miðvikudagur, ágúst 24, 2005

alltaf í boltanum??

nú er þannig komið að djei-ló er að fara að spila sinn fyrsta undanúrslitaleik í boltanum klukkan hálfsex í dag. Ekki veit ég hver skeit í hausinn á þeim sem ákváðu leiktíma, en svona er þetta, hálf-sex uppí frostaskjól skal ég þá skunda og gera allt í mínu valdi stendur til að verða mér og mínu liði ekki til skammar... Mörkum skal ég ekki lofa en ekki skal ég brjóta af mér inní teig og tel ég þá að ég hafi komið mínu til skila :)

frá mínum dýpstu hjartarótum hvet ég alla sem þekkja mig, kannast við mig, vita hver ég er, elska mig, dýrka mig, hata mig og jú líka ykkur sem viljið þekkja mig að taka höndum saman og mæta uppí frostaskjól klukkan hálf-sex og öskra ÁÁÁFFFRAM ÓLÖ... nei áfram FJÖLNIR!!

nú að svo sögðu er best að fara að huga að morgunmat svangs fiskvinnslufólks og hefa opinberlega íhugun fyrir leikinn.

hmmmmmmmmmmmmmmmm

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heryðu heyrðu....er eitthvað farið að slá út í fyrir þér ??

Þetta er ekkert undanúrslitaleikurinn þinn...ef þú ert að meina í bikarnum...því við gerðum nú garðinn frægan á móti Breiðablik í 1-3 tapi hérna um árið í undanúrslitum. Og svona til að rifja það upp þá skoraði ég frá miðju ;)

En gangi þér vel ...þú átt harma að hefna frá fyrri leikjum í Frostaskjólinu þó við minnumst ekkert á úrslitin í þeim leik ;)

Go ólöf go ólöf

Nafnlaus sagði...

FYRSTI undanúrslitaleikurinn átti þetta að vera !!

Lafan sagði...

ó... var það í ndanúrslitunum þegar ég var i marki?? ég man sko eftir því.. sigga hammer og sólný voru ódauðlegar!! og hvernig get ég gleymt þessu marki... nakk

þetta er þá minn fyrsti undanúrlsitarleikur sem útispilari...

vonast til að sjá þig á leiknum!!

Erla Ósk sagði...

Gangi ther vel Olof min.. eg fylgist med a netinu. Afram Fjolnir!!!!!

Lafan sagði...

þakka þér.. ég lofa að reyna að fá spjald:)

Nafnlaus sagði...

ja gerðu það!! Geegt gaman,,,
spurðu bara hvort en af þeim sé þroskaheft.. það gekk allavegna fyrir mig!!! Bara stemming í því...

Lafan sagði...

hahahaha

eða hleyp úr vegg í aukaspyrnu, það ætti að duga til að senda mig útaf...