mánudagur, maí 30, 2005

Sódastrím

hef oft spáð í því með sódastrím tækin í gamla daga hvort þau væru það góð að geta umbreytt flötum gömlum bjór í sem gott sem nýjan. Á laugardaginn var mér svo sá heiður falinn að erfa eitt slíkt tæki frá heiðurskonunni Sólnýju og get ég vart beðið eftir að famkvæma tilraunina, sem verður reyndar að bíða betri tíma þar sem fótboltinn á hug minn og hjarta um þessar mundir...

en fyrir ykkur Sódastím-áhuga fólk þá mun ég koma með innslag um ágæti þessa tækis annars slagið, svona til gamans.

Allavegana þá eru kanarnir og Erla lentir og heilsast vel. Eitthvað fer birtan nú samt fyrir brjóstið á þeim en allat annað er framar öllum vonum. Vorum að keppa á föstudaginn og unnum 10-1 þar sem Lafan og Magga Stína rokk settu sitt markið hver, gaman að því:) Svo er leikur í kvöld og ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að setja 3 markið á sísoninu...

farin að umbreyta djús í appelsín

föstudagur, maí 27, 2005

Þvílíkur fáráður!!

lenti í tvennu fáránlegu í gær

Í fyrsta lagi náði ég að tvöfalda á mér hægri ökklann, ekki með áti... neeeei, heldur var ég á skotæfingu í gær og fékk svona líka skemmtilegan först-töts bolta og ætlaði svoleiðis að hamra boltann í netið og sýna Gaua og Þresti að það er fokkin kjeeeftæði að hafa mig í vörninni og setja hann sláin-inn... en auðvitað náði æsingurinn að fara með mig og ég bombaði svoleiðis í jörðina að ég held að ég hafi ollið skriðufalli í Esjunni og Lafan bara þeink jú verí plís geim óver.

Í öðru lagi var ég á leiðinni heim á brautinni á bimmanum hennar mömmu, með Boyz Rock og the way you move í hvínandi botni á öðru hundraðinu þegar bílinn sem ég tók fram úr byrjaði að flauta, blikka og láta öllum illum látum. Hvað er að þessum hugsaði ég, og hélt mína leið, ennþá á 125. Svo fór ég framhjá öðrum bílnum og hann gerði nákvæmlega það sama, nema gekk aðeins lengra og fór eitthvað að taka við mig með höndunum. Jiiiii það er bara reynt við mann sveittan eftir æfingu hugsaði ég og hélt mínu striki. Stuttu seinna þrumaði ég niður á bremsuna og sá lögguna vera að taka einn fyrir of hraðan akstur... ég var þá bara ekkert sæt, þetta voru bara samviskusamir samverjar að forða mér frá fimmtánþúsundkalli. Takk fyrir það!!

en í morgun lenti kana-gengið og verður Ísland án efa selt í alla staða á næstu dögum, þurfti samt að borga gjald fyrir að fá að leggja á flugvellingum sem er bull-shittttt....

anyways, farin að vinna. How do you like Iceland??

miðvikudagur, maí 25, 2005

TIL HAMINGJU PÚLARAR!!

annan eins fótboltaleik hef ég ekki séð lengi og ég hef nú séð þá marga... 3-0 undir og jafna svo 3-3 need I say more??

en pæliðíðví ef þið væruð man utd-arar þá væruð þið ekki heima í þynnku núna, óheppnir þið!!

kv ein bitur man utd fan
Ferðir til fjár??

eins og fjölmargir aðrir Íslendingar þykir okkur gaman að ræða um sjálfa okkur og velta okkur upp úr hinu og þessu sem tengist manni sjálfum á einn eða annan hátt. Í dag varð mér hugsað til allra þeirra staða sem ég hef ferðast til og eytt misjöfnum tíma á, and there you go:

