miðvikudagur, ágúst 31, 2005

er að fá blæðandi magasár út af tvennu:

ég er að fara að byrja lokaárið mitt í háskóla algjörlega óundirbúin, með viljann að vopni en kanana að baki, svo til mellufær í ensku en ekkert til að ná sér í heiðursgráðu í sociology, hispanic studies og frönskunni. ég hata þjálfarann minn þarna úti en sé fram á það að þurfa að spila þetta síðasta síson og þar af leiðandi eyða fleiri dögum hlustandi á hann eitthvað æpa og skæla um hluti sem hann veit ekkert um. ég ætti kannski bara að ná mér í einhverjar tekjur þarna og taka við þjálfuninni... does anyone know how to get rid of a 60 year old english man??

á hinn bóginn er æðislegt að vera til á íslandi og get ég varla ímyndað mér hvernig það verður að geta ekki skroppið á vegó, ara eða óli-manólí-ver og því er það vinstri magahvolfið sem blæðir vegna áhyggja af því hvernig það verður fyrir mig að af-íslenskast og enn eina ferðina venjast kana-háttum... þurfa að borga fyrir að heyra í ingibjörgu, fá ekki að elda oní crewið, geta ekki notað bimmann hennar mömmsu, segja hæ við pabba þegar hann kemur úr veiðinni... sjá möggu rífa utan af sér buxurnar eða grísklúbba-fundi okkar stelpnanna...

(þetta síðarnefnda gefur kannski til kynna aðeins meiri kana í mér en ég vill að láta... kannski þetta verði ekki eins erfitt og ég held :)

ég held ég hafi tekið framúr mér þarna, á beinni línu, fyrir framan lögguna!!
shjæse. farin að labba vita hringinn og njóta grindavíkur í næstum-síðasta sinn

howdie

mánudagur, ágúst 29, 2005

vissuð þið að:

ég fer út eftir 5 daga!!
magga systir er ruglaðari en ég
erla systir tekur mig í langhlaupi
óskar bróðir er sætari en ég var á hans aldri
----------------------------
ingibjörg drekkur mojító hraðar en juicy herself
ég er betri en enginn í trivial
bjór er allra meina bót
það er gaman á ara
það er gott að búa í grindavík
----------------------------
bjögga komst ekki áfram í ædólinu
en bjögga fór samt sem áður á kostum
elín tinna var dregin að syngja líka
-----------------------------
ég var beðin um að taka þátt í íslenska bachelornum
ég neitaði
ég var beðin um að koma í utandeildina
ég neitaði
-------------------------------

ef þið fenguð tíu stig eða fleiri (eitt fyrir hverja spurningu) þá megiði koma í kveðjupartýið mitt sem verður föstudaginn 2.sept
(jiiiiii varla liðin helgin og ma ma mar bara strax farinn að huga að næsta skralli...)

lifið í lukku en ekki í krukku. hey allíúppa

föstudagur, ágúst 26, 2005

öss

það er magnað með það þegar stelpur hittast á annað borð, bara stelpur, þá beinist umræðan undantekningarlaust að hinu kyninu sem við erum svo uppteknar af því að hata, en þorum fæstar að viðurkenna að það væri varla líft án þeirra...

en þannig er mál með vexti að ég skellti mér á ítalíuna með ofurskutlunum úr spænskunni í HÍ í gær og þar voru miklir fagnaðarfundir, enda langt síðan við höfum hist (a.m.k. svona svo til edrú). mikið hafði gerst á einu sumri, sólarlanda og pílagrímsferðir voru áberandi sem og "amor" sem var heldur betur á skotskónum í sumar. en skemmtilegustu umræðurnar voru þó "tippatalið" eins og ég leyfi mér að orða það. skiptir stærðin í alvöru máli? eða er það eins og ávaxta-grauturinn kiwi sagði mér eitt sinn -it´s not the size of the sea it´s the motion of the ocean- svo skaut ég inn kenningu minnar og ingibjargar um vísbendingar sem eiga að gefa til kynna við hverju er að búast (if you know what i mean...:)

