

þriðjudagur, júlí 22, 2008

Tvöööööööö eiiiiiiiiiiiiiiiitt fyrir Grindavík, tvöööööööööö eiiiiiiiiiiiitt...

Maður verður nú að fara að koma sér í form fyrir leiki sumarsins. Öl-drykkja, textavinna, utanbókarlærdómur, öldur og upphitunartaktar. Ekki sé minnst á blæðandi magasárið í stöðunni 2-1 og Takefúsa þjarmar að marklínunni. Gebba er heldur ekki til að bæta það, eftir hverja tæklingu og dóma dómarans kemur púki í augun á henni og fólkið í kring fyllist innblásturs, hendir upp horninum og drullar yfir dómarann og KR-inga með henni.

Þetta kostar allt sitt og eftir blóð, svita og tár, í stöðunni 2-1 og dómarinn flautar leikinn af er þetta allt þess virði þegar þessir gulklæddu koma og hipp-hipp-hurrei-a okkur á hnjánum.

Ég fann það bara að ég þarf að fara að kíkja í laugarnar og æfa þindina því eftir hálftíma söng er ég búin á því og þyrfti helst að koma mér í súrefniskútinn.

Leikur á fimmtudaginn gegn sömu aðilum og þar verður sungið og dansað og sigrað á pöllunum sem og á vellinum.

Áfram Grindavík og megið þið fljóta inn í daginn með laginu sem mér fannst skemmtilegast í gær...

...allt sem við viljum, er sigur í kvöööööööööld

Löfus út.

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Allt í steik vegna sumarfría!!

Óplokkaðar brúnirnar þyngjast verulega þegar maður er búinn að tapa snyrtifræðingi sínum í barneignir.

Rótin á fallega ljósa hárinu mínu er komin í gegn og veit alheimur að ég sé "lituð" ljóska nú þegar hárgreiðslufræðingurinn minn hefur tekið sér frí vegna sólarinnar heldur hún víst áfram að lengjast og verð ég brátt tvílituð um hárið. Sérlega smekklegt.

Læknirinn minn ákvað að taka sér frí fram í águst og verður því ekvadorska malarían að bíða lækningar þar til doksi ákveður að snúa heim úr sólinni.

Sú sem sér um visa-reikninginn minn ákvað einnig að skella sér í kæruleysið og hefur það því hlaupið um IKEA villt og galið, alveg eftirlitslaust.

Manni tók sér líka frí frá málarastörfunum og því eru þrír ómálaðir blettir á húsinu sem málast verða fyrir rigningartímabilið.

Sú eina sem ekki tekur sér kæruleysislegt frí er undirrituð, enda gegni ég mikilvægu og ábyrgðafullu starfi sem móðursystir og frá því verður ekki hlaupið!

Þið ykkar sem eruð að fríast. Skammist ykkar!

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Smá myndaveisla af Prinsinum :)






mánudagur, júlí 07, 2008


Óskírdur Jóhannsson


2980 gr
48 cm
12 merkur

miðvikudagur, júlí 02, 2008

amma Magga hvað...

var í myndatöku fyrir vinnuna um daginn og það fer ekki á milli mála að ég er barnabarnabarn Sighvatar. Vantar bara harmonikkuna!

Dæmi hver fyrir sig....

Annars er nóg að gera í vinnunni og í búskapnum og er ég þegar búin að baka köku fyrir Bobby, Möggu og kúlubúann sem tók heljarstökk fram á við er Margrét bragðaði á fyrsta bitanum. Strax farin að fíla krakkann :)

Allt er flott að frétta af Læðunni og förum við saman í vinnuna á hverjum degi, hvernig sem viðrar.

svo eitt að lokum, er stefnan ekki sett á Hestamannamót??