mánudagur, ágúst 29, 2005

vissuð þið að:

ég fer út eftir 5 daga!!
magga systir er ruglaðari en ég
erla systir tekur mig í langhlaupi
óskar bróðir er sætari en ég var á hans aldri
----------------------------
ingibjörg drekkur mojító hraðar en juicy herself
ég er betri en enginn í trivial
bjór er allra meina bót
það er gaman á ara
það er gott að búa í grindavík
----------------------------
bjögga komst ekki áfram í ædólinu
en bjögga fór samt sem áður á kostum
elín tinna var dregin að syngja líka
-----------------------------
ég var beðin um að taka þátt í íslenska bachelornum
ég neitaði
ég var beðin um að koma í utandeildina
ég neitaði
-------------------------------

ef þið fenguð tíu stig eða fleiri (eitt fyrir hverja spurningu) þá megiði koma í kveðjupartýið mitt sem verður föstudaginn 2.sept
(jiiiiii varla liðin helgin og ma ma mar bara strax farinn að huga að næsta skralli...)

lifið í lukku en ekki í krukku. hey allíúppa

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, ég held að það sé hægt að segja það að Bjögga hafi farið á kostum :D Það eru ekki allir sem þora að fara í IDOL. En ég sé það að maður þarf að taka frá föstudagskvöldið.

Nafnlaus sagði...

hahah góðar staðreyndir!!! Vissi þær allar!!! Þannig að ég má koma með gest!!!!
Ingibjörg drekkur hraðari en anskotinn sjálfur!!!Iiss Piss og pelamál!!
Þú tekur bara bachelorette að ári!!
Má ég þá koma sem tvíburasystirin og mæla með einum??
(o kasski taka einn sjálf.. wuhuuu)
p.s afhverju sagðiru Jóa að ég hafi verið að horfa á rassinn á Mattias Jack í bankanum í gær???
Hann skammaði mig!!!

Nafnlaus sagði...

góður þessi ólöf !! Ég var sko með fullt af stigum ;)

En hvað á þetta að þýða að neita bachelornum ?? kannski verður útvaldi piparsveinninn moldríkur flottur íþróttamaður sem þarf ekkert að hafa fyrir þessu...á sportbíl og jeppa í snjóinn, sumarbústað og snjósleða, hlutabréf í flugleiðum og fleira.....biður þú um eitthvað meira ...... og neitar svo !!
Skil þetta ekki alveg ;)

en góða ferð út og skemmtu þér vel.

p.s. Margrét en rassinn á Mattias Jack er flottur ;););) Maður má alveg skoða matseðilinn þó maður sé búinn að panta ...híhí

Nafnlaus sagði...

J-Lo þú hefðir nelgt bachelorinn... svolítið skúffuð yfir að þú skildir ekki fresta náminu í USA og skellt þér í þáttinn...
kv. Sigga sem var búin að lofa að kvitta á síðuna fyrir lifandi löngu síðan.

Nafnlaus sagði...

J-Lo þú hefðir neglt bachelorinn... svolítið skúffuð yfir að þú skildir ekki fresta náminu í USA og skellt þér í þáttinn...
kv. Sigga sem var búin að lofa að kvitta á síðuna fyrir lifandi löngu síðan.

Nafnlaus sagði...

eg fekk eitt stig

Lafan sagði...

bjögga: ég veit það.. þú mátt sko koma í veisluna bara fyrir það að þora þessu!!

magga: já.. djöfull væri það fyndið ef að þú myndir koma sem hin litríka tvíburasytir, segja mér hverjir væru svona "fóný" og hver ekki haha
rassinn á honum er bara drulluflottur...

petra: já.. ég er sko alveg til í að vera bacelorettan harna sem kyssir alla... playar alla og sonna.. gaman gaman :) það er aldrei að vita nema maður verði bara hún að ári...

sigga: nei detta mér allar dauðar lýs úr hári og ef ekki dauðar þá drapstu þær!! já þetta var mikil ákvörðun hjá mér... en best að klára háskólanám og svo snýr maður sér að raunveruleikaþátta leik og öðru sem því fylgir.

Þegar ég verð fræg þá lofa ég samt að hnykka þig þegar ég sé þig :)

óskanen bró: var það þetta með að þú ert sætur. það var gefið:)

Nafnlaus sagði...

hi hi skis... eg hefdi sko bodid mer ef eg vaeri baenum tad veistu vel :) heh en er kominn med nytt number in usa 1 786 267 1052 ....lat heyra tegar tu kemur :) have fun in the sun :)

Lafan sagði...

nú... ef þú hefðir farið þá hefði ég farið:) ég skal hringja í þig eftir klukkan níu því þá er það FRÍTT!!

Nafnlaus sagði...

Þakka þér fyir það. Ég mæti sko og tek "Buttercup" í Singstar og bursta alla.. ;) hehehe.. Ég er bara strax farin að hlakka til. :D

Nafnlaus sagði...

Þakka þér fyir það. Ég mæti sko og tek "Buttercup" í Singstar og bursta alla.. ;) hehehe.. Ég er bara strax farin að hlakka til. :D

Lafan sagði...

hehehe
já singstar segiru... crap ég hef alltaf verið léleg í því!!
en samt ekkert sem einn kaldur lagar ekki..

Nafnlaus sagði...

hehe. amms. einmitt.. ;) En ég skora hér með á þig.. ;)