annars er bara helvítis skemmtileg helgi framundan, rændi bílnum hennar möggustínurokk í morgun, matreiddi fram morgunkaffi sem seint verður gleymt, hljóp í hádeginu hinn elskulega bláa lóns hrings sem er blessunarlega laus við kríurnar í þetta sinn, er að fara til rvk-ur að skila áðurnefndum stolna bíl og ætla að spóka mig um í smáranum commando. siggi bróðir hennar ibj heldur upp á ammilið sitt á morgun og hlotnaðist mér sá heiður að vera deitið hennar fyrir þann merkisatburð. vúhú. í stjörnuspánni spá þeir svo meyjunni ómótstæðilegri á sunnudag þannig að ég ætla bara að bíða og njóta lífsins!!

bæó í bili þó!

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

eru þetta ekki annars tveir 45 mín. leikir??

okkur gekk ekki alveg eins og í gísla-sögu-súrsonar í gær... frekar slappur fyrri hálfleikur sem tapaðist 5-0 en ágætis seinni hálfleikur sem fór 2-1 fyrir okkur :) ekki var lafan í náðinni hjá þjálfurum Fjölnis og fékk því að húka á bekknum þar til í seinni hálfleik og kom einungis inná vegna meiðsla annars leikmanns... guð blessi sálu hennar, en eitthvað verð ég að fara að hysja upp um mig buxurnar og hætta þessu dútli því að tímabilið úti fer að fara af stað og ekki seinna vænna en að fara að koma sér í ásættanlegt form...

en senn líður að flöskud... nei föstudegi og ætla ég með öllu móti að reyna að halda mig á mottunni þessa helgina og tileinka henni fjölskyldu og vinum... (en ekki flöskunni og óliver eins og vanalega...) þar á meðal ætla ég að reyna að fara í bíó eins og aðrir bíósjúkir íslendingar, kíkja í húsdýragarðinn og ef það er orka eftir, þrífa og bóna bíla

svo er bara vika og tveir dagar í kombakk hjá J-Lo í steitið... shjeett farin að útrétta

alltílæbleeess

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

alltaf í boltanum??

nú er þannig komið að djei-ló er að fara að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik í boltanum klukkan hálfsex í dag. Ekki veit ég hver skeit í hausinn á þeim sem ákváðu leiktíma, en svona er þetta, hálf-sex uppí frostaskjól skal ég þá skunda og gera allt í mínu valdi stendur til að verða mér og mínu liði ekki til skammar... Mörkum skal ég ekki lofa en ekki skal ég brjóta af mér inní teig og tel ég þá að ég hafi komið mínu til skila :)

frá mínum dýpstu hjartarótum hvet ég alla sem þekkja mig, kannast við mig, vita hver ég er, elska mig, dýrka mig, hata mig og jú líka ykkur sem viljið þekkja mig að taka höndum saman og mæta uppí frostaskjól klukkan hálf-sex og öskra ÁÁÁFFFRAM ÓLÖ... nei áfram FJÖLNIR!!

nú að svo sögðu er best að fara að huga að morgunmat svangs fiskvinnslufólks og hefa opinberlega íhugun fyrir leikinn.

hmmmmmmmmmmmmmmmm

mánudagur, ágúst 22, 2005

sælar

af löFunni með stóru effi er nú ekki mikið að frétta, kana-gesta-gangnum í kringum mig fer nú loksins að linna og eftir tuttuguogfjóra tíma þarf ég ekkert að tala ensku fyrr en ég neyðist til þess við tollverðina á flugvellinum í Minneapolis þann þriðja septmber og þar mun venjulega yfirheyrslan með fingrafari, mögg-shotti og ásökunum fara fram:

