miðvikudagur, ágúst 31, 2005

er að fá blæðandi magasár út af tvennu:

ég er að fara að byrja lokaárið mitt í háskóla algjörlega óundirbúin, með viljann að vopni en kanana að baki, svo til mellufær í ensku en ekkert til að ná sér í heiðursgráðu í sociology, hispanic studies og frönskunni. ég hata þjálfarann minn þarna úti en sé fram á það að þurfa að spila þetta síðasta síson og þar af leiðandi eyða fleiri dögum hlustandi á hann eitthvað æpa og skæla um hluti sem hann veit ekkert um. ég ætti kannski bara að ná mér í einhverjar tekjur þarna og taka við þjálfuninni... does anyone know how to get rid of a 60 year old english man??

á hinn bóginn er æðislegt að vera til á íslandi og get ég varla ímyndað mér hvernig það verður að geta ekki skroppið á vegó, ara eða óli-manólí-ver og því er það vinstri magahvolfið sem blæðir vegna áhyggja af því hvernig það verður fyrir mig að af-íslenskast og enn eina ferðina venjast kana-háttum... þurfa að borga fyrir að heyra í ingibjörgu, fá ekki að elda oní crewið, geta ekki notað bimmann hennar mömmsu, segja hæ við pabba þegar hann kemur úr veiðinni... sjá möggu rífa utan af sér buxurnar eða grísklúbba-fundi okkar stelpnanna...

(þetta síðarnefnda gefur kannski til kynna aðeins meiri kana í mér en ég vill að láta... kannski þetta verði ekki eins erfitt og ég held :)

ég held ég hafi tekið framúr mér þarna, á beinni línu, fyrir framan lögguna!!
shjæse. farin að labba vita hringinn og njóta grindavíkur í næstum-síðasta sinn

howdie

8 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Thott eg viti alveg hvad thad er erfitt ad yfirgefa Island og allt sem thvi fylgir, tha skaltu ekki gleyma thvi ad thad er Amerika hefur lika sina kosti.

1) Systir thin, sem thu hefur ekki sed meira en nokkra daga i einu allt thetta ar, byr thar.

2) Endurkoma thin thydir endurkoma O.K. daga med onefndum Nyjalendingi.

3) I Ameriku er bjorinn odyr. Og fer lika oft a utsolu (!).

Eg gaeti talid upp fleiri kosti, en mer finnst ad kostur numer 1 aetti ad vera meira en nog til ad lata thig hlakka til ad koma hingad...

Sjaumst a laugardaginn!!!

Nafnlaus sagði...

hæ hæ, hehe maður er algert nerd..maður kíkir svona inná milli á síðuna þínu þú ert svo spræk og mikill húmoristi hehe.en vá hvað ertu að fara út til Bandaríkjana strax..áttiru ekki að fara i dec? jæja þá segi ég bara góða ferð og skemmtun..og varaðu þig á könunum skvísa hehe:) kveðja ösp

Magga Stina Rokk sagði...

ÆÆæææææææiiiiii
mig langar að fara á útsölur og drekka ódýran bjór!!!
-og að sjálfsögðu hitta bestu stóru systir í heimi..(haha náði þér! hihihi)
Nenniði ekki bara að tala mömmu og pabba til að henda mér þarna út til ykkar!!! ha?ha? ha?

Erla Ósk sagði...

Ju, Magga min, komdu endilega ut til okkar!!! Thad vaeri gedveikt! Fullt af utsolum og bjor... og stora systir borgar! :) Komdu, komdu, komdu i party til min!

Lafan sagði...

erla: já vernig gat ég gleymt útsölubjórnum?? svo verður nottla gaman að plata þig í að gera alls konar vitleysu með manni:)

ösp: eitthvað hefur þú verið búin að fá þér í aðra tána þegar þessi frétt bar að garði.. því ætlunin var alltaf að fara í sept kjáninn þinn:) nema að ég hafi verið full.. haha gæti huxast!!

en já við sjáumst hressar í des á öldurhúsum sódómu:)

magga: ég er sko að vinna í því að plögga þetta... all you have to do is show up (aðeins að æfa enskuna...)

Nafnlaus sagði...

whaaaaat? whaaaaaat? whaaaaaaat?
(mongókallinn í kef)
I've been practasing in Nordica with Clint.. you know!!!

Nafnlaus sagði...

Er til útsölu Mohídó í usa? þú verður búinn að komast að því áður ég og magga mætum í des. ;)

Nafnlaus sagði...

Daðey spaðey... er okkur spænskugellum boðið líka?