-fyrsta ferðalagið var Sverige 1985 að mig minnir sem skýrir kannski áhuga minn á öllu sem þaðan kemur... þröngar gallabuxur og v-hálsmál karla
-síðan var förinni heitið til Englands árið 1987 þar sem við stöldruðum í eitt og hálft ár, þar lærði ég að tala fyrir hönd okkar systranna (my name is ólöf and she is margrét)
-eftir það var dálítill tími í næstu ferð, eða Mallorca 1991 með fjölskyldunni og Skara bró svo til nýjum, þar lærði ég á mátt sólarinnar og varð háð þeirri löngun að verða brún
-1993 var svo förinni heitið aftur til Mallorca, en í þetta skipti með saumaklúbbnum hennar mömmu og þar kenndi Palli frændi mér að stela ísum í tonnatali
-næsta ferð átti eftir að vera eftirminnileg, en árið 1997 fórum við fjölskyldan í ógleymanlega ferð til Portúgal, með summer of ´69 í eyrunum og strákana á eftir okkur... nakk hvað var gaman hjá Pétursdætrum þá!
-árið 1998 fór svo fótboltaliðið okkar hjá Grindavík í mekkaferð til Benidorm, fótbolti, sól, sandur og svo skemmtilegasta ess-ið, strákar!!
-svo var komið að tímamótum hjá mér og öðrum skiptinemum, en ég fór sem skiptinemi árið 1998 til Ekvador í heilt ár og lærdóminn sem ég dró þaðan er enn að nýtast mér, ekki halda á dúfu með berum höndum lengur en í svona 20 mín... endar ekki vel!!
-2000 var svo fyrsta ferðin mín án foreldra þar sem ég ákvað að fara til Spánar á mánudegi og fór á miðvikudegi... gaman!! þar lærði ég að ég er drullugóð í brúnkukeppni og tek alla sem skrora á mig...
-haust 2001 fór ég í enskuferð til Dublin og tók MSR með, hún fór á kostum að segja sögur af hrakförum systur sinni og eins og alltaf kom það flatt upp á hana því hún var svo tekin upp í river-dans á 500 manna skemmtun, hahaha
-jólunum 2001 var svo eytt á sólskinseyjunni Kanarí í rigningu og góðra manna hópi, þar lærði ég að maður má ekki vera í bikinítopp inni í golfklúbbum, hvað er það??
-2002 önnur svipuð ferð til Spánar þar sem rómantík réði ríkjum og frönskukunnátta var víst minni en tungumálagúrúið hélt... önd eða vaffla: poteito potato
-2003 fór ég svo á vit ævintýranna til kolbrjálaðra kana í Minnesota og stundaði nám við háskóla þar, komst að því hvað keg-stand er og það má ekki nokkurn skapaðan hlut í þessu landi, allir að passa sig!
-sumrinu 2004 var að mestu eytt í borg víkinganna sem kenna sig við Grindur, að einni helgi undantalinni og það er engin önnur en Englandsferð okkar vinkvennanna til London í pent-house íbúð Tjallans, ohhhh hvað það var gaman. Vissi ekkki að breskir karlmenn svitnuðu svona mikið á milli herðablaðanna, lærði sem sagt inn á alls kyns svita-staði og finnst gaman að spá í því hvar fólk svitnar mest
-mars 2005 skelltum við Grísklúbbasystur okkur til Denmark að hitta Báru Beib og villast í lestum. Vááá hvað ég hló mikið á lestarstöðinni þegar við vissum ekki að við ættum að kaupa miða í sæti líka og þurftum að húma í barnalandinu!!
-viku eftir heimkomu frá DK skellti ég mér svo til USA með Kristjáni frænda að hitta Erlu, hitti rútubílstjórann með meiru og brosti samfleytt í 6 daga, helduru að það sé eðlilegt??
-apríl 2005 fór ég svo til Ipswich í Englandi ásamt hele familíen að sjá Skara bró vera tekinn formlega inn í félagið, ekki í síðasta skipti sem ég kem þangað:)

næst er förinni heitið til Mexíkó þar sem Lafan á nú eitthvað eftir að spóka sig á bikiníiu og fæla nærstadda í burtu... úúú hlakka bara til

jæja vona að þetta gefi ykkur smá innsýn inn í ferðaþrá mína og skiljið það að hún er hvergi nærri búin, held líka að ég hafi gleymt einhverri ferð -er að verða svo gömul:)


farin að kaupa mér PESOS fyrir MEXÍKÓ!!