tollvörður með yfirvaraskegg í vondu skapi: "hello, now tell me and be honest! what are you here for??"
lafan með áherslu á íslenska hreiminn: "i go to school here and i am coming back after summer break"
tollvörður með yfirvaraskegg í vondu skapi: "what school are you going to, what are you studying and most of all WHY are you studying"
lafan farin að roðna og panikar: "uhhh i go to macalester, im studying spanish and french and i dont know WHY!!"
tollvörður með yfirvaraskegg í vondu skapi skrýtinn á svip: "you come from iceland to study two foreign languages in the states? now that doesnt make sense..."
lafan niðurbrotin í algjörri vörn: "i know.. i dont know either..."
tollvörðurinn með hormottuna spakur á svip eftir að hafa komið helvítis útlendingnum úr jafnvægi: "well, it´s your life. you can go through now and make sure to declare everything if you have something to declare to customs"


oj bara... langar eiginlega bara að hætta við að fara svo ég þurfi ekki að hlusta á þessa sjálfumglaða tappa tala um ameríska drauminn sem við vitum öll að er sjónhverfing og ekkert annað...

annars var menningarnótt skemmtileg og klikkar ari ekki frekar en fyrr um daginn, magga átti múf ársins þegar hún reyndi að plögga gyllta míkrafóninum hennar sólnýjar inn í viðtæki söngvaranna til að fá að syngja með þeim (en hún er haldin þeim ranghugmyndum að hún geti sungið..) en til allrar hamingju virkaði hann ekki og sá hún um klapp-stemninguna sem hún á miklu frekar heima í :)

persónulega var mér skutlað heim í gulri innkaupakerru og fær sá hin sami innilegar þakkir fyrir að nenna að drösla heilu tonni af mér neðan úr bæ og heim. eitt klapp fyrir þig.

laFan er farin að svara í síma og týna milljónum í kassavís.
hejdo

föstudagur, ágúst 19, 2005

AMMILI!!!

æskuvinkona, hrakfallabálkur, söngstirni, hvítvíns-áhuga-manneskja og bestasta ingibjörg í öllum heiminum

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!

-í tilefni þess verður borðað á A.Hansen með gellunum í kvöld, annar í afmæli á morgun og hver veit nema maður haldi þriðja í afmæli og baki eitthvað sætt handa dömunni á sunnudag...

...aldrei að vita að maður plöggi áþreifanlega ammilis-gjöf sem saman stendur af einhverju krassandi sem stekkur upp úr kassa.. úhhhhhh

farin með á eldrauðum ferrari inn í helgina - skemmtið ykkur vel og munið að drukkið vín gleður manns hjarta...

gleðilega menningarnótt!!

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

everybody is doing it...

ferðamálafræðingurinn ólöf er að leggja vík undir fót og ætlar að heimsækja dúnu kennara-duggönd á eyri sem kennd er við svalbarða. þar ætlar hún að týna ber, sýna könum hvernig á að borða hamborgara með frönskum á milli, æfa sig í málýsku, kíkja á nöfnu sína jóhönnu-daðey-gísladóttur sem verður sett á flot í fyrsta sinn og síðast en ekki síst rækta sambandið við náttúruna...

ef einhver á gamaldagsberjatýnu þá er hún vel þegin og ekki gleyma að græddur er geymdur eyrir!!

heyrumst á fimmtudaginn með ferðasögu a la lafa á kantinum
allílægiskíttíþigbleeeeeeeeeeees

mánudagur, ágúst 15, 2005

svo fór um sjóferð þá...

