mánudagur, ágúst 22, 2005

sælar

af löFunni með stóru effi er nú ekki mikið að frétta, kana-gesta-gangnum í kringum mig fer nú loksins að linna og eftir tuttuguogfjóra tíma þarf ég ekkert að tala ensku fyrr en ég neyðist til þess við tollverðina á flugvellinum í Minneapolis þann þriðja septmber og þar mun venjulega yfirheyrslan með fingrafari, mögg-shotti og ásökunum fara fram:

tollvörður með yfirvaraskegg í vondu skapi: "hello, now tell me and be honest! what are you here for??"
lafan með áherslu á íslenska hreiminn: "i go to school here and i am coming back after summer break"
tollvörður með yfirvaraskegg í vondu skapi: "what school are you going to, what are you studying and most of all WHY are you studying"
lafan farin að roðna og panikar: "uhhh i go to macalester, im studying spanish and french and i dont know WHY!!"
tollvörður með yfirvaraskegg í vondu skapi skrýtinn á svip: "you come from iceland to study two foreign languages in the states? now that doesnt make sense..."
lafan niðurbrotin í algjörri vörn: "i know.. i dont know either..."
tollvörðurinn með hormottuna spakur á svip eftir að hafa komið helvítis útlendingnum úr jafnvægi: "well, it´s your life. you can go through now and make sure to declare everything if you have something to declare to customs"


oj bara... langar eiginlega bara að hætta við að fara svo ég þurfi ekki að hlusta á þessa sjálfumglaða tappa tala um ameríska drauminn sem við vitum öll að er sjónhverfing og ekkert annað...

annars var menningarnótt skemmtileg og klikkar ari ekki frekar en fyrr um daginn, magga átti múf ársins þegar hún reyndi að plögga gyllta míkrafóninum hennar sólnýjar inn í viðtæki söngvaranna til að fá að syngja með þeim (en hún er haldin þeim ranghugmyndum að hún geti sungið..) en til allrar hamingju virkaði hann ekki og sá hún um klapp-stemninguna sem hún á miklu frekar heima í :)

persónulega var mér skutlað heim í gulri innkaupakerru og fær sá hin sami innilegar þakkir fyrir að nenna að drösla heilu tonni af mér neðan úr bæ og heim. eitt klapp fyrir þig.

laFan er farin að svara í síma og týna milljónum í kassavís.
hejdo

7 ummæli:

Erla Ósk sagði...

Vonandi verda their ekki svona leidinlegir vid thig... eg meina, their eiga thad til ad vera godir og skemmtilegir. Reyndu their ekki meira ad segja einu sinni vid hana Margreti, thegar thid vorud ad koma i heimsokn til min??? Og lattu tha nu ekki komast upp med ad hraeda thig thad mikid ad thu komir ekki med islensk godgaeti handa storu systur thinni. Thad vaeri nefnilega allt of sorglegt... ;) Hlakka til ad sja thig eftir 12 daga!!!

Nafnlaus sagði...

Já þessir tollverðir eru nú meira....og svo var ekkert búið að vara okkur vinkonurnar við þessu þegar við mættum eins grænar og hægt er í tollinn í maí s.l.

Tollur: Hvað ertu að gera hérna... ??
Ég : Heimsækja vinkona mína.
Tollur: Og hefur þú séð hana áður ??
...**hneyskl** auðvitað...væri hún annars vinkona mín !!!!
Tollur: Og hvar býr hún ?
Tollur: Og hvað....??
Tollur: og hvernig..... ??

dísús....maður var bara farinn að svitna eins og á æfingunum í gamla daga.....en einhvern veginn komumst við í gegn. En næst verð ég búin að æfa mig í flugvélinni og með svörin á hreinu ;)

Lafan sagði...

erla: nei nei, ég daðra bara aðeins og segi bara ein og joey
-how you doin??- þá flýg ég í gegn:)

petra: já þú verður að koma með betri sögu en að þú sért að heimsækja vinkonu þína, það er ekkert krassandi!! haha

Nafnlaus sagði...

þeir eru einstaklega leiðinlegir í Minneapolis Þeir ná að stressa mig sko þvílíkt.. Mér sveið inn í mér seinustu jól þegar ég fór í gegn.. Þeir láta eins og maður sé stórglæpa maður

Nafnlaus sagði...

Vá! Það er aldeilis. Maður fær bara í magann af kvíða um að þurfa að hafa öll svör á reiður þegar maður fer út. Best að fara að búa sig undir það.

Lafan sagði...

rakel: ég veeeeeeeeeit!! en eins og ég segi þá er eins gott að hafa sig til og vera vel til höfð svona ef ske kynni að maður næði að daðra sig út úr essu:)

bjögga: þú ert svo mikill hönk ap þú þarft ekki að hafa einar einustu áhyggjur!!

Nafnlaus sagði...

Tollur: hvað ert þú að fara gera hér??
Magga: heimsækja systur mínar..
Tollur: Bara ein? Á að fara skoða strákana??
Magga: ha nei nei..
Tollur: þeir hefðu nú gaman af því.. þú hlýtur að eiga kærasta?
Magga: roðna ha? já umm jú!!
Tollur: já trúði ekki öðru, skemmtu þér vel.. blikk!

haha bara gaman að fara þarna í gegn!!
Ég GET sungið á 5 bjór.. Þaðsegir innsæið... og það fer aldrei á mis...