þriðjudagur, maí 24, 2005

SJEEETTURINN!!

bara tæpar 3 vikur í brottför til godforsaken Mejíkó!!

datt í pizzu, kók, nammi og gos pakkann í gær. nennti ekki að hlaupa í morgun, er að spá í að leggja mig núna í staðinn fyrir að hlaupa og kannski maður fái sér feitan pasta rétt í kvöld.

kæruleysi eða uppreisn??

mánudagur, maí 23, 2005

Óskírður Hávarðarson fæddist í morgun kl hálfsjö að staðartíma, á stórafmæli hinnar sögufrægu ömmu Möggu en hún er 75 í dag

-engillinn var 20 merkur og 59 sentimetrar

nakk, Aníta þú ert hetja!!

til hamingju nýbakaðir foreldrar og til lukku með daginn amma mín

nú er bara að passa sig í stólnum hennar Anítu því hann hefur það orð á sér að vera besta frjósemislyf norðan alpafjalla...

haha

sunnudagur, maí 22, 2005

Þetta lag "TOTTAR" feitt

var að koma heim til Grindavíkur eftir skemmtilegt föstudagskvöld fyllt af Fjölnis-anda, bjórdrykkju og hlátrasköllum þegar ég rek puttann í útvarpið og set á kiss FM. Þar var verið að ræða um Júróvisjon áfallið og settar saman hinar og þessar samsæriskenningar þegar einn vitur maður köttaði á alla umræðu og sagði hreinlega:

-þetta lag TOTTAÐI feitt!!

nú, þarna sat ég í angistum mínum og gat ómögulega skilið þennan frasa og bölvaði sjálfri mér fyrir að vera dottin úr íslenskri "lingó" menningu og gat með engu móti komist að því hvort að "TOTTA" væri jákvæður eða neikvæður frasi. Var hann að segja að samsæriskenningarnar voru sannar og lagið væri gott, eða var hann að segja að lagið hefði hreinlega verið lélegt??

Að því kemst ég sennilega seint, en mikið asskoti langar mig til að vita hvaða meining er á bakvið eitthvað sem "TOTTAR" feitt, því að ég stefni á að innleiða það sem nýjasta frasann í Grindavík City...

þessi pæling hjá mér á sér enga hliðstæðu í raunveruleikanum þó svo að við vinkonurnar hefðum eitt hátt í tveimur tímum í umræðum um orðið "TOTT" sem verður ekkert kruft neitt frekar hér :)

nú kasta ég boltanum yfir á ykkur

-er að "TOTTA" feitt góður eða slæmur hlutur??

föstudagur, maí 20, 2005

ÖSS...

Það er fimmtudagskvöld og helgin svífur um loftið að Þórsgötu 29. Mekong matur var fyrir valinu hjá húsmóðurinni og eftirvænting krakkanna í húsinu mikil, enda Júróvisjon kvöld og bara þrjú lög í Selmu.

Hún stígur á svið í sínu fínasta pússi, sem minnti einna helst á Alladín myndirnar, en liðið á Þórsgötunni kippti sér ekkert upp við það, þetta hlýtur að vera tíska. Selma tekur lagið svona líka flott og eru nú búmenn ansi bjartsýnir á úrslitin. Loksins kemur að stóru stundinni, nöfn hinna og þessa landa koma upp úr hattinum, danir og nojararnir komnir áfram. Jess, Norðurlanda-þjóðirnar eru að taka þetta. En aldrei kemur Ísland og eftirvæntingin því enn meiri þegar við fullvissum okkur um að þetta verði bara skemmtilega dramatískt. Ísland veruður pottþétt lesið síðast og það gerir sigurinn bara enn sætari.