það voru ekki bara grindvískir knattspyrnumenn sem komu sáu og sigruðu um helgina og voru með yfirlýsngar á borð við þær sem áhugasamir lásu í mogganum í morgun, "við hefðum getað tekið AC MILAN í dag..." því að -maggastínarokk- kom sú og sigraði, því tók okkur allar í bakaríið í danskeppninni miklu á -ara- um helgina. eftir verðlauna afhendinguna á barnum lét hún hafa eftir sér að hún hefði getað tekið nöfnu sína cristínu aquileru í nefið, slíkir voru taktarnir.

en keppnin fór drengilega fram og voru tilþrifin meiri en búist var við. Einn keppandi féll reyndar úr keppni vegna agabrota (ibj...) og annar var upptekinn við bjórdrykkju sem mátti svo sem búast við (ódp..) og þá var ekkert annað efir fyrir möggu-cristínu en að sýna hvað í henni bjó, og ó boy tók hún mig á orðinu. Í einu twist-laginu þegar grindvíkingar og aðrir velunnarar misstu sig hreinlega á dansgólfinu gerðu magga um betur, twistaði niður á gólf, furðaði sig svo á liðleika sínum og hentist upp aftur. Glöð í bragði brosti hún í hringi, og innst inni vissi hún að titillinn var hennar. En adam var ekki lengi í paradís, því kaldur gustur á milli annars massaðra leggjanna kom upp um hana... í öllum átökunum hafði hún rifið buxurnar í klofinu og var því eins berskjölduð og hægt var. Í geðshræringu og sigurvímu hentist hún á Jóa sinn sem huldi rassinn á henni eins og hann hefði aldrei gert annað. Svo hentist hún heim, með hettupeysuna hans jóa síns vafða um rassinn, skipti um buxur og var mætt á gólfið tíumínútum seinna...

ef maður vinnur ekki danskeppni eftir svona frammistöðu þá eiga menn ekkert að vera í þessu...

en af örðum fréttaskotum vikunnar er það í fréttum að bjúíful pat kelly er mættur til landsins (vinur minn frá steitinu) og er bara eintóm hamingja og gleði. svo var mogginn eitthvað að flippa og tilkynnti hana ömmu mína látna sem er nottla bara eintómt kjaftæði, magga er að vinna með clint eastwood, ingibjörg er komin með vinnu í sævar karli að dressa upp töffara og gebba komin í nýja húsið sitt. nakk

það er bara helvítis gaman að vera til.
friður

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

dans dans dans dans daaaaaaaaans
MAGGA OG INGIBJÖRG: Þetta blogg er áskorun á ykkur í danskeppni a la "girls-gone-wild" á vel völdum skemmtistað borgarinnar á laugardaginn kemur. Markmiðið er eins og þið vitið að vera eins "slöttí" og mögulegt er, stinga rassinum útí loft og aukastig eru gefin fyrir það að fá hitt kynið til að dilla sér fyri aftan ykkur. Bannað að hlægja, þá fær maður mínus stig. Aukastig fyrir að geta haldið á bjórnum og drukkið og dansað án þess að hella niður. Sú sem fær flest stig að keppni lokinni fær Mojító frá þeim sem hlutu færri stig. Að sjálfsögðu verður keppnin opin öðrum og er nóg að mæta bara á dansgólfið og sýna hvað í ykkur býr!! Ég býst fastlega við því að Vala blingbling láti sjá sig (meistarinn frá því í fyrra) en hef samt engar áreiðanlegar heimildir fyrir því.

be there or be...

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

virgen santisima de guadalupe que nos ampara y nos socorre

lafan átti að vera að plögga framtíðina og komast inn hjá kók-kóngum spánar á morgun í vinnunni og taka á móti þeim í opinbera heimsók, en eitthvað hefur hún verið skilin eftir úti í kuldanum og ekkert samband hefur verið haft við undirritaða. kók-kóngar, ég ætla EKKI að selja ykkur fisk og ef þið komið á annað borð, þá verður PEPSI-MAX á boðstólnum...

annars er ég ekkert bitur út í neitt annað í lífinu, nema kannski það að nammi sé fitandi og maður verður þunnur af áfengi.

moi og maggz ætlum svo að bregða okkur í barnapíu-leik og hjálpa stínu -fótboltakommenterara- páls með gríslingana hennar sólnýjar og fara á róló og í sund. eitt góðverk á dag kemur skapinu í lag.

svo er ég með matarboð í kveld og býð í opna-ólafar mótið í trivial. ertu geim??

