mánudagur, ágúst 15, 2005

svo fór um sjóferð þá...

það voru ekki bara grindvískir knattspyrnumenn sem komu sáu og sigruðu um helgina og voru með yfirlýsngar á borð við þær sem áhugasamir lásu í mogganum í morgun, "við hefðum getað tekið AC MILAN í dag..." því að -maggastínarokk- kom sú og sigraði, því tók okkur allar í bakaríið í danskeppninni miklu á -ara- um helgina. eftir verðlauna afhendinguna á barnum lét hún hafa eftir sér að hún hefði getað tekið nöfnu sína cristínu aquileru í nefið, slíkir voru taktarnir.

en keppnin fór drengilega fram og voru tilþrifin meiri en búist var við. Einn keppandi féll reyndar úr keppni vegna agabrota (ibj...) og annar var upptekinn við bjórdrykkju sem mátti svo sem búast við (ódp..) og þá var ekkert annað efir fyrir möggu-cristínu en að sýna hvað í henni bjó, og ó boy tók hún mig á orðinu. Í einu twist-laginu þegar grindvíkingar og aðrir velunnarar misstu sig hreinlega á dansgólfinu gerðu magga um betur, twistaði niður á gólf, furðaði sig svo á liðleika sínum og hentist upp aftur. Glöð í bragði brosti hún í hringi, og innst inni vissi hún að titillinn var hennar. En adam var ekki lengi í paradís, því kaldur gustur á milli annars massaðra leggjanna kom upp um hana... í öllum átökunum hafði hún rifið buxurnar í klofinu og var því eins berskjölduð og hægt var. Í geðshræringu og sigurvímu hentist hún á Jóa sinn sem huldi rassinn á henni eins og hann hefði aldrei gert annað. Svo hentist hún heim, með hettupeysuna hans jóa síns vafða um rassinn, skipti um buxur og var mætt á gólfið tíumínútum seinna...

ef maður vinnur ekki danskeppni eftir svona frammistöðu þá eiga menn ekkert að vera í þessu...

en af örðum fréttaskotum vikunnar er það í fréttum að bjúíful pat kelly er mættur til landsins (vinur minn frá steitinu) og er bara eintóm hamingja og gleði. svo var mogginn eitthvað að flippa og tilkynnti hana ömmu mína látna sem er nottla bara eintómt kjaftæði, magga er að vinna með clint eastwood, ingibjörg er komin með vinnu í sævar karli að dressa upp töffara og gebba komin í nýja húsið sitt. nakk

það er bara helvítis gaman að vera til.
friður

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÉG bið að heilsa Pat. Vonandi skemmtir hann sér vel á Íslandi.

Góð sagan með Margréti og buxurnar ...hún sagði okkurhana í gær með tilþrifum og allt ;)

Erla Ósk sagði...

Gott ad heyra ad Pat maetti a stadinn heill a hufi :) ... og ad hann hafi verid sottur a rettum degi ;)

Eg skil alveg hvernig Moggu lidur... eg lenti i thessu herna uti fyrir um ari sidan. Nema hvad eg var ekki med peysu til ad lata utan yfir mig! Mollie labbadi bara vandraedilega thett fyrir aftan mig alla leid ut i bil og heim! :) En til hamingju med titilinn Magga min - eg er viss um ad thad hafi verid thess virdi ad rifa eitt stykki buxur;)

Mogginn... amma... WTF? Thad er eins gott ad their sendi henni eitthvad, svona til ad baeta fyrir thetta allt saman.

Sidast en ekki sist: AFRAM GRINDAVIK!

Kristín María Birgisdóttir sagði...

hillarious!!!

Lafan sagði...

petra... já ég kem því sko til skila:)

erla: haha já hvað er þetta með ykkur systurnar?? eins gott að ég sé ekki óheppin og haldi þessari fjölskyldu á floti

kristín: jiiiiiiii ég veit það, þetta er með því fyndnara sem ég hef orðið vitni að!!

Nafnlaus sagði...

bíddu bíddu hvað með ömmu þína....í hvaða balði var þetta..langar að sjá þessi mistök !!! Hvað sagði fjölskyldan ?

Lafan sagði...

þetta var í fréttablaðinu... pabbi hló bara :)

Nafnlaus sagði...

hahahaha, vá sama tilfinning og martröðin sem allir fá, þessi þarna sem maður gleymir að klæða sig og allir sjá mann beran.. shiiiit hahahahaha
en ja þetta var átaksins virði!!!
hahah