En Moldavía stal senunni og sætinu okkar og heimilishaldið að Þórsgötu 29 var lamað næstu klukkutímana. Ekkert Júróvisjon-pa-pa-partý??

á dauða mínum átti ég von... en ekki þessu. Nakk hvað þetta er gott á okkur og alla þá sem keyptu sér grill og sjónvarp í þeirri trú að þau fengju það endurgreitt. Haha.

Núna fer ég bara að tralla vi er röde, vi er vide og vona að þeir rauðklæddu taki þetta með hárkollurnar. Mér finnst þetta svo fyndið að það hálfa væri hellingur. Gott á okkur. Gott á okkur.

Sjáumst í senjórítu-fíling a la Fjölnir í kvöld.

Glamúr-peyjar og glys-gellur, hafið það gott

fimmtudagur, maí 19, 2005

Gleðiðlega Júróvisjon Forkeppni!!

þá er komið að dómsdegi Selmu og If I had your love og spurning hvort hin upphaflega Solla Stirða eignist þessa umtöluðu ást annarra Evrópuþjóða, því að við getum jú ekki kosið okkur sjálf (sem er nottla bara svindl!!)

Mikil umræða hefur sprottið um gildi og ágæti þessa lags hérna í höfuðstöðvum Vísis hf (skemmtilegasta útgerðar-fyrirtækið á landinu..) og eru menn á báðum áttum með það hvernig því eigi eftir að ganga. Magga raunsæiskona með meiru á ekki orð yfir hugmyndaleysi Þorvaldar Bjarna og vill helst sjá frumkvöðul eins og Múgison fyrir okkar hönd mundandi gítarinn eins og hann gerir bezt. Sjálf hef ég aldrei verið neitt mikið fyrir breytingar og fyndist bara allt í lagi að senda bara sama lag aftur og aftur, kannski skipta um tungumál, það myndi ekki nokkur maður fatta það.

Ég er viss um að Selma sjarmi steli senunni (og hvað eru mörg ess í því??) en vinnur hún? Nei, er það ekki "pushing it" eins og maður segir á góðri íslensku. Er samt viss um að maður eigi eftir að spennast allur upp og verða geðveikt bjartsýnn þegar við fáum okkar fyrstu stig, en svo hrynur þetta allt saman eins og venjulega þegar lið eins og Litháen og Pólland steingleyma okkur... helv pólitík

Þrátt fyrir skiptar skoðanir á þessu lagi þá ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnismanneskjan sem mamma kenndi mér að vera og spá laginu áframhaldandi veru í Júróvisión. Komumst sumsé áfram í kvöld, en gætum dottið út á næsta ári.

Vona að smá Júróvisjón pælingar komi þér kæri lesandi í gírinn í kvöld, kick up your heals, pantaðu Mamma Míu Pizzu, kauptu kók og misstu þig aðeins

-þetta er nú einu sinni Júróvisjón

miðvikudagur, maí 18, 2005

-yo

mikil og skemmtileg helgi að baki og ekki laust við að manni hlakki barasta til næstu helgar... þar sem eðalljónið Lóa er jú að fara að útskrifast sem stúdent eftir langa og harða baráttu við frönskuna :) til lukku með það pjása
-og ekki gleyma evróvosjon þar sem M.S.R er alveg hundviss um það að við komumst ekkert áfram, þetta lag er svo mikil klisja... sama hvað tautar og raular þá ætla ég að kjósa norska lagið, þar sem það algjör snilld og fær mann til að vilja hafa verið uppi sem unglingslamb á áttunda áratugnum

en svo við víkjum nú aðeins að síðustu helgi þá gerðist margt og mikið, bæði gott og slæmt og heitt og kalt, en það sem stóð nú upp úr var án efa prófalok og stelpurnar í spænskunni (þið eruð algjör eðall!!), hengdi kettlinga-jakkinn var alveg magnaður og svo toppaði ég helgina með einu fyndasta kvöldi mínu í heimi á Amsterdam ásamt elítu-Reykjavíkur... hahaha

og Magga og Ingibjörg takk fyrir Ítalíu dinnerinn og hlátursköstin þegar við ímynduðum okuur ákveðinn atburð fyrir utan Hverfis með eina höndina á rimlunum og hina á hálsinum...