bara helvítis gaman. been there, done that, pepsimax rúlar:)

mánudagur, ágúst 08, 2005

sælar, eins og þið sjáið þá er ekkert að gera í vinnunni hjá mér, náði að grafa þessu mynd upp af löfunni spila fótbolta með Macalester háskólanum sínum, búa til stjörnukort um hvernig merkin passa saman fyrir möggu og jóa, eiga dásamlega kveðjustund með óskari bró, skúra fyrirtækið eins og það leggur sig og ganga frá eftir tíu kaffið. nakk.. og klukkan ekki einu sinni orðin hálf-fjögur!!!

svo ætla ég að hreyfa mig, elda góðan mat handa ingibjörgu sem kenndi mér að -shit happens- og telja þúsund kindur eftir að ég fer með bænirnar.

með þessum fleygu orðin kjeppans bið ég ykkur vel að lifa, kick up you heals og allt það crap... j-lo out

-éta, það er það sem þeir geta, vinna það er nú minna-
joey beníto

föstudagur, ágúst 05, 2005

hey beibs. nenni ekki að koma með ferðasögu því að eins og þið vitið flest þá var þetta bara rugl gaman, æðislegt að vera grindvíkingur, ennþá betra að vera grindvíkingur í eyjum og voru það hrein forréttindi að fá að vera með ykkur!! Sjáumst á forsýningunni fyrir heimildarmyndina því að eitthvað segir mér að við munum spila stóran þátt í henni... en hérna koma nokkrir vel valdir frasar sem fólk lét út úr sér við hin ýmsu tækifæri, and there you go

þetta... þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig!! (vilmundur gebbu-bróðir um þjóðhátíð)

sk***u í P**una á þér (eggert aulabárður á hverjum morgni)

kött, kött... skiluru, ég meina, hangikjöt er ógesslega gott skiluru (maggastinarokk í hvítu tjöldunum)

taktu þarna.. þarna "dísu-lagið" (helgi einar að biðja grindvíkinga að taka "Fríðu" diskó-jú-nó lagið)

þetta glas er bara fyrir örvhenta (gulli sex-bomb að kenna löfu að drekka úr bjórglasi...)

við erum líka tvíburar, ég heiti ólöf og hún heitir bimbó og bendir á möggu (lafan að kynna sig fyrir fjarskyldum ættingjum sem eru líka tvíburar og heita í alvöru óli og bimbó!!)

er það kondí eða koddí sleik? (pabbi hans hæa frænda í fullu fjöri í brekkunni að átta sig á bolunum okkar)

hleyptu mér út, hleyptu mér út!! (geiri glæpur með fangelsis sögur af ónefndum aðilum)

ég.. ég elska grindavík, ég er bara orðinn hálfur grindvíkingur!! (ónefndur keflvíkingur eftir helgi með yndislegum grindvíkingum-rígur hvað?)

allir krakkarnir hlakka til að taka upp pakka, far í dalinn og finna sinn innri frið! (fyrrverandi kærustuparið magga og kiddi sungu þetta á hverjum einasta degi)

ég verð að hvíla á eftir, ég fór eitthvað í öxlinni (þegar lalli frjálsíþróttagarpur meiddist í adrennunni fyrir stangastökkið)

og síðast en ekki síst ÆI KODDÍ SLEIK sem var notaður við hin ýmsu tækifæri og voru viðbrögðin síður en svo léleg því að sleik-fjöldi eyja-gesta margfaldaðist þetta árið við tilkomu þessa frasa. vúhú, tíhí og allt það.

lífið er bara fokkin yndislegt!! farin á ættarmót í kjós að heilsa upp á pása sem lést á dramatískan hátt hér á árum áður...

allir að kíkja á mydnirnar hennar möggu!!

gjugg í borg, j-lo out

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

komin heim í heiðardalinn

crap, djö var **!!''**!!! gaman

ferðasagan kemur seint og síðarmeir

farin í sleik

ég vild´ég væri pamela í dallas