föstudagur, ágúst 26, 2005

öss

það er magnað með það þegar stelpur hittast á annað borð, bara stelpur, þá beinist umræðan undantekningarlaust að hinu kyninu sem við erum svo uppteknar af því að hata, en þorum fæstar að viðurkenna að það væri varla líft án þeirra...

en þannig er mál með vexti að ég skellti mér á ítalíuna með ofurskutlunum úr spænskunni í HÍ í gær og þar voru miklir fagnaðarfundir, enda langt síðan við höfum hist (a.m.k. svona svo til edrú). mikið hafði gerst á einu sumri, sólarlanda og pílagrímsferðir voru áberandi sem og "amor" sem var heldur betur á skotskónum í sumar. en skemmtilegustu umræðurnar voru þó "tippatalið" eins og ég leyfi mér að orða það. skiptir stærðin í alvöru máli? eða er það eins og ávaxta-grauturinn kiwi sagði mér eitt sinn -it´s not the size of the sea it´s the motion of the ocean- svo skaut ég inn kenningu minnar og ingibjargar um vísbendingar sem eiga að gefa til kynna við hverju er að búast (if you know what i mean...:)

annars er bara helvítis skemmtileg helgi framundan, rændi bílnum hennar möggustínurokk í morgun, matreiddi fram morgunkaffi sem seint verður gleymt, hljóp í hádeginu hinn elskulega bláa lóns hrings sem er blessunarlega laus við kríurnar í þetta sinn, er að fara til rvk-ur að skila áðurnefndum stolna bíl og ætla að spóka mig um í smáranum commando. siggi bróðir hennar ibj heldur upp á ammilið sitt á morgun og hlotnaðist mér sá heiður að vera deitið hennar fyrir þann merkisatburð. vúhú. í stjörnuspánni spá þeir svo meyjunni ómótstæðilegri á sunnudag þannig að ég ætla bara að bíða og njóta lífsins!!

bæó í bili þó!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var einusinni að borða hafragraut og þá sagði grauturinn allt í einu við mig; "It is not the size of the sky, it is the colour on the roof of heaven" Magnað. (eins gott að setja þetta ekki á netið, við yrðum lokuð inni fyrir að halda því fram að grautar gætu talað) :-)

Lafan sagði...

ha ha ha
-i dont get it:)

Nafnlaus sagði...

hey, ég hélt að Kiwi ávaxta grautar gætu ekki talað.........

Nafnlaus sagði...

Hvenær heldur bomban svo til usa?er það ekki núna á næstu dögum????