Farin að finna milljónirnar sem ég var að týna á einkabankanum

you know Vala Flosa??

fimmtudagur, maí 12, 2005

Ravis and Travis

magnað með þessar löggur sem sniglast út um allt, sérstaklega hérna í Grindavík City. Pælið í því að vinna við það finna eitthvað að fólki, leggja löggubílnum á miðja Víkurbraut í þeirri von að einhver geðsjúklingur keyri á hundrað inn í bæinn og skili nú ríkissjóði smá aur. Kommon sumir fara bara hratt í beygjur og aðrir þurfa bara að tala í símann á meðan að þeir keyra...

En látum þessa snigla ekkert eyðileggja daginn fyrir okkur, enda gera þeir líka gott og eiga að vernda okkur, þannig að það er best að hafa þá góða!

Svo sá ég Druslu Djóns í Opruh í gær og verð ég bara að segja að mér fannst við Íslendingarnir langskemmtilegastir af öllum sem þarna komu fram, og ég er ekki frá því að það hafi aðeins kippt í hjá Opruh eftir íslenskabrennivínsstaupið því að hún hagaði sér svo skrigilega eftir það og var að koma með fáránlega brandara... En anyways, mér fannst við komast ágætlega frá þessu nema kannski þetta með lauslætið..

jæja, ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum með pælingar um lögguna og opruh.
bið ykkur því vel að lifa því að Ella er búin að útbúa dýrirndis morgunmat fyrir skrifstofu tjellingarnar uppí Vísi.

Hejdo

þriðjudagur, maí 10, 2005

Muchos thankyous!!

Þriðjudagur hefur lengstum verið til þrautar hjá mér, en einhverra hluta vegna hefur dagurinn í dag einkennst af mexíkó-dagdraumum, mangó-áti og hlátra-sköllum í vinnunni. Ekki nema von að manni sé farið að dreyma Mexíkíflóa og Maya indjánana því að það er talað um það í öll mál og ég er ekki frá því að Lafan sé bara farin að látast freitstast og búin að taka upp lóðin til að passa í bikiníið...

var líka vakin í morgun svona:

búmm (hurðin opnast upp á gátt með látum) Ólöf, klukkan hálfátta erum við að fara út að hlaupa
-ég lít á klukkuna og hún er 7:27, hendist í fötin og byrja daginn með útihlaupi a la maggastínarokk

Svo last but not least, þá var hin umtalaða og margróma Magga Stína Rokk að gá hvað hún þyrfit að vaka lengi til að fá loksins bauga og vantaði því verkefni. Henni datt strax í hug, af einskærri góðmennsku sinni, að laga nú barbí-pjúk-bleiku síðuna mína í eitthvað krassandi og flott...

útkoman var því J-Lo í allri sinni dýrð á sundbol og með tómt glas í hönd (einkar skemmtileg blanda þó ég segi sjálf frá...)

ég segi bara takk fyrir, muchos thankyous, merci, tak skal du har, suki suki og allt það. án þín væri ég bara lúser með bleika síðu!

hvað finnst ykkur annars??

mánudagur, maí 09, 2005

EKKI PANIKA

fór á stórskemtilega mynd í gær með Möggu Stínu Rokk, snyrtifræðing og fótboltamannesgju með meiru og Aroni sálfræðingi og mexíkóáhugamanni.

Ákveðið var að kíkja á einhverja upprennilega mynd í bíó þar sem við í Fjölni tókum "áhugalausa" Fjölni á þetta í deildarbikarnum og töpuðum fyrir skaganum 6 fokkin 0. Þetta telst þó fyrirgefanlegt því að talan sex bar á góma og svo eru skagamenn gulir og hafa lengstum talist vera bandamenn okkar Grindvíkinga á pæjumótunum í denn.

En hvað um það, fengum samt dolluna og heiðurinn að vera deildarmeistarar í B-riðli. Svo fórum við í sambíóin eftir veðmál og aðra vitleysu um hvað væri nú stysta leiðin í bíó. Að venju hafði MSR rangt fyrir sér og þurfti að steinhalda KJ á meðan á myndinni stóð. Ákveðið var að sjá Hitchickers guide to the Galaxy og mér til mikillar furðu þá fílaði ég í botn þessa speis-geimveru-dellu. Höfundur bókarnnar hefur verið á einhverri ónýtri sýru þegar hann skrifaði bókina, mýs stjórna mönnunum, sófar sem tala, heimskar geimverur og handbók um það hvernig á að lifa lífinu í stjörnukerfinu (sem er ekkert alls kosta vitlaust)

The hitchickers guide to the Galaxy er einhvers konar "best seller" þeirra speis-búa og býr yfir milkum fróðleik. Það sem mér fannst hvað áhugaverðast við þessa "how to" bók var það að hún virtist sammála mér um ástina og væntingar til hennar:

The defenition of love is too complicated to explain, but the Hitchickers guide to the Galaxy has this to say about love: NOT WORTH IT

Svo var krónískt-þunglynda-vélmennið alveg magnað.

En hvað um það, mæli eindregið með þessari mynd og vil nota tækifærið og óska námsmönnum góðs gengis í lokasprettinum -ÞETTA ER ALVEG AÐ VERÐA BÚIÐ-

Lafan out

föstudagur, maí 06, 2005

you would think we were in a church, lots of BISHOPS around...

veit ekki hvort þið sáuð magnaða sáputryllirinn granna í hádeginu, en Harold nokkur Bishop bjargaði deginum fyrir mér með þessum brandara (sem ég þurfti svo by the way að útskýra fyrir rokklingnum sem kennir sig við möggu...)

svo missti ég andlitið (og matarlystina) þegar Susan og Tom (presturinn) áttu eldheita ástarfundi einhversstaðar uppí í skógarlendi ástralalíu og gjörsamlega hit it off on national tv. Jesús bobbý, Susan kjellan reif barasta fötin af aumingja prestunum sem ekki hefur notið kvenmanns síðan hann giftist guði og ekki furða þótt að þeir ástarfundir hefðu ekki staðið lengi...

En gott hjá Susan að vera búin að finna hemingjuna á ný eftir fokkvittinn hann Karl Kennedy, segi ekki annað.

Skil svo ekkert í því að fólk sé að segja að þetta séu bara þættir, BARA þættir, næst reyna þau örugglega að segja mér að Ramsey gata sé ekki til..

miðvikudagur, maí 04, 2005

Ætli maðurinn viti af þessu??

Búin með tvö próf af 4
Búin að afreka það að fara í bíó og vera ein af tveimur bíógestum
Búin að hitta Kristján frænda og bjóða honum í dýrindispizzu a la mamma mía
Búin að bæta á mig kílóunum sem fuku með english breakfast og öllu tilheyrandi
Búin að fá það formlega staðfest að öll glös sem ég drekk úr leka á krónískan hátt
Búin að svíkja sjálfan mig um útihlaup síðastliðna þrjá daga og geri aðrir betur!!

Ekki búin að ná sáttum við Landsbankann og er því enn á innheimtuskrá
Ekki búin að kaupa draumaferðina til Mexíkó
Ekki búin að taka til í herberginu mínu
Ekki búin að redda kanafíflunum gistingu í þrjá mánuði í sumar, vill eikker??
Ekki búin að minnka bingókúluát og annan ósið
Ekki búin að lesa þessar þúsund blaðsíður fyrir næsta próf...

-svona ykkur að segja þá hefur búinaðogekkibúinað-listi Löfunnar oftar litið verr út en þetta og í tilefni dagsins ætla ég hlaupa í hádeginu, fara á fótboltaæfingu í kvöld og missa mig svo í nammiáti klukkan ellefu

jú nó vala flosa??

mánudagur, maí 02, 2005

Óskar er nú tiltölulega heill miðað við að eiga svona systur...

Það sem kemur ekki fyrir mann... Útlandaævintýrið okkar í fjölskyldunni gekk eins og í sögu og má með sanni segja að allir þeir sem einhverntímann hafa kennt okkur við Brady-böntsið hefðu átt að sjá endalausu hamingjuna og taumlausu gleðina þegar allir meðlimir fjölskyldunnar voru mættir saman í fyrsta sinn síðan á jólunum...

-Ferðalagið byrjaði nú ekki vel, Lafan yfirsigstressuð hóaði öllum út í bíl, gjörsamlega búin að tapa gleðinni fyrir fullt og allt vegna offitu og fatahallæri, röflaði alla leiðina hvað hún væri nú orðin feit og ætti ekkert til að vera í. Fórum öll nett pirruð á Langbest í Keflavík (keflavik nota bene...) fengum okkur vonda pizzu og djúpsteiktan fisk. Flugið var klukkan 15:50 og klukkan tvö var undirrituð við það að fá hjartaslag og grátbað systkyni mín að koma sér upp á flugvöll, mér til mikillar furðu var svo klukkutíma seinkun og þarafleiðandi þurftum við að hanga uppá velli í góða tvo til þrjá tíma. Sorry gæs.

-Við komuna í London beið okkar svo Ipswitch rúta og við tvibbarnir urðum nottla að troða okkur frammí, bara af því að rútan var svo fyndin... Svo var það bara pilli og farið í háttinn. Fyndnast í heimi var samt um morguninn þegar brunakerfið fór af stað inná hóteli, við Magga vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið, héldum að við hefðum kannski hækkað aðeins og mikið í ofnunum og okkar bjalla hefði bara farið í gang. Ég, eins tillitssöm og ég er byrjaði nottla á því að henda kodda yfir reykskynjarann svo að allir myndu nú ekki vakna, Magga opnaði glugga og byrjaði að lofta út. Við hefðum verið góðar í eldsvoða...

-Svo sóttum við Erlu perlu sem hafði reiknað út með ársfyrirvara hvernig besta leiðin til Ipswitch væri frá Minneapolis, eins og alltaf kom hún út í plús og mætti tíu mínútum á undan okkur hinum... Svo voru bara endalausir endurfundir endurfyrirlöngu (nei djók), við systurnar skelltum okkur út á lífið, fórum í danskeppni sem endaði með því að ég skráði Möggustínurokk á hipp-hopp námskeið fyrir byrjendur í betrunarhúsinu, Lafan fékk "cheers" frá random gaurum og Erla sýndi það og sannaði að hún kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að þamba bjór, það skal svo tekið fram að við ameríkíkusystur rústuðum danskeppninni "stjórnun með Löfunni í London"

-Sáum svo æfingasvæði þar sem Ipswitch æfir, fórum á leik og okkur leið eins og footballers wifes í dágóðan tíma... Gæti alveg vanist þessu:) Svo var það bara dinner, dans og drinks það sem eftir lifði kvölds með öllu tilheyrandi. Vaknaði svo nettur á sunnudagsmorgninum, enda 22 stiga hiti og sól sem þýðir aðeins eitt hjá J-lo, sólbaðstími!! Náði mér í smá lit, enda var einbeitningin í lagi og lítið um truflanir.

-Núna er samt mánudagur, kom heim í gær og lærði fyrir prófið í morgun. Alveg með eindæmum hvað mánudagar eru nú leiðinlegir, goddemitt. Prófið gekk lala, en ég held að ég hafi nú alveg náð, sem er jú fyrir öllu. Farin að læra meira og kannski skalla veggi ef það verður til þess að það rýmkast eitthvað hérna uppi.

Finished? No